Fréttablaðið - 24.08.2005, Side 64

Fréttablaðið - 24.08.2005, Side 64
24 24. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR Komin úr fríi. Fal- legar rúmar tvær vikur af letisleni og kúri horfnar á braut á leiftur- hraða. Flaug út til Lundúna til þess að spóka mig þar í fimm daga ásamt kærasta. Kveið örlítið fyrir vegna hryðjuverkahótana en kvíðinn hvarf um leið og ég steig fæti á breska grundu. Lundúnabúar létu eins og ekkert hefði í skorist og keyptu sér boli sem á stóð: „Still not afraid!“ eða „Londoners stick together“. En fallegt. Svo er sagt að Danir séu ligeglad. Borðuðum á nýjum veitingastað á hverju kvöldi. Marokkóskum, ítölskum, kínverskum, ekta amer- ískum með rokkabillítónlist, bleik- um mjólkurhristingum og glymskröttum og sushi-stað þar sem litlir réttir þutu framhjá okkur á færibandi og við þurftum að bregðast skjótt við til að grípa það sem hugurinn girndist. Eitthvað virtist ég ósjálfbjarga með minn mat því í tvígang á sitt- hvorum staðnum gengu þjónarnir að mér og annað hvort skáru mat- inn minn fyrir mig eða jusu sós- unni fyrir mig á diskinn. Fannst ég eflaust ekki fara rétt að matnum. Ég varð hugfangin og hugsaði til þess hversu teprulegir þjónarnir á Íslandi eru. Aldrei myndu þeir dirfast að snerta matinn manns. Augljóst að fólkinu var annt um að ég nyti matarins eins vel og hægt væri. Keyptum líka föt og ótal geisladiska í búðum svo stórum að mikil hætta er á að víðáttubrjálæði sæki að viðkvæmum sálum. Þó svo að Lundúnaferðin væri ein sú yndislegasta sem ég hef farið í, enda í góðum félagsskap, og mér hefði liðið vel í borginni þrátt fyrir undanfarnar hryðjuverkaárásir var ekki laust við að ég fyndi fyrir öryggistilfinningu þegar flugvélin lenti aftur á íslenskri grundu. Og þá er ég að tala um öryggistilfinningu sem ekkert dömubindi gæti nokkurn tíma veitt mér, eins og það er nú tönnlast á þessu orði í auglýs- ingunum. Ahhh....Ísland, veitir þér jafnvel meiri öryggistilfinningu en dömubindi. STUÐ MILLI STRÍÐA BORGHILDUR GUNNARSDÓTTIR FLAUG TIL LUNDÚNA Í FRÍINU SÍNU. Hin eina sanna öryggistilfinning M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli 2 6 7 5 4 9 8 2 5 1 6 9 3 8 6 2 5 4 3 9 1 8 9 7 2 4 3 9 9 7 1 8 6 1 2 3 ■ SUDOKU DAGSINS Fylltu út í reitina þannig að hver lína, hver dálkur og hver 3x3 kassi rúmi allar tölurnar á bilinu 1 til 9. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar sinnum í sömu línu, sama dálki eða sama 3x3 kassa. Engin stærðfræðikunnátta er nauðsynleg þó leikið sé með tölum. Þrautin er leyst með rökhugsun og útsjónarsemi. Lausnir, ráðleggingar og upplýsingar eru á www.sudoku.com. Lausn þrautarinnar birtist á sama stað í blað- inu á morgun. 2 8 6 5 1 4 9 3 7 7 5 3 6 9 8 2 1 4 1 4 9 3 2 7 8 5 6 9 2 4 8 6 3 1 7 5 8 6 7 9 5 1 4 2 3 3 1 5 4 7 2 6 8 9 6 7 1 2 3 9 5 4 8 5 3 8 1 4 6 7 9 2 4 9 2 7 8 5 3 6 1 Lausn á gátu gærdagsins Það er nú eitt þem þú verður að viðurþenna Lalli - ‘kettir eru þætari en hundar’. VIÐUR ÞENND U ÞAÐ! VIÐU RÞEN NDU ÞAÐ! ALDREI! Svo gerði ég bara í hvelli nokkra útreikn- inga í huganum, og... JÁ EINMITT! Gerðir ÞÚ útreikninga í huganum! Þessi var góður, pabbi! Ó – fyrirgefðu. Ég hélt að sagan væri búin. Við hefðum aldrei átt að skrá hann í framhaldsnám- skeið í stærð- fræði. Gleymdu þessu elskan (Fliss!) Ég er ennþá að hlusta. Á meðan, á gjörgæslu- deild... Já, fylgist með! ■ GELGJAN MAMMA! BÍDDU! STOPPAÐU! AAAHHH! Takk mamma! Bæ! Hlýtur að vera kominn tími til að raka á sér lappirnar. *klóriklór* *klóriklór* *klóriklóriklór* Píp píp Píp píp Hvar er ég... BÚMM! Píp píp

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.