Fréttablaðið - 24.08.2005, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 24.08.2005, Qupperneq 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Rútínan er best Jæja, loksins er sumarið á enda.Eða öllu heldur sumarfríið með öllu sínu umróti og skipulagsleysi og reddingum og börnum á vergangi. Hvernig í ósköpunum eiga venjuleg- ir foreldrar í venjulegri vinnu að gæta barna sinna þær tólf vikur sem skólarnir fara í sumarfrí? Ég vil taka það fram að ég lít alls ekki á skólana sem gæslustofnun, vanda- málið er einfaldlega það að þrátt fyrir lengingu skólaársins er það langt frá því að vera orðið í sam- ræmi við lifnaðarhætti nútímans. ÞETTA var ef til vill ekki eins mikið vandamál hér áður fyrr, þegar mín kynslóð var að alast upp. Ekki var óalgengt að mömmur væru heima- vinnandi og ef ekki var að minnsta kosti hægt að koma börnum í pössun hjá einhverjum öðrum mömmum sem voru heimavinnandi. En svona er þetta bara ekki lengur. Hver hefur hag af þessu langa sumarfríi? Ekki foreldrar. Ekki börnin. Ég efast jafn- vel um að kennarar myndu slá hend- inni á móti því að kennsludögum vetr- arins yrði fjölgað og laun þeirra hækkuð í samræmi við það. UPP á hvern stendur þetta þá? Ég veit ekki um marga foreldra sem ekki lenda í vandræðum með börnin sín yfir sumartímann, þá sérstaklega for- eldra yngri barna. Börn á aldrinum sex til tíu ára hvorki geta né vilja sjá um sig sjálf lungann úr sumrinu. Það er bara ekkert gott fyrir þau. Það er ekki lengur hlaupið í sumarstörf fyrir unglinga þótt flestum bjóðist mála- myndastarf hjá bæjarfélögunum. Er fyrirstaðan þá ef til vill hjá yfirvöld- um? Er vandamálið falið í því að þau vilja ekki lengja skólaárið því það kostar of mikið að greiða kennurum hærri laun? Eða heyrist einfaldlega ekki nógu hátt í foreldrum? EÐA er þetta bara ég? Ég verð að viðurkenna að mér finnst lífið best þegar það er í sem föstustum skorð- um. Rútína hversdagsins veitir mér öryggi og frið og auðveldar mér að takast á við vandamál dagsins. Því finnst mér svo erfitt þegar sumarfríið skellur á og rútínan riðlast. Þeysa þarf um bæinn með börn í pössun hingað og þangað, sækja og keyra á námskeið til að redda einni vikunni eða annarri, og börn og foreldrar eru örþreytt af álaginu. Nei, má ég heldur biðja um hversdaginn. SIGRÍÐAR DAGGAR AUÐUNSDÓTTUR BAKÞANKAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.