Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 58
Menn hafa lengi spáð vel fyrir Burma sem nú er nefnt Mjan- mar. Fyrir rúmum fjörutíu árum sögðu bandarískir sér- fræðingar að landið væri eitt þriggja landa í Asíu sem fljót- lega myndu blanda sér í hóp vel stæðra iðnríkja. Hin voru Íran og Filippseyjar. Svo vill til að þetta eru einmitt þau þrjú ríki Asíu sem á síðustu áratugum hafa dregist aftur úr öðrum ríkjum álfunnar. Burma er nú eitt fátækasta ríki heims. Eftir að ljóst var að Burma væri ekki á leiðinni til iðnvæðingar heyrði ég hollenskan félagsvísinda- mann lýsa því hvernig landið væri eitt fárra ríkja í heiminum sem virtist hafa afl og getu til þess að marka sér stefnu í sam- ræmi við sína gömlu og þróuðu menningu. Hann sagði að stefna stjórnvalda tæki mið af heima- tilbúnum sósíalisma og af dýpri visku úr búddisma. Þetta hljóm- aði mjög rómantískt í notalegum fyrirlestrasal í ríkri borg. Nú er hins vegar svo komið að Burma er líklega eina landið í heiminum þar sem almennur áhugi virðist ríkja á því að eitt- hvert útlent ríki taki sig til og ráðist inn í landið. Þetta var sú tilfinning sem ég fékk af sam- ræðum við menn í Yangoon, höf- uðborg Burma. Þar ríkir hrein ógnarstjórn og samtöl um póli- tík því ekki beinlínis auðveld. Úrtakið sem ég hafði var því víst öllu minna en Gallup tæki mark á. Nú sé ég hins vegar að blaðamaður frá Economist, sem væntanlega talaði við fleira fólk en ég, komst að þessari sömu niðurstöðu. Sem segir ekki litla sögu í ljósi þess að stoltara fólk finnur maður óvíða á jörðinni. Nóg er auðvitað til af dæm- um úr samtímanum um hvernig vond pólitík stórlega skaðar líf heilla þjóða. Það er hins vegar óvíða eins erfitt að finna skilj- anlegar ástæður fyrir jafn stór- kostlega vondum stjórnarhátt- um og þeim sem tíðkaðir eru í Burma. Ástæðurnar fyrir póli- tískum skelfingum í Mið-Aust- urlöndum eru til dæmis yfirleitt sæmilega skiljanlegar og það sama má segja með almennum hætti um ríki Afríku. Svo dæmi sé tekið þá eru ræturnar að óöldinni í Írak svo augljósar að flest sem hefur gerst í landinu síðustu misseri hefur verið í fullu samræmi við spár manna um hvað innrás í landið myndi hafa för með sér. Ég sat einmitt við símann í Yangoon í Burma viku fyrir innrásina í Írak og ræddi um klofningslínur á milli ólíkra samfélaga í Írak og þá hættu sem væri á óöld og upp- lausn í landinu í kjölfar innrásar Bandaríkjamanna. Ég fékk hins vegar ekki botn í það hvers vegna þetta góða fólk í Yangoon lenti undir svo vondri stjórn. Það er svo sem auðvelt að sjá af hverju Burma hefur orðið fá- tækara með hverju árinu. Efna- hagsstefna landsins er ein sú vitlausasta í heimi. Hagkerfinu er handstýrt af illa menntuðum herforingjum sem hagnast sjálf- ir á alls kyns einokunarkerfum og leyfisveitingum. Kerfin eru auðvitað sniðin að pólitískum og prívat hagsmunum ráðamanna en sjálfir segjast þeir vera að verja sjálfstæði landins og menningu. Embættismaður stjórnarinnar útskýrði til að mynda fyrir mér að internetið hentaði ekki menningu heima- manna og því væri það lokað al- menningi. Hann bauðst til þess að útvega mér heimild til að senda tölvupóst í gegnum tölvu hjá ríkinu en það tæki þrjá daga. Annað var með sama hætti í borginni. Sumt virtist undarleg sérviska, annað hrein grimmd og alls staðar var spilling. Fólk er farið að svelta þarna í einu frjósamasta landi veraldar. Andstæðingar stjórnarinnar eru hnepptir í þrælahald. Herinn hefur drepið þúsundir manna með þrældómi, morðum og af- tökum. Sagt er að hann byggi hótel fyrir ferðamenn og vegi að þeim með skipulagðri nauðung- arvinnu. Stjórnarandstaðan hvetur líka ferðamenn til þess að sniðganga landið. Til lengri tíma er ástæða til bjartsýni. Fólkið heldur blíð- legri virðingu sinni og reisn hvað sem á dynur. Þótt mennta- kerfið hafi verið skemmt og landið einangrað leitar fólk enn leiða til þess að læra tungumál og aðra þarfa hluti. Burma er klassískt dæmi um hvernig lok- un frá umheiminum skekkir og afskræmir efnahagslíf, pólitík, þjóðlíf og menningu. Sagt er að maðurinn geti lagað sig að öllu nema því einu að vera einn. Það sama má segja um þjóðir. ■ Framsóknarflokki og Vinstri grænum þótti Samfylkinghelst til frek þegar hún vildi ekki að efstu sæti hugsan-legs framboðslista flokkanna þriggja skiptust jafnt á milli flokkanna. Nú hefur verið gerð mæling á stöðu flokk- anna og ljóst er að mikill munur er á fylgi þeirra, svo mikill að himinn og haf er á milli. Sama mæling segir að Sjálfstæð- isflokkur fengi fínan meirihluta í borgarstjórn. Enn sýnir sama könnun að ef Framsókn og Vinstri grænir hefðu kyngt þeirri staðreynd að Samfylkingin er langtum stærri en hinir flokkarnir tveir og gengið til samstarfs með það hugfast væri alls ekki útilokað að flokkarnir þrír héldu meirihluta í borginni, Vinstri grænir hefðu borgarfulltrúa og völd um- fram fylgi og Framsókn langt umfram fylgi. Svo er allt annað mál hvort ekki sé farsælast fyrir flokk- ana þrjá og Reykvíkinga að upp úr slitnaði. Sennilega er R- listinn kominn að endamörkum og hann best geymdur í minningunni. Hafin er hörð barátta innan flokka um leiðtoga- sætin, það er innan Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Hjá hinum flokkunum er ekki um nein leiðtogasæti að ræða, þar verður kannski keppst um efstu sætin, en þeir sem þau skipa verða aldrei leiðtogar eins né neins, svo veik er staða flokk- anna sé miðað við skoðanakönnun Fréttablaðsins. Svo er fyrir komið að Árni Þór Sigurðsson hefur ákveðið að sækjast eftir baráttusæti Vinstri grænna, það er að skipa annað sæti listans. Framsókn og Vinstri grænir geta samkvæmt því sem nú liggur fyrir vænst þess helst að komast í meirihluta með færri borgarfulltrúa og veikari stöðu en þeir hefðu haft með R-listanum. Eina spennan hjá minni flokkunum er barátta Alfreðs Þorsteinssonar við að halda fyrsta sæti síns flokks. Annað er ekki spennandi. Átök eru hafin innan stóru flokkanna. Á yfirborðinu segj- ast allir vera vinir. En um leið og skyggnst er undir það sést allt önnur hlið og harðari. Innan skamms tíma munu stíflurn- ar bresta og stóryrði og fullyrðingar flæða út. Það er mikið undir í baráttu Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur og Stefáns Jóns Hafstein og í baráttu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Gísla Marteins Baldurssonar. Allt þetta fólk hefur sett mark- ið á eitt mesta og besta pólitíska starf á Íslandi, allt vill það verða borgarstjóri í Reykjavík. Til þess að svo stór draumur rætist og verði að veruleika þarf að kosta miklu til, ekki bara peningum heldur ekki síður beita öðrum meðulum, sem munu verða gruggugri eftir því sem nær dregur. Svo mikið er undir. Sennilegast er best að flokkarnir bjóði allir fram hver í sínu nafni. Það þarf að stokka spilin og kjósendur eru best til þess fallnir. ■ 31. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ SIGURJÓN M. EGILSSON Skoðanakannanir sýna sterka stöðu Sjálfstæðisflokks- ins og veika stöðu Framsóknar og Vinstri grænna. Jafnræ›isflokkarnir FRÁ DEGI TIL DAGS Ímynd, stíll, áferð og áherslur Furðulegt hve fáir sáu eftir R-lista sam- starfinu. Rétt eins og ríkt hefði þegj- andi samkomulag um langt skeið með- al kjósenda og jafnvel leikenda á póli- tíska sviðinu í Ráðhúsi Reykjavíkur um að nú væri nóg komið. Flokkarnir sem standa að R-listanum eru nú í þeirri undarlegu stöðu að þurfa að starfa saman út kjörtímabilið en hefja um leið kosningabaráttu hver með sínu móti og sínum mannskap. Flokkarnir eru vart farnir að taka sér stöðu í Reykjavík þegar fylgiskönnun Fréttablaðsins sýnir hátt í 54 prósenta fylgi Sjálfstæðisflokksins meðal þeirra sem afstöðu tóku. Þjark um skiptingu efstu sæta á R-lista hefur nú breyst í slag keppinauta um efstu sætin innan hvers flokks. Og með sigurvegurunum í prófkjörum næstu vikna og mánaða ræðst ímynd, áferð, stíll og áherslur hvers framboðslista um sig. Er ekki allt önnur ímynd sem fylgir Gísla Marteini en Vilhjálmi Þ.? Stefáni Jóni eða Steinunni Valdísi? Hvað ætli sé vænlegast fyrir Framsóknarflokkinn: Alfreð, Björn Ingi eða Jónína? Og svo framvegis. Er þessi samanburður í lagi? Áherslan á ímyndina og stílinn frekar en málefnin, silfurpappírinn og slauf- urnar frekar en innihaldið, er áleitin. Voru helstu gagnrýnendur R-listans orðnir þreyttir á umbúðunum? Eða fannst þeim innihaldið orðið ókræsi- legt? Hér er spurt vegna þess að sláandi samlíkingu er nú að finna í kosninga- baráttunni í Noregi tólf dögum fyrir þingkosningarnar þar. Verkamannaflokkurinn, Sósíalíski vinstriflokkurinn og Miðflokkurinn hafa myndað þar eins konar „R-lista“ fyrir kosningar og segja kjósendum blákalt að þeir ætli að mynda saman ríkis- stjórn fái þeir til þess styrk frá kjósend- um. Gróflega má segja að þessir norsku flokkar eigi sér samsvörun í Samfylkingunni, Vinstri grænum og Framsóknarflokknum. Þarna er hugað vel að stíl og áferð. Foringjarnir deila ekki innbyrðis í fjöl- miðlum, hafa komið sér saman um forsætisráðherraefni, sem er Jens Stol- tenberg, og mælast með um 54 pró- senta fylgi saman- lagt, líkt og Sjálf- stæðisflokkurinn hefur nú í Reykja- víkurborg. johannh@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprent- smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Sennilegast er best a› flokkarnir bjó›i allir fram hver í sínu nafni. fia› flarf a› stokka spilin og kjósendur eru best til fless fallnir. Í DAG BURMA JÓN ORMUR HALLDÓRSSON Hagkerfinu er handst‡rt af illa menntu›um herforingjum sem hagnast sjálfir á alls kyns ein- okunarkerfum og leyfisveiting- um. Kerfin eru au›vita› sni›in a› pólitískum og prívat hags- munum rá›amanna en sjálfir segjast fleir vera a› verja sjálf- stæ›i landsins og menningu. Afskræming lokunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.