Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 4
„Með ólíkindum er að ákært hafi verið á grundvelli þessara gagna,“ sagði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Litháa sem ákærður er fyrir að smygla hing- að brennisteinssýru í tveimur áfengisflöskum, alls 1,7 lítrum. Hún sagði í lokaávarpi sínu í Hér- aðsdómi Reykjaness í gær að ekki hefðu verið færðar fullar sönnur á því að í flöskunum hafi í raun verið brennisteinssýra og að brotalöm í rannsókn kallaði sjálf- krafa á sýknudóm. Jakob Kristinsson, dósent í eit- urefnafræði við Háskóla Ís- lands, sagði fyrir dómi að ein- ungis hefði verið beðið um efna- greiningu með tilliti til fíkniefna, en engin slík hefðu fundist í vökvanum. Hann sagði sterkar líkur til að efnið væri brenni- steinssýra, en einungis voru framkvæmd tvö af fjórum próf- um sem skorið hefðu úr um það með vissu. Fram kom að efnið væri nauðsynlegt við gerð am- fetamínsúlfats, en væri einnig notað við framleiðslu fleiri fíkni- efna. Þá kom fram að efnið er not- að í margs konar iðn- aði, við kennslu og á raf- geymum bíla. L i t h á i n n neitar sök og kveðst hafa ætlað að hitta hér viðhald sitt. Hann seg- ist hafa talið að áfengi væri í flöskunum, en þær hafi hann keypt á útimarkaði í Póllandi, í einu af fjölmörgum stoppum á 800 kílómetra ferðalagi með rútu frá Litháen til Þýska- lands. Hingað flaug hann frá Frankfurt mánudaginn 22. ágúst. Maðurinn var að koma í sína fjórðu ferð til landsins, en í hin skiptin segist hann bara hafa ver- ið hér sem ferðamaður. Hann er 37 ára gamall og kvaðst eiga eig- inkonu og tólf ára dóttur í Litháen. Hann segir viðhaldið einnig vera frá Litháen, en hún mun vera gift öðrum, búsett í Lundúnum. Sævar Lýðsson, fulltrúi sýslu- manns sem sækir málið, kvað ólíkindabrag á frásögn Litháans, óþarft væri að burðast hingað með áfengi um langan veg og ótrúlegt að landið yrði fyrir val- inu fyrir ástarfund af þessu tagi. Svo væri sýran svo miklu þyngri en áfengið að maðurinn hefði tek- ið eftir því. „Þegar fólk er í fram- hjáhaldi er ekkert ótrúverðugt við að það hittist í þriðja landi,“ sagði hins vegar Guðrún Sesselja . Dómur verður kveðinn upp í dag. olikr@frettabladid.is KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,31 63,61 113,01 113,55 77,13 77,57 10,34 10,4 9,731 9,789 8,262 8,31 0,568 0,5714 92,4 92,96 GENGI GJALDMIÐLA 30.08.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 108,05 -0,15% 4 31. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR Enn einn bruninn í híbýlum Afríkubúa í París: Henti syninum út til a› for›ast eldinn PARÍS, AP Sjö innflytjendur frá Fílabeinsströndinni létust þegar niðurnítt íbúðarhús í úthverfi Par- ísar brann til grunna í fyrrinótt, þar af fjögur börn. Þetta er annar mannskæði bruninn í borginni í vikunni og sá þriðji síðan í apríl. Eftir þessa þrjá bruna þar sem samtals 48 hafa látist hefur kastljósinu verið beint að hrikalegum aðbúnaði sem fjöldi innflytjenda í París býr við. Í brunanum í fyrrinótt var eitt fórnarlambanna sex ára gamall drengur sem lést þegar móðir hans fleygði honum út um glugga á fimmtu hæð til þess að reyna að bjarga honum frá eldsvoðanum. Lík móðurinnar, sem var þunguð, og þriggja ára gamallar systur drengsins fundust í rústunum þegar tekist hafði að slökkva eld- inn. Á sömu hæð fundu slökkviliðs- menn aðra fjölskyldu sem lést í brunanum, konu sem ólétt var af tvíburum, eiginmann hennar og tvö börn þeirra barnung. Tveir karlmenn slösuðust mjög alvarlega við að stökkva út um glugga til þess að reyna að flýja eldinn. Ellefu þar til viðbótar, þar á meðal fimm slökkviliðsmenn, hlutu alvarlega áverka. - oá Vill s‡knu vegna klú›urs í rannsókn Verjandi 37 ára Litháa sem ákær›ur er fyrir a› smygla brennisteinss‡ru til fíkniefnaframlei›slu segir brotalöm í rannsókn sjálfkrafa kalla á s‡knudóm. Ma›urinn neitar sök og segist hafa ætla› a› eiga hér ástarfund. Østerport-stöðin: Loka› vegna sprengjuótta DANMÖRK Østerport-lestarstöðinni í Kaupmannahöfn var lokað í tvo tíma í gær vegna sprengjuótta. Síðdegis í gærdag fannst taska á stöðinni sem virtist hafa verið skil- in þar eftir. Lögregla vildi ekki taka neina áhættu og ákvað hún að loka stöðinni á meðan rannsókn færi fram á innihaldi töskunnar. Hún innihélt þó ekkert skaðlegra en föt og því var stöðin opnuð á ný eftir tveggja tíma lokun. Ótti við hryðjuverk hefur vaxið mjög í Danmörku að undanförnu enda hafa erlend hryðjuverkasam- tök haft í hótunum við landsmenn vegna þátttöku Danmerkur í Íraks- stríðinu. ■ Fjórir handteknir: Gruna›ir um mor› á Hariri BEIRÚT, AP Fjórir menn hafa verið hnepptir í varðhald vegna morðs- ins á Rafik Hariri, fyrrverandi forsæt- isráðherra Lí- banons, 14. febrúar síðastliðinn. R a n n s ó k n a r - nefnd Sameinuðu þjóðanna rannsakar nú sprengjutilræðið sem kostaði Hariri og tuttugu aðra lífið og í gær var ákveð- ið að handtaka fjóra menn vegna málsins. Þeir koma allir úr for- setalífverðinum og eru sagðir mjög hliðhollir sýrlenskum stjórnvöldum. Hariri barðist ákaft gegn af- skiptum Sýrlendinga af líbönsk- um innanríkismálum. Morðið á Hariri hratt af stað mikilli mót- mælaöldu sem á endanum leiddi til þess að Sýrlandsher varð að hafa sig á brott. ■ VEÐRIÐ Ekki fullgilt iðnnám: Vara› vi› skóla MENNTUN Samtök iðnaðarins vara námsmenn við snyrtifræði- og hárgreiðslunámi Didrix spa-skóla. Skólinn sé ekki viðurkenndur af menntamálaráðuneytinu og starf- semi hans brjóti jafnvel í bága við lög. Segja forsvarsmenn samtak- anna dæmi þess að nemendur hafi greitt yfir hálfa milljón króna fyr- ir fram til skólans í þeirri trú að um iðnnám sé að ræða, en námið veitir engin starfsréttindi. Lögfræðingur skólans vísar þessu á bug og segir samtökin ekki hafa kannað hvaða nám um- bjóðandi sinn hafi boðið upp á. Sömu aðilar ráku áður Snyrti- skóla Íslands sem var innsiglaður af tollstjóra í lok janúar 2003. - grs AF VETTVANGI BRUNANS Tvær fjölskyldur létust í brunanum, tvær ófrískar konur og fjögur börn. M YN D /A P SLÖKKVILIÐSMENN AÐ STÖRFUM Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Eldur í Reykjanesbæ: Kvikna›i út frá brennsluofni ELDUR Nokkrar skemmdir urðu á brennsluofni Kaffitárs í Njarðvík þegar eldur kviknaði út frá ofnin- um á níunda tímanum í gærmorg- un. Slökkvilið var þegar kallað á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn sem borist hafði í loftstokk. Að sögn Ástu Gunnarsdóttur, fjármálastjóra Kaffitárs, var framleiðslan komin í fullan gang síðar um daginn og ekki urðu neinar skemmdir á afurðum. - oá M YN D /V F/ H B B Kosningar í Egyptalandi: Óttast ofbeldi EGYPTALAND, AP Forsætisráðherra Egyptalands, Ahmed Nazif, segir væntanlegar for- s e t a k o s n i n g a r mikilvægt skref í átt að lýðræði í landinu. Engu að síður hafa verið háværar gagnrýn- israddir sem segja kosningarnar eins og hverja aðra leiksýningu og nær öruggt að Hosni Mubarak verji sæti sitt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Kosið verður 7. september og verður það í fyrsta skipti sem Eg- yptar kjósa sér forseta á lýðræð- islegan hátt. Óttast er að kosning- arnar geti orðið nokkuð ofbeldis- fullar og verður öryggisgæsla í hámarki. ■ ALI HAJJ Grun- aður um aðild að morðinu á Rafik Hariri. AHMED NAZIF Segir væntanlegar forsetakosningar mikilvægt skref í átt að lýðræði. JÓHANN BENEDIKTSSON SÝSLUMAÐUR Á KEFLA- VÍKURFLUGVELLI Guðrún Sesselja Arnadóttir, verjandi Lítháans, finnur að meðferð málsins. Hún bendir á að þótt lögregla hafi heyrt sögusagnir um smygl á hálf- unnu amfetamíni frá Póllandi, sem síðan væri fullunnið með brennisteinssýru sem smyglað væri eftir á, þá sé ekkert í þeim efnum sem hönd á festir. SMYGLVARNINGUR Vökvinn var í tveimur áfengis- flöskum, 710 ml Ballantines viskíflösku og 990 ml flösku af Mart- ini Extra Dry.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.