Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 46
Í mati greiningardeildar Lands- bankans á kaupum Bakkavarar á Geest hækkar virði Bakkavarar um hátt í ellefu milljarða vegna samlegðaráhrifa. Heildarvirði sameinaðs félags var metið á 66 milljarða króna og nema því sam- legðaráhrifin sautján prósent af verðmætinu. Kaup Bakkavarar á Geest var einn af stærstu samrunum tengd- um íslensku viðskiptalífi. Því stærri sem fyrirtækin verða því hærri geta samlegðaráhrifin ver- ið. Í verðmatinu segir að gera megi ráð fyrir því að samlegðar- áhrif Bakkavarar og Geest geti verið töluverð enda séu félögin í mjög líkum rekstri. Í tilfelli Bakkavarar og Geest næst meðal annars fram samlegð í innkaup- um, betri nýtingu framleiðslulína og hagræðingu í vinnuafli. Í verðmatinu er gert ráð fyrir að samlegðaráhrifin á Bakkavarar- hlutanum séu einu prósenti hærri rekstrarhagnaðarframlegð en ella hefði orðið. Í Geest-hlut- anum er gert ráð fyrir 0,5 pró- senta hærra rekstrarhagnaðar- hlutfalli. Hækka þessi samlegð- aráhrif verðmat sameinaðs fé- lags um ellefu milljarða króna. MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN22 F Y R S T O G S Í Ð A S T Mikið hefur verið um að fyrirtæki hafi sameinast undanfarið og í tengslum við sameiningar ber orðið samlegðaráhrif oft á góma. Samlegðaráhrif er sparn- aðurinn sem sameining tveggja fyrirtækja getur leitt til. En hvernig er hægt að leggja saman tvo og tvo og fá út þrjá í kostnaði og fimm í tekjum? Að minnsta kosti eru samlegðaráhrif einn af meginþáttunum þegar kemur að því að meta virði sameininga. Með samlegðaráhrifum er átt við það þegar einn þáttur í tiltekinni starfsemi styður annan. Sem dæmi má nefna þegar tvö fyrirtæki sem starfa á hvort á sínu sviðinu sameinast og við það annaðhvort lækkar heildarkostnaður eða heildartekjur aukast. Það góða við samlegðaráhrif er að þau eru í raun viðvarandi því að þegar rekstrarkostnaður lækkar vegna sameiningar, til að mynda tveggja fjármála- deilda, verður sá kostnaður ávallt lægri en rekstrar- kostnaður tveggja deilda. Því aukast í raun samlegðaráhrifin hægt og hægt með hverju ári og er hægt að reikna þau til framtíðar. Það er samt gert með þeim fyrirvara að allt annað verði óbreytt sem er óraunhæft. MCDONALDS Gott dæmi um samlegðaráhrif er McDonalds sem getur bæði framleitt hamborgara og franskar kart- öflur með lægri meðalkostnaði en það myndi kosta tvö mismunandi fyrirtæki að framleiða sömu vörur. Ástæðan felst í því að hamborgararnir og frönsku kartöflurnar er hægt að geyma á sama stað, flytja á sama tíma og steikja samhliða afgreiðslu. Einnig eru McDonalds-staðir gæddir þeim kostum að mjög ein- falt og ódýrt er fyrir þá að breikka vöruúrval sitt því brauð, sósur og grænmeti er hægt að nýta á ham- borgara, fiskborgara sem og kjúklingaborgara. Á MÖRGUM SVIÐUM Samlegðaráhrif geta birst á ýmsum stöðum innan veggja fyrirtækja og utan. Innan fyrirtækjanna er hægt að sameina ýmsar deildir rekstrarins sem ekki eru beint í framleiðslunni. Sölu- og markaðsdeildir er hægt að sameina, sem og fjármáladeild og tölvu- deild. Utan fyrirtækisins birtast samlegðaráhrifin í inn- kaupum, flutningum og verður hver eining ódýrari fyrir vikið. Þarna er einnig um svonefnda stærðar- hagkvæmni að ræða. Sameining fyrirtækja í svipuðum rekstri getur skapað mikil samlegðaráhrif en fyrirtæki í ólíkum rekstri hafa oft minni samlegðaráhrif. Stoðdeildir á borð við fjármáladeild og upplýsingatæknideild er þó hægt að samnýta í flestum rekstri. AUKAST MEÐ TÍMANUM Hvatinn að baki samruna eða yfirtöku til skamms tíma er sá að stjórnendur sjá fram á talsverða hag- ræðingu í rekstri og umtalsverðan sparnað til að auka arðsemi hins sameinaða félags. Hvatinn til lengri tíma er hins vegar að langmestu leyti fólginn í sameinaðri þekkingu, færni, vörum og mörkuðum sem leggur grunninn að frekari vexti fyrirtækisins til að auka verðmæti þess. Margir velta því fyrir sér hvort hægt sé að auka hagnað fyrirtækja endalaust með sameiningum. Sífellt er verið að leitast við að ná fram meiri samlegðaráhrifum í rekstri fyrirtækja, sérstaklega í ljósi þess hversu hratt mörg fyrirtæki hafa vaxið. Visst ofmat á sér vafalaust stað á sparnaði og samlegðaráhrifum við yfirtökur og kaup en á móti kemur að samlegðaráhrifin vara til lengri tíma og ættu að aukast með tímanum. Ákveðnar væntingar skapast oft sem erfitt er að standa undir og veldur þarafleiðandi vonbrigðum meðal hluthafa. Það getur leitt til þess að sameiningar skili ekki því sem til var ætlast. Stærðarhagkvæmni er náskyld samlegðaráhrif- um. Stærðarhagkvæmni lýsir sér í því að meðal- kostnaður lækkar við það að umsvif aukast. Þannig gæti stærðarhagkvæmni skilað ávinningi ef tvö fyrirtæki í sömu atvinnugrein sameinast eins og í tilviki Bakkavarar og Geest. M Á L I Ð E R Samlegðar- áhrif Hvað eru samlegðaráhrif? Yfirleitt vísa þau til hins aukna árangurs sem ná má þegar fyr- irtæki eða rekstrareiningar sameina krafta sína. Heildin verður stærri en summa ein- stakra hluta þannig að með ein- hverjum hætti verða 2 + 2 stærri en fjórir, sem kann að hljóma sérkenni- lega. Í rekstrar- samhengi er sem sagt um að ræða að einhverjar að- gerðir, staða eða ferli styðji hvert annað með þeim hætti að áhrif eða árangur þeirra er meiri en hvers í sínu lagi. Samlegð getur verið af ýmsum toga. Algengt er að orðinu bregði fyrir þegar menn telja sig geta náð fram samlegð með því að til- teknir kostnaðar- liðir verði lægri eftir að kraftar hafa verið sameinaðir, t.d. í sameinuðu fyrirtæki. Af öðrum meiði má nefna betri nýtingu þekkingar, aukið og fjölbreytt- ara framboð vöru eða þjónustu, betri nýtingu dreifileiða eða betri samningsaðstöðu gagn- vart birgjum svo fátt eitt sé nefnt. Reyndar má segja að orðið samlegð hafi fengið sess tísku- orðs í umræðu um rekstur og stundum verði varla þverfótað fyrir samlegðinni. Á öðrum víg- stöðvum hefur samlegð verið notuð lengi, t.d. í lyfjafræði til að lýsa sameiginlegum áhrifum tveggja eða fleiri lyfja. Eru samlegðaráhrif mikilvæg ástæða sameininga? Vonir um samlegð eru oft ein af meginástæðum þess að fyrir- tæki kjósa að sameinast þó að oft séu þær vonir ekki í önd- vegi heldur eitt af mörgum at- riðum sem menn vilja ná fram. Hér er ítrekað að samlegð get- ur tekið á sig margar myndir, og ekki er einungis um að ræða lækkun tiltekinna og auðgrein- anlegra kostnaðarliða. Hvaða tegund samlegðar er reynt að ná fram, ef svo má að orði kom- ast, getur verið háð mörgum þáttum. Í fjárfrekri atvinnu- grein sem er í mjög litlum vexti en afkastageta er yfrin er mikilvægt að lækka heildar- kostnað og í þeim tilvikum get- ur meginmarkmið samruna verið að lækka kostnað og ná þannig fram samlegð. Í at- vinnugrein sem er í meiri vexti getur áherslan varðandi sam- legð verið á að auka sóknar- þunga á markaði, útvíkka og/eða fjölþætta starfsemi eða bregðast við breytingum sem hafa orðið eða eru að vera á markaði, t.d. hjá viðskiptavin- um. Það er svo önnur saga að reynslurök samruna þar sem leita á samlegðar sem aldrei fyrr gefa ekki alltaf sannfær- andi mynd. Samlegðin hefur stundum reynst eins og fljúgj- andi furðuhlutir, margir telja sig hafa séð þá en fáir geta bent á þá. Eru meiri samlegðaráhrif í stærri sameiningum? Ekki er hægt með afgerandi hætti að segja að von um sam- legð sé meiri þegar stór fyrir- tæki sameinast, þó að yfirlýs- ingar um slíkt geti verið kraft- miklar. Ef um flókinn og um- fangsmikinn rekstur er að ræða eru fjölmörg viðfangsefni í sameinuðu fyrirtæki sem erfitt getur verið að ná tökum á. Ein- stökum hlutum rekstrar kann að hraka um tíma, erfitt getur verið að leggja mat á rekstrar- ávinning, ef svo má að orði kom- ast, þegar t.d. við- skiptavinir hætta viðskiptum við fyrirtækið og starfsandi kann að versna. Í einum af stærri samrunum síðari ári þegar samruni Hewlett Packard og Compaq stóð til vonaðist Michael Dell, þáverandi forstjóri Dell, til þess að af sam- runanum yrði. Hann taldi mikil tækifæri felast í samrunanum fyrir sitt fyrirtæki og var greinilega ekki jafnsann- færður um samlegðina. En til að sanngirni sé gætt eru einnig dæmi um stóra samruna þar sem ágæt samlegð hefur náðst. Eru samlegðaráhrif mælanleg? Erfitt er að gefa einhlítt svar við spurningunni og líklega er skynsamlegast að segja að þau séu mismælanleg. Ef dæmi er tekið af fyrirtækjum í fullkom- lega sambærilegum rekstri sem sameinast, loka verksmiðj- um í kjölfarið og öll starfsemi og aðstæður eru að öðru leyti óbreyttar er ekki erfitt um vik að mæla samlegðina. Í öðrum tilvikum getur viðfangsefnið verið vandasamt. eins og gæti verið í tilvikum lyfjafyrirtækja sem sameinast í því augnamiði að nýta betur það fé sem varið er í rannsóknir og lyfjaþróun. Tekjur skila sér gjarnan ekki fyrr en eftir langan tíma og eins er ekki vitað hver hefði verið árangur fyrirtækjanna ef þau hefðu starfað áfram hvort í sínu lagi. Hvernig tengist stærðarhag- kvæmni samlegðaráhrifum? Stærðarhagkvæmni og samlegð tengist t.d. með þeim hætti að aukin hagkvæmni í rekstri vegna umfangsmeiri rekstrar gæti um leið verið samlegð sem menn hefðu náð fram t.d. með fækkun og stækkun deilda eða verksmiðja og lækkað þannig einingakostnað. Samlegð tengist ekki síður auk- inni rekstrarhagkvæmni vegna fjölþættingar í rekstri, t.d. þeg- ar fyrirtæki kaupir eða samein- ast fyrirtæki í skyldum rekstri. Er sífellt hægt að ná fram meiri stærðarhagkvæmni með samein- ingum? Á pappír má e.t.v. segja að lengi sé hægt að ná fram auk- inni stærðarhagkvæmni með sameiningum svo lengi sem kostnaður fer hlutfallslega lækkandi. Þessi rós er þó ekki án þyrna frekar en aðrar. Stór fyrirtæki geta misst snerpu, flækst inn í margvíslegan og óskyldan rekstur sem þau ráða ekki við á endanum og í mörg- um greinum þar sem reynir á hugmyndaauðgi og frumkvæði er stærðin ekki sérstakur kost- ur. Stærðinni getur m.ö.o. á endanum fylgt óhagkvæmni. Vonir um samlegð eru oft ein af meginástæðum þess að fyrirtæki kjósa að sameinast T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Lofts Ólafssonar lektors við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavik LÍKUR REKSTUR SKAPAR MEIRI SAM- LEGÐARÁHRIF Ágúst og Lýður Guð- mundssynir, stjórnendur Bakkavarar. Tveir plús tveir verða fimm Samlegðaráhrif eru þegar þættir starfsemi fyrirtækja sem sameinast styðja hver annan og leiða til lægri kostnaðar en oft á sama tíma til hærri tekna. Dögg Hjaltalín kynnti sér málið. LEGÓKUBBAR Þegar legókubbarnir þrír eru lagðir saman taka þeir minna pláss en geta náð hærra upp í loftið. Hvatinn til lengri tíma er hinsvegar að langmestu leyti fólginn í sameinaðri þekkingu, færni, vörum og mörkuðum sem leggur grunninn að frekari vexti fyrirtækisins til að auka verðmæti þess. Um ellefu milljarðar í samlegðaráhrif Fr ét ta bl að ið /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.