Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 42
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN18 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Johan Norberg vakti mikla athygli í Svíþjóð og reyndar á alþjóðavettvangi þegar hann gaf út bók sem hann nefndi: Til varnar heims- kapítalismanum.“ Hann hefur um nokkurt skeið helgað sig skrifum um alþjóðavæðing- una og er einn af höfundum Timbro sem er þankatankur um stefnu og umhverfi í efna- hagslífi. Sjálfur er hann menntaður í hug- myndasögu og segist hafa leiðst út í skrif um alþjóðavæðinguna. „Ég byrjaði reyndar að fjalla um sænska höfundinn William Mo- berg.“ Moberg þekkja margir af verkinu Vesturfararnir, en sjónvarpssería eftir sög- unni var sýnd hér á landi fyrir fleiri árum en maður vill viðurkenna. „Litið hafði verið á Moberg sem höfund sem hélt á lofti sjónar- miðum jafnaðarmanna og verkalýðshreyfing- ar á lofti. Ég dró fram sjónarmið hans sem voru andstæð jafnaðarmennskunni og sænska ríkinu.“ Síðan skrifaði Johan sögu frjálslyndra við- horfa í Svíþjóð. „Það leiddi svo til þess að ég fór að fjalla um alþjóðavæðinguna.“ Fátækt var mikil í Svíþjóð fyrir rúmum hundrað árum og á undraskömmum tíma á fyrri helmingi síðustu aldar tókst Svíum að byggja upp samfélag þar sem lífskjör urðu með þeim bestu í heimi. „Saga okkar er mjög spennandi. Hagvöxtur var með því mesta sem þekktist í heiminum frá 1870 til 1950. Við getum sótt margt til þess tíma. Í dag er hægt að setja spurningarmerki við hagvaxtarþró- unina. Sífellt stærri hluti þjóðarinnar stendur utan vinnumarkaðar. Um 20 prósent þeirra sem eru á vinnualdri eru atvinnulausir, á ör- orkubótum eða komnir snemma á eftirlaun. Hættan er sú að þetta hlutfall hækki enn meir. Ástæðan fyrir að okkur gengur ennþá vel er að við eigum sterk iðnfyrirtæki og útflutningsfyrirtæki sem halda uppi lífskjör- unum. Ef þau fara eða leggja upp laupana, þá eigum við ekki mikið eftir. Það er ekki góð tilhugsun að af stærstu og öflugustu fyrir- tækjum í Svíþjóð er ekkert sem stofnað er eftir 1970.“ Johan Norberg segir margar ástæður fyr- ir þessu. „Ein er umhverfi fyrirtækja al- mennt, annað að okkur hefur gengið erfiðlega að komast inn á nýja markaði með nýja hluti. Ericsson er gott dæmi um það þegar við af- námum regluverk í fjarskiptageiranum á undan öðrum þjóðum. Það leiddi til þess að við eignuðumst alþjóðlegt stórfyrirtæki á því sviði. Greinar á borð við heilbrigðisþjónustu og menntun eru hins vegar háðar miklu regluverki og beinlínis komið í veg fyrir það af núverandi ríkisstjórn að einkafyrirtæki hasli sér þar völl. Þetta eru greinar sem vitað er að eiga eftir að vaxa mikið.“ Johan segir að háir skattar geri það að verkum að Svíar eigi ekki mikið af auðmönn- um. „Þetta gerir það að verkum að fáir eru til- búnir að taka áhættu og fjárfesta í fyrir- tækjarekstri.“ Hann bendir á að ósveigjan- legur vinnumarkaður hindri líka nýsköpun í fyrirtækjum. „Réttindi starfsmanna eru sterk og það er dýrt að segja upp fólki. Það veldur því að menn þora ekki að ráða fólk. Til að nýir hlutir verði til þarf fólk að vera á hreyfingu. Svíar komust ekki áfram með því að halda fast í það gamla. Við náðum árangri á sínum tíma með því að finna nýja og spennandi hluti og sjá til þess að vegalengdin frá hugmynd til veruleika væri sem styst. Þetta er vandamál okkar í dag í hnotskurn. Við eigum fleiri einkaleyfi en nokkur önnur þjóð miðað við höfðatölu. Ef við horfum hins vegar á nýsköpun í fyrirtækjum þá fæðast færri ný fyrirtæki í Svíþjóð, en í flestum löndum sem við berum okk- ur saman við. Allir sem skapa eitthvað taka áhættu og því er þetta ástand mjög slæmt.“ Alþjóðavæðingin hefur verið mikið í umræðunni og oft heyrast raddir um að hún verði til þess að ríkar þjóðir verði ríkari á kostnað þróun- arríkja. „Þeir sem munu græða mest á alþjóðavæð- ingunni eru fátækari lönd. Það eru þau sem þurfa á fjárfestingu að halda og tækniþekkingu. Þau munu færast hraðar til aukinnar velmegunar en Vesturlönd hafa gert, þar sem þau geta nýtt sér það sem þegar er til á Vesturlöndum. Ríkari þjóð- ir munu verða ríkari en fá- tækari lönd munu einnig verða ríkari.“ Hann segir umræðuna fasta í því að ríkidæmi eins sé á kostnað annars sem sé hugsunarvilla. Gagnrýni á alþjóðavæðing- una sé mótsagnakennd. „Fólki undir fátækra- mörkum hefur fækkað um 400 milljónir á síð- ustu tíu árum. Þegar menn sjá þetta þá snúa menn gagnrýninni við og telja að Vesturlönd tapi á alþjóðavæðingunni og fólk missi vinnunna.“ Eitt af því sem mikið hefur verið í umræð- unni er „outsorching“ eða útflutningur starfa til landa þar sem laun eru lægri. Indverskir verk- og tölvufræðingar vinna mikið fyrir vestræn fyrirtæki. „Við þurfum á útflutningi vinnu og innflutningi vinnuafls að halda, því þjóðir Vestur-Evrópu verða sífellt eldri.“ Johan segir umræðuna um alþjóðavæð- inguna oft festast í fari. „Dæmi um þetta er banda- rísk heimildamynd sem fjallaði um iðnað í Kína. Þar var sýnt skýrt og með dramatískum hætti hvernig Kína getur framleitt allt sem krefst mannafla ódýrara en í Bandaríkjunum. Afleiðingin er að Bandaríkjamenn tapa störfum til Kína. Niðurstað- an var að hækka þyrfti tollamúrana. 1-0 fyrir and- stæðinga alþjóðavæðingar- innar. En hvað var það sem ekki var sýnt í myndinni? Í fyrsta lagi fær Kínverji vinnu. Hvað gera svo Kín- verjar þegar þeir fara að hafa tekjur? Þeir kaupa vöru og þjónustu. Framleiðsla er til fyrir neytend- ur og það þriðja sem gerist er að verð verður lægra. Það hefur svo þá þýðingu að við höfum efni á að kaupa nýja hluti eða þjónustu. Það skapar svo ný störf í þeim greinum heima fyrir. Staðan verður því 4-1 fyrir alþjóðavæð- ingunni. En það eina sem fólk sér ef það fest- ist í núinu er þessi eini sem missir vinnuna. Fólk á auðvelt með að skilja og samsama sig því og það gerir þessa umræðu erfiða.“ Hádegisverður fyrir tvo á Vox Hádegisverðarhlaðborð Drykkir Vatn Kaffi Alls 5.330 krónur ▲ H Á D E G I S V E R Ð U R I N N Með Johan Norberg ritstjóra frihandel.nu og höfundi hjá Timbro A U R A S Á L I N Johan Norberg Starf: Ritstjóri og höfundur Fæðingardagur 27. ágúst 1973 Maki: Sofia Nerbrand OHAN NORBERG „Svíar komust ekki áfram með því að halda fast í það gamla. Við náðum árangri á sínum tíma með því að finna nýja og spennandi hluti og sjá til þess að vegalengdin frá hugmynd til veruleika væri sem styst.“ Ástæðan fyrir að okkur gengur enn þá vel er að við eigum sterk iðn- fyrirtæki og útflutningsfyrirtæki sem halda uppi lífskjörunum. Ef þau fara eða leggja upp laupana, þá eigum við ekki mikið eftir. Það er ekki góð tilhugsun að af stærstu og öflugustu fyrirtækjum í Svíþjóð er ekkert sem stofnað er eftir 1970. Allir græða á alþjóðavæðingunni Johan Norberg vakti athygli fyrir bók til varnar heimskapítalismanum. Hann starfar hjá þankatankin- um Timbro í Stokkhólmi og var meðal fyrirlesara á fundi samtakanna Mont Pelerin hér á landi. Hafliði Helgason hitti Johan Norberg milli fyrirlestra á Hótel Nordica og ræddi við hann um frelsi og frumkvæði í viðskiptum. Hetjur ríða um héruð Við Íslendingar höfum búið við það um margra alda skeið að þurfa að leita aftur til fornaldar til þess að finna til stolts yfir uppruna okkar. Á síðustu öldum hafa Íslendingar þurft að gera sér að góðu að hafa til fyrirmyndar í lífinu drykkfellda sveitapresta, ofstopafulla sýslu- menn og útlenskt kóngafólk. Þá riðu hetjur um héruð, og skrautbúin skip fyrir landi flutu með fríðasta lið, færandi varninginn heim. Svona orti Jónas Hallgrímsson um sína kynslóð sem ól fátt annað en ónytjunga, ljóðskáld og pólitíkusa. Hann hafði ástæðu til svartsýni – en sem betur fer hefur enginn lengur tíma til að lesa ljóð – og hvað þá að skrifa þau – hér á landi eru skrifaðar bankabækur en ekki ljóðabækur. Á síðustu árum hefur Ísland hætt að standa í stað og munar þess í stað nokkuð á leið til nýrrar sjálfs- virðingar. Frelsið, manndáðin og fornaldarfrægðin eru fundin á ný og nýjar frjálsræðishetjur sigla nú á ný austur og vestur um hyldýpis- haf, reisa sér byggðir og kaupa sér búðir, aukast af íþrótt og frægð og una langt í frá glaðar við sitt. Sá er nefnilega munurinn á íslenskum hetjum dagsins í dag og hetjum þjóðveldisaldar að nú vita menn að það að hika er sama og deyja og að lykillinn að lífshamingjunni er vöxtur og lykillinn að vexti er ytri vöxtur. Það kemur Aurasálinni ekki á óvart að íslensku hetjurnar fái tugi milljóna í laun á mánuði fyrir að láta fyrirtæki sín vaxa. Það sem skilur að þessa menn og okkur hin er himinn og haf – helst skyldi maður halda að þeir væru af ein- hverri annarri og æðri dýrategund – hugsanlega eru þetta geimverur, eða úr annarri vídd, til dæmis neðri fjórðu víddinni. Aurasálin var til dæmis á balli um helgina og fékk þar enn eina sönn- unina fyrir því að bankastjórar á Íslandi eru meiri ofurmenni en flesta grunar. Ekki er nóg með að þessir menn séu óaðfinnanlegir í klæðaburði og talnaglöggir með eindæmum, flugmælskir og fjall- myndarlegir, heldur syngja þeir eins og englar ef eftir því er leitað. Á ballinu um helgina tók einn frægasti bankastjóri landsins nokk- ur lög með hljómsveitinni og sló rækilega í gegn. Aurasálin er sjálf svo laglaus að hún mun ekki geta sungið sitt síðasta án þess að skammast sín. En Aurasálin öfund- ar ekki. Menn á Íslandi hljóta að spyrja sig hvað þeir hafi til þess unnið á æðri stöðum að fá að vera samtíða slík- um stórmennum sem allt geta og allt kunna, mönnum sem aldrei fell- ur verk úr hendi og aldrei aur úr buddu; menn sem græða á tá og fingri og lýsa upp samfélag sitt með slíkri dýrðarbirtu – og stíga svo á stokk og sjá okkur fyrir and- legri næringu. Hér ríða hetjur um héruð og skrautbúin skip og flug- vélar fljúga og fljóta með hið fríð- asta og fræknasta lið, færandi stór- gróðann heim – og til Kýpur og Lúxemborgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.