Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 31
                                 !!" #     "     $       %  &   '      !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+  Jean-Baptiste Colbert, fjármála- ráðherra Loðvíks fjórtánda Frakkakonungs, fæddist 29. ágúst árið 1619. Colbert gegndi starfi fjármálaráðherra Frakk- lands í 22 ár. Það hefur varla verið auðvelt starf að vera fjármálaráðherra sólkonungsins Loðvíks fjórt- ánda, sem var frægur eyðslu- seggur og þótti fátt skemmti- legra en að heyja kostnaðarsam- ar styrjaldir við nágranna sína og halda þess á milli íburðar- miklar veislur í höll sinni í Ver- sölum. Colbert þótti þó takast nokk- uð vel upp og tókst að koma í veg fyrir að eyðslusemi sólkonungs- ins sigldi ríkisbúinu í þrot. Ástandið var heldur bagalegt þegar Colbert tók við og var hans fyrsta verk að losa sig við spillta embættismenn sem hygldu skammlaust vinum sín- um og velgjörðamönnum við út- hlutun lána og innheimtu skatta. Því næst tók Colbert við að endurbæta skattkerfið. Hann lét yfirstéttina ekki komast upp með neitt múður, lagði af alla vafasama skattafslætti og bætti skattheimtu þannig að forrétt- indahópar í samfélaginu áttu engrar undankomu auðið. Þegar skattkerfið hafði verið tekið í gegn beindi Colbert sjón- um sínum að efnahagslífinu sjálfu; hann kom á fót nýjum iðngreinum, fékk erlenda iðn- verkamenn til landsins og bann- aði innlendum kunnáttumönnum að flytjast úr landi. Í tíð Colberts hófst innflutn- ingur á gleri frá Ítalíu og klæða- ströngum frá flæmingjum í Belgíu og Hollandi. Þá sá hann til þess að Franska Austur-Indía- félagið flytti inn kaffi, baðmull, loðfeldi, pipar og sykur. Colbert bætti allt regluverk í Frakklandi auk þess að leggja háa tolla á innflutning varnings sem keppa átti við franska fram- leiðslu. Þótti sumum nóg um reglusýki fjármálaráðherrans. Colbert var einnig mikill list- unnandi auk þess að ráða öllu sem hann vildi ráða innan stjórnsýslunnar og átti meðal annars frumkvæði að stofnun franska sjóhersins. Fjármálaráðherrann var þó fyrst og fremst peningamaður eins og fræg ummæli hans sýna ef til vill best: „Ríkidæmið eitt sker úr um hvort ríki er stór- veldi eða smáríki.“ - jsk S Ö G U H O R N I Ð Fjármála- ráðherra sólkonungsins MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2005 7 Ú T L Ö N D Seðlabankastjóri Ítalíu, Antonio Fazio, er sakaður um ólögleg af- skipti af sölu ítalska bankans Banca Antonoveta. Bankinn var yfirtekinn af hinum ítalska Banca Populare Italiana (BPI) eftir harða baráttu við hollenska bankann ABN Amro. Nýlega voru birtar segulbands- upptökur af samtali Fazio og bankastjóra BPI, Gianpiero Fior- ini, þar sem Fazio sagði nauðsyn- legt að Banco Antonoveta yrði áfram í eigu ítalskra aðila. Andstæðingar Fazios heimta að hann segi af sér en seðla- bankastjórinn sjálfur, sem er ráðinn fyrir lífstíð og er náinn vinur Silvios Berlusconi forsæt- isráðherra, segist hins vegar hafa fylgt reglum Evrópusam- bandsins og ítölskum lögum til hins ýtrasta. Á upptökunni má heyra við- brögð Fazios við þeim fregnum að GPI hafi haft betur í barátt- unni um Banco Antonoveta: „Þakka þér kærlega fyrir, Tonino [Fiorini], ég myndi kyssa þig á ennið ef ég gæti. Ég veit þú hefur þurft að þjást.“ Yfirtöku GPI á Banca Ant- onoveta hefur verið frestað þar til mál Fazios skýrast. - jsk Ríkisstjórn Tyrklands hefur gengið að 425 milljarða króna tilboði í tyrkneska landssímann, Turk Tele- kom. Tilboðið kemur frá hópi fjárfesta, sem sádi- arabíska fjarskiptafyrirtækið Oger leiðir, og er í 55 prósenta hlut í fyrirtækinu. Kaupsamningar voru undirritaður á dögunum af forsvarsmönnum Oger og fjármálaráðherra Tyrkja, Kemal Unakitan. Salan er sú stærsta til þessa í miklu einkavæðingarferli sem hrundið hef- ur verið af stað í Tyrklandi. Sérfræðingar segja sölu Turk Telekom til marks um áhuga erlendra fjárfesta á landinu: „Hvert ein- asta skref einkavæðingarinnar færir okkur nær sterku og heilbrigðu markaðshagkerfi,“ sagði í yfir- lýsingu frá ríkisstjórn Tyrklands. Turk Telekom er þrettánda stærsta fjarskipta- fyrirtæki í heimi og hefur yfirburði á tyrkneska heimasímamarkaðnum. Fyrirtækið á auk þess stór- an hlut í Avea, sem er þriðja stærsta farsímafyrir- tæki Tyrklands. - jsk JEAN-BAPTISTE COLBERT Var öðrum fremur þakkað að eyðslusemi Loðvíks fjórtánda sigldi franska ríkinu ekki í þrot. Í tíð sinni sem fjármálaráðherra umbylti hann efnahagslífi í Frakklandi. Seðlabankastjóri Ítalíu spilltur? Antonio Fazio heyrist segja á segulbandi að hann vilji ekki að ítalskir bankar falli útlendingum í hendur. Fazio er æviráðinn og náinn vinur Berlusconis. ANTONIO FAZIO, SEÐLABANKASTJÓRI ÍTALÍU „Þakka þér kærlega fyrir, Tonino [Fiorini], ég myndi kyssa þig á ennið ef ég gæti. Ég veit þú hefur þurft að þjást,“ sagði seðlabankastjórinn þegar hann frétti að Banca Antonoveta yrði áfram í eigu ítalskra aðila. Tyrkir selja landssímann Hópur fjárfesta undir stjórn sádi-arabíska fjarskiptafyrirtækisins Oger hefur keypt rúman helmingshlut í tyrkneska landssímanum. FRÁ ISTANBUL Miklu einkavæðingarferli hefur verið hrundið af stað í Tyrklandi. Sala ríkissímafyrirtækisins er síðasti og stærsti þátt- urinn í því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.