Fréttablaðið - 24.08.2005, Page 57
MIÐVIKUDAGUR 24. ágúst 2005 17
ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSON
olikr@frettabladid.is
FRÉTTASKÝRING
Gögn frá El Niño hjálpa afrískum bændum sem eru líklegir til að uppskera ríkulega fyrir vikið:
Nota ve›urspár og hámarka uppskeru
VÍSINDI Bændur í Afríku sem
nýta sér veðurspár byggðar á
gögnum sem safnað hefur verið
um veðurfyrirbrigðið El Niño
eru líklegir til þess að uppskera
ríkulega fyrir vikið. Fram á
þetta er sýnt í nýlegri rannsókn
sem greint er frá í bandaríska
vísindatímaritinu Proceedings
of the National Academy of
Sciences.
Vísindamenn kenndu bænd-
um í fjórum þorpum í Simbabve
að nýta sér veðurspárnar en í
þeim er sveiflna í úrkomu betur
gætt. Þeir sem síðan ákvörðuðu
út frá þeim hvenær best væri að
sá, og hverju, uppskáru umtals-
vert meira en í meðalári, sér-
staklega af tegundum á borð við
maís.
Í upphafi tilraunarinnar, í
september árið 2000, höfðu
bændurnir sem fengnir voru til
að taka þátt miklar efasemdir
um nytsemi veðurspánna. Þrem-
ur árum síðar viðurkenndi ríf-
lega helmingur þeirra að vel
mætti nýta veðurspárnar til að
ákveða tímasetningu sáningar
og afbrigði til að sá. Þegar vís-
indamennirnir skoðuðu svo
meðaltal uppskeru síðustu
tveggja áranna á undan kom í
ljós að þeir sem nýttu sér El
Niño-veðurspárnar uppskáru
nær tíu prósentum meira en
þeir sem litu á kennslu vísinda-
mannana sem hverja aðra bá-
bilju. Gera má ráð fyrir að sum-
ir bændanna hafi ákveðið að láta
þá á það reyna hvort vestrænu
vísindamennirnir væru kannski
að segja eitthvað af viti. - oá
langoftast er það nú svo að tekið
er mark á ábendingum hennar.“
GI Fyrsta verkefni Rannsóknarnefndar umferðar-
ð kanna allar aðstæður í alvarlegum árekstri
BÆNDUR Í AFRÍKU Nú berst þeim hjálp úr óvæntri átt.
M
YN
D
/G
ET
TY
I
M
AG
ES
NÝIR SÍMAR Starfsstúlka Samsung held-
ur á nýjustu þriðju kynslóðar farsímum
fyrirtækisins á tæknisýningu sem hófst í
Kuala Lumpur í Malasíu í gær.