Fréttablaðið - 24.08.2005, Side 6

Fréttablaðið - 24.08.2005, Side 6
6 24. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR LEIT Hollenska skútan Daisy, sem leitað hafði verið síðan á laugardag, fannst snemma í gærmorgun um 160 mílur suðvestur af Reykjanesi. Skipstjóri skútunnar er þýskur en auk hans voru tveir aðrir um borð. Engan skipverja sakaði. Neyðarbauja sem féll útbyrðis í vonskuveðri á laugardag gaf frá sér neyðarkall um hundrað sjómíl- ur norðaustur af Hvarfi á Græn- landi. Í kjölfarið var farið að grennslast fyrir um skútuna og fór norskur togari sem var í grennd- inni til leitar á svæðinu án árang- urs. Liðsinnis nágrannaríkjanna var leitað þar sem staðsetning neyðar- kallsins var langt utan drægi þyrlna Landhelgisgæslunnar og ekki var mögulegt að senda út ís- lenskar flugvélar til leitar. Þyrla frá Grænlandi og vél frá breska flughernum fóru því til leitar um helgina en það var danska varð- skipið Vædderen sem fann skútuna í gærmorgun. Skútan er talin hafa lagt upp frá Grænlandi snemma í síðustu viku á leið til Reykjavíkur. Daisy hélt för sinni hingað til lands áfram í gær og er væntanleg til hafnar í Reykja- vík síðdegis í dag. - ht NOREGUR Verkamannaflokkurinn hefur allgóða forystu í skoðana- könnunum þegar rétt tæpar þrjár vikur eru til þingkosninga í Noregi. Jens Stoltenberg, leiðtogi hans, gegndi embætti forsætisráðherra í eitt ár áður en núverandi forsætis- ráðherra, Kjell Magne Bondevik leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins, tók við embætti árið 2001. Nú lítur því út fyrir að Stoltenberg endur- heimti embættið. Verkmannaflokkurinn mælist með 25-30 prósenta fylgi á meðan ríkisstjórnarflokkarnir mælast með svipað fylgi samanlagt. Allt lítur því út fyrir að samsteypustjórn Bonde- vik, sem í sitja, auk Kristilega þjóð- arflokksins, Íhaldsflokkurinn og hinn frjálslyndi Venstre, muni falla í kosningunum. Búist er við að Verkamannaflokkurinn, sósíalistar og Miðflokkurinn myndi ríkisstjórn að kosningunum loknum. Kristilegi þjóðarflokkurinn reynir að lokka kjósendur til sín á lokasprettinum með því að viður- kenna þau mistök sem hann hefur verið sakaður um og lofa að gera betur. Þannig hefur Kjell Magne Bondevik lofað að bæta hag fá- tækra Norðmanna, sem hann hefur verið gagnrýndur fyrir að gleyma. - oá Sögulegum brottflutningi landtökumanna er loki› SANUR, AP Sögulegum brottflutningi ísraelskra landtökumanna af svæð- um Palestínumanna lauk í gær þegar tvær byggðir á Vesturbakk- anum voru rýmdar. Flutningarnir tóku aðeins fjórðung af þeim tíma sem upphaflega var búist við og átök vegna þeirra urðu mun minni en óttast var. Í gær réðust 6.000 ísraelskir hermenn inn í tvær landnema- byggðir á Vesturbakkanum, Sanur og Homesh, en vitað var þar hefðu um 1.600 manns hreiðrað um sig til að mótmæla rýmingunni. Vestur- bakkinn hefur mun meira sögulegt og trúarlegt gildi í augum gyðinga en Gaza-ströndin og því var búist við heiftúðugum átökum á milli hermanna og öfgaþjóðernissinna. Fyrst í stað sýndu mótmælendurn- ir nokkurt viðnám en þeir máttu sín lítils gegn fílefldum hermönn- unum. Níu klukkustundum eftir að hermenn réðust til inngöngu höfðu allir mótmælendurnir verið fjar- lægðir. Íbúar Ganim og Kadim, hinna landnemabyggðanna tveggja sem rýma átti á Vesturbakkanum, höfðu þegar haft sig á brott og því var þegar hafist handa við að rífa hús í báðum kjörnunum í gær. Þar með hefur rýming byggðanna 25 aðeins tekið eina viku en reiknað var með að aðgerðirnar stæðu yfir í heilan mánuð hið minnsta. Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, hringdi í Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, í gær og óskaði honum til hamingju með „hug- rakka og sögulega“ ákvörðun. Abbas stakk upp á að friðarvið- ræðurnar yrðu teknar fljótlega upp að nýju og varð leiðtogunum að samkomulagi að hittast við fyrsta tækifæri. Landnemabyggðirnar fjórar eru aðeins brot af hverfum Ísra- ela á Vesturbakkanum en þar búa alls 240.000 Ísraelsmenn. Margir álíta að með rýmingu byggðanna á Gaza og þessara fjögurra á Vesturbakkanum ætli ísraelska ríkisstjórnin að herða enn frekar tökin á þeim svæðum sem Ísraelar byggja á þessum slóðum. sveinng@frettabladid.is Aukin útþrá Dana: Spánn heillar DANMÖRK Fimmti hver Dani á fullorðinsaldri getur hugsað sér að flytja til útlanda. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar. Hlutfallið er enn hærra þegar námsmenn eru spurðir en helmingur þeirra stefnir á búsetu i öðru landi. Spánn er það land sem heillar Dani öðrum fremur. Samkvæmt opinberum tölum flytjast hins vegar flestir Danir til Svíþjóðar. Þessi aukna útþrá skýrist að mestu af áhuga ungra Dana á að ganga mennta sig og starfa á erlendri grundu. Eldri kynslóð- ir telja síður að flutningur út fyrir landsteinana sé vænlegur kostur. ■ Er FH-liðið besta fótboltalið Íslandssögunnar? SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú áhyggjur af manneklu á leikskólum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 76% 24% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN OPIÐ HÚS Laugardaginn 27. ágúst kl. 13-16 Tölvunám eldri borgara Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is Grunnur 30 kennslustunda byrjendanámskeið fyrir 60 ára og eldri. Engin undirstaða nauðsynleg, hæg yfirferð með þolinmóðum kennur- um. Á námskeiðinu er markmiðið að þátttakendur verði færir að nota tölvuna til að skrifa texta, setja hann snyrtilega upp og prenta, fara á internetið, taka á móti og senda tölvupóst. Kennsla hefst 6. september og lýkur 27. september. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl 13 - 16. Verð kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin. Framhald I 30 kennslustunda námskeið, hentar þeim sem lokið hafa byrjendanámskeiðinu eða hafa sambærilega undirstöðu. Byrjað er á upprifjun áður en haldið er lengra í Word. Framhaldsæfingar í Internetinu og tölvupósti auk þess sem stafrænar myndavélar verða kynntar. Kennsla hefst 5. september og lýkur 26. september. Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl 13 - 16. Verð kr. 19.500,- Framhald II 30 kennslustunda námskeið ætlað þeim sem lokið hafa fyrra framhaldsnámskeiðinu eða hafa sambærilegan grunn og vilja enn meiri þekkingu og þjálfun. Byrjað er á upprifjun og svo er haldið áfram og kafað dýpra. Kennsla hefst 5. september og lýkur 26. september. Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl 13 - 16. Verð kr. 17.000,- SKÚTA Neyðarkall barst frá skútunni vegna neyðarbauju sem féll útbyrðis í vondu veðri. Myndin er úr safni. M YN D /I FA W Leitað var að hollenskri skútu síðan á laugardag: Fannst su›vestur af Reykjanesi KRÆKIBER Bláber og krækiber voru víða vel þroskuð á Vestfjörðum fyrir hálfum mánuði. Góð berjaspretta víðast hvar: Man ekki eftir ö›ru eins sumri BERJASPRETTA Útlit er fyrir gott berjaár og víða er bláberjaspretta með eindæmum góð. Ingólfur Kjartansson á Tálkna- firði segir berjasprettu góða úti með Snæfjallaströnd, en hann er staðarhaldari í Dalbæ í Unaðsdal yfir sumartímann. „Ég man ekki eftir öðru eins bláberjasumri og nú. Einnig er nóg af krækiberjum. Það á líka við um aðalbláberin en þau þroskast óvenju seint.“ Fregnir berast af góðri berjasprettu víðar, meðal annars á Norðurlandi. - jh Innflytjendur berjast: Tveir fengu skot í sig KAUPMANNAHÖFN Tveir ungir menn særðust í uppgjöri tveggja hópa innflytjenda í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld. Tvö skot hlupu úr byssu sem höfð var um hönd, að því er virðist fyrir slysni. Lentu þau í tveimur félögum byssumannsins, í hönd annars en í nára hins. Sár þeirra voru hins vegar ekki alvarleg. Hóp- arnir hittust vegna orðróms um lauslæti systur eins úr öðrum hópn- um. Vildi bróðir hennar vernda heiður fjölskyldunnar með því að útkljá málið við hinn hópinn. ■ JENS STOLTENBERG Allt lítur nú út fyrir að hann verði aftur forsætisráðherra í Noregi. Tæpar þrjár vikur til þingkosninga í Noregi: Miklar líkur á a› stjórn Bondevik falli R‡mingu 25 landnemabygg›a á Vesturbakkanum og Gaza-ströndinni lauk í gær. firátt fyrir mikla andstö›u á me›al heittrúa›ra gy›inga kom til mun minni átaka en óttast haf›i veri›. UNGUR MÓTMÆLANDI 6.000 ísraelskir hermenn í fullum herklæðum bjuggust við hinu versta þegar þeir réðust til inngöngu í Sanur- og Homesh-byggðirnar í gær. Brottflutningur landtökumanna gekk þó að mestu snurðulaust fyrir sig. GAZA STRIP I S R A E L LÖGREGLUFRÉTTIR VELTI BÍL Í LAUSAMÖL Ung frönsk kona slapp ómeidd eftir að bíla- leigubíll sem hún ók hafnaði utan vegar og valt í Breiðdal laust eftir hádegi á mánudag. Konan, sem var ein í bílnum, missti stjórn á bifreið- inni í lausamöl.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.