Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 18
Tungumál Á bókasöfnum er oft hægt að leigja kvikmyndir á erlendri tungu sem ekki eru textaðar. Það er góð viðbót við tungumálanámið að horfa á nokkrar kvikmyndir og leggja sig fram við að skilja án þess að lesa texta.[ „Ég hafði farið á svona námskeið í skólanum og fannst það leiðinlegt og nennti varla að fara hingað en síðan var þetta bara gaman. Hlakkaði til að fara í tímana. Kennarinn stóð sig mjög vel og var skemmtilegur og náði vel til nemenda.“ Jóhann R.G., 16 ára nemi. ...næsta námskeið hefst 7. september (nokkur sæti laus) Skráning er hafin á www.h.is og í síma 586-9400 Næsta námskeið er sett 26. september. BEST GEYMDA LEYNDARMÁL SÍBERÍU LOKS FÁANLEGT Á ÍSLANDI RHODIOLA ROSEA Rannsóknir hafa sýnt að Rhodiola hjálpar líkamanum að “aðlagast” í tilsvörun við hvers konar álagi, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt. • Náttúrulegur orkugjafi og afstressari • Léttir þunglyndi • Bætir kynorkuna • Bætir svefnmynstrið • Dregur úr mígreniseinkennum • Bætir andlega árvekni,einbeitningu og minni -Solgar fer sigurför um líkamann- HEILSUBÚÐIN REYKJAVÍKURVEGI 62 220 HAFNARFJÖRÐUR S: 565-2233 I Næsta kynsló› hjá Dale Carnegie Anna Steinsen leggur áherslu á að þjálfa unglinga í samskiptum en ekki bara halda fyrirlestra yfir þeim. Námskeið fyrir unglinga í samskiptum og sjálfstrausts- uppbyggingu. Það getur verið erfitt að vera unglingur. Sjálfstraustið er oft í ólagi, maður getur ekki talað við fólk og finnst maður vera útund- an og öðruvísi. Dale Carnegie á Íslandi býður unglingum upp á námskeið í gömlu góðu Dale Carnegie-tækninni sem hefur verið í stöðugri þróun í níutíu ár. „Við héldum námskeið fyrir ung- linga í mars í fyrra og vissum ekkert hver viðbrögðin yrðu í þjóðfélaginu. En það kom í ljós að þörfin er virkilega til staðar og nú höfum við útskrifað tvöhundr- uð þátttakendur,“ segir Anna Steinsen, þjálfari hjá Dale Carnegie. Námskeiðin eru annars vegar fyrir 14-17 ára og hins veg- ar 18-22 ára. „Krakkarnir koma á mismunandi forsendum og eru mjög ólíkir, sem er gott því þeir læra mikið hver af öðrum.“ Nám- skeiðið stendur í tíu vikur og er kennt einu sinni í viku. „Markmið námskeiðsins eru að efla sjálfs- traust og hæfni í mannlegum samskiptum og bæta lífsviðhorf, svo fátt eitt sé nefnt. Við leggjum gríðarlega áherslu á þjálfun enda er ekki hægt að ná árangri án þjálfunar og samskipti og sjálfs- traust þarf líka að þjálfa,“ segir Anna. Kynningarfundur um nám- skeiðin verður haldinn á fimmtu- daginn, 1. september, í Þróttara- salnum í Laugardalnum. Nánari upplýsingar má finna á www.na- estakynslod.is. „Við leggjum áherslu á að virkja þátttakendur á námskeiðum hjá okkur og förum í hlutverkaleiki, hópverkefni og ýmsar æfingar,“ segir Ingrid Kuhlman hjá Þekk- ingarmiðlun. Þar er áherslan lögð á námskeið og fyrirlestra á sviði persónulegs árangurs, stjórnunar og starfsmannamála, þjónustu og markaðsmála. Sem dæmi um heiti námskeiða og fyrirlestra þar má nefna Að takast á við erfiða ein- staklinga, Aðferð til að ná árangri í stjórnun og Að koma fram af ör- yggi. Um fjórtán þúsund manns sóttu námskeið og fyrirlestra í fyrra enda eru þjóðþekktar per- sónur meðal fyrirlesara, svo sem Edda Björgvins, Ingveldur Ýr, Jón Gnarr og Hlín Agnarsdóttir. Leikkonan Edda Björgvins er meðal þeirra fyrirlesara sem Þekkingarmiðlun hefur á sínum snærum. Virkja flátttakendur Fjórtán þúsund manns sóttu námskeið og fyrirlestra hjá Þekk- ingarmiðlun í fyrra. Munar allt að 80% MIKILL MUNUR ER Á VERÐI NÝRRA OG NOTAÐRA NÁMS- BÓKA. Öflugur skiptimarkaður er til fyrir námsbækur framhaldsskólanema og getur munur á bók þar og í bókabúðum verið um og yfir átta- tíu prósent, þrátt fyrir að miðað sé við lægsta búðarverð sam- kvæmt könnun ASÍ. Nokkrir aðilar reka slíka skiptimarkaði og verð er að sjálfsögðu misjafnt milli staða. Einfalt er fyrir nemendur er að fara inn á www.skiptibok.is og sjá strax hvað notuð bók sem þarf að kaupa kostar þar. Eins er þar hægt að athuga hvort tekið er við þeim bókum sem búið er að nota og hvað fæst fyrir þær. ] Enskuskóli Erlu Ara auglýsir enskunám í Hafnarfirði • Tíu getustig með áherslu á tal • Enska á framhaldsskólastigi • Enskunám í Englandi fyrir hópa og einstaklinga Láttu drauminn rætast og skelltu þér í enskunám Skráning í síma 891 7576 og erlaara@simnet.is Sjá nánar á www.enskafyriralla.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.