Fréttablaðið - 24.08.2005, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 24.08.2005, Qupperneq 17
Smáauglýsingar Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Innritun í fjarnám á haustönn 2005 fer fram dagana 25. ágúst til 7. september á www.fa.is Skólameistari Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 24. ágúst, 236. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 5.46 13.30 21.12 AKUREYRI 5.23 13.15 21.04 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þóra Tómasdóttir er að hefja nám í kvikmyndafræði við Háskóla Íslands. Hún sér fram á að vera orðin sérfróð um dans- og söngvamyndir þegar líður að jólum. Að öðru leyti telur hún nám- ið frekar ópraktískt. „Ég er alveg ógeðslega spennt og hlakka rosalega til. Líður svona eins og sex ára krakka sem er að byrja í skólanum,“ segir sjónvarpskonan Þóra Tómasdóttir, sem ætlar að læra kvikmyndafræði við Háskóla Íslands í vetur. Kvikmyndafræði er nýtt nám við Háskól- ann og í fyrstu verður námið einungis byggt upp sem aukagrein. Þóra lætur það ekki trufla sig enda er hún ekki að fiska eftir prófgráðu. „Ég lærði heimildarmyndagerð í Osló og er núna að fara í þetta kvikmynda- fræðinám mér til skemmtunar,“ segir Þóra, sem ætlaði sér þó aldrei að fara í Háskóla Ís- lands. „Mér hefur alltaf þótt þetta frekar óspennandi skóli og það var aldrei neitt í námskránni sem mér fannst sérlega áhuga- vert. Þess vegna ákvað ég að fara út í nám á sínum tíma. Svo frétti ég af þessu nýja námi í kvikmyndafræðinni og ákvað að slá til.“ Þóra lætur sér ekki nægja að vera í há- skóla heldur er hún líka búin að ráða sig í fulla vinnu í vetur. „Það hlýtur að reddast. Ég verð ekki í alveg fullu námi heldur ætla ég að dúlla mér svona í þessu. Vel bara það skemmtilegasta og hlakka ekkert smá til að fara í þessi námskeið. Núna í haust er ég til dæmis að fara í fimm eininga áfanga um Hollywood-dans- og söngvamyndir,“ segir Þóra spennt. „Þetta er eiginlega eins ópraktískt nám og hugsast getur og það er einmitt það sem er svo skemmtilegt við það. Þetta á örugglega ekki eftir að nýtast mér á nokkurn hátt. Og þó – maður veit aldrei. Kannski verður einhvern tímann gríðarleg þörf fyrir fólk með sérþekkingu á dans- og söngvamyndum, þá má hafa mig í huga,“ segir Þóra og hlær. Eins ópraktískt nám og hugsast getur Landbúnaðarháskóli Ís-lands leiðir eitt þeirra verk- efna sem hlutu styrk úr Leon- ardo-starfsmenntaáætluninni fyrir árið 2005. Verkefnið nefnist Byggjum brú og hefur það að markmiði að hvetja, virkja og styrkja konur í land- búnaði með nýrri og öflugri aðferð. Samstarfsaðilar hér á landi eru félagið Lifandi land- búnaður og Bændasamtök Ís- lands. Auk Íslands taka Dan- mörk, Þýskaland, Slóvakía, Tékkland og Ítalía þátt í verk- efninu. Styrkurinn er um 25 milljónir króna. Nýr símenntunar- stjóri hjá Kennara- háskóla Íslands er Ás- dís Ólsen. Ásdís er kennari að mennt og með meistarapróf í upplýsingamiðlun og hefur undan- farin ár starfað sjálfstætt við dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp og að gerð fræðslu- og námsefnis. Við Verkmenntaskólann á Akureyri er nýr íþrótta- og úti- vistaráfangi í boði ef næg þátt- taka fæst. Hann nefnist Útivist 2 og er tilvalinn fyrir þá sem vilja meira krefjandi göngu- ferðir en boðið er upp á í Útivist 1 og meðal annars er gert ráð fyrir einni helgarferð þar sem gist verður í tjöld- um frá föstudegi til laugardags. nam@frettabladid.is Þóra hlakkar mikið til að byrja í skólanum. Hún hefur áður lokið námi í heimildarmyndagerð. LIGGUR Í LOFTINU í námi FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Hrotur eru svefn sem sleppur út, er það ekki? Heillandi sport í hömrum BLS. 4 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.