Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 20
Fatnaður Aðeins er farið að kólna í veðri og því mikilvægt að muna eftir skjólfatnaði áður en farið er á golfvöllinn eða út að hlaupa. Best er að vera í fatnaði sem andar vel og er vatns- og vindheldur. Auk þess er gott að vera í nærfatnaði sem andar vel til þess að koma í veg fyrir að blotna af svita. [ ] Vika á Spáni www.hertz.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 2 89 09 06 /2 00 5 11.900 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. *Verð á viku miðað við 14 daga leigu. * Fiat Punto eða sambærilegur Útivistarafmæli undir berum himni Ferðafélagið Útivist hélt upp á þrjátíu ára afmæli sitt með útivist í Básum, ferðum og fagnaði. Gestir voru léttklæddir þegar þeir fylgdust með dagskránni. Veðrið gekk í lið með afmælis- barninu Útivist síðasta laugar- dag og gestir í Básum voru létt- klæddir. „Fólk var bara á hlýra- bolum og stuttbuxum allan dag- inn, veðrið var svo frábært, logn og sólskin. Það var nokkuð sem við gátum alls ekki átt von á,“ segir Bjarney Sigurjónsdóttir hjá Útivist þegar hún rifjar upp þennan ánægjulega dag. Hún fylgdist líka með göngufólkinu sem var að tínast heim úr afmæl- isferðunum og sýndist í fyrst- unni örsmátt eins og títuprjóns- hausar hátt uppi í fjöllunum um- hverfis Þórsmörk. „Það var ynd- islegt að sjá fólkið berast til byggða,“ segir hún og upplýsir að fyrsta afmælisferðin hafi haf- ist 21. júní í Strúti og önnur hafi verið yfir Fimmvörðuháls, sem var skoðaður frá nýju sjónar- horni. „Þátttakan í ferðirnar var frábær og allt gekk vel,“ segir hún lukkuleg. Á fimmta hundrað manns voru samankomnir í Básum á laugar- daginn og Goðalandið skartaði sínu fegursta. Í hátíðarávarpi Árna Jóhannssonar, formanns Útivistar, kom fram að stjórn fé- lagsins hefur ákveðið að sett verði upp hringsjá á Réttarfelli, en algengt er að gestir í Básum gangi á fellið. Þaðan er víðsýnt og gott útsýni. Ágóði af mynda- kvöldum félagsins mun renna til þessa verkefnis og er áætlað að hringsjáin verði komin í gagnið sumarið 2007. Þá upplýsti Árni að Vegagerðin ætlaði að setja merk- ingar við Eyvavörðu á Kili og Hallgrímsvörðu á Sprengisandi. Vörðurnar hlóðu Útivistarfélag- ar til minningar um þá Eyjólf Halldórsson og Hallgrím Jónas- son er voru brautryðjendur í ferðum um hálendið og heiðurs- félagar í Útivist. Bjarney segir fólk hafa notið þess að hlýða á dagskrá, syngja saman og njóta góðra veitinga. „Það voru meira að segja rjóma- tertur með síðdegiskaffinu. Allt gert til að þetta væri sem heimil- islegast. Svo var varðeldur og skemmtun um kvöldið.“ ■ Staffan Johansson, landsliðsþjálf- ari Íslands í golfi, mun fylgjast af athygli með síðustu mótum í Toyota-mótaröðinni og KB banka- mótaröðinni því þar mun hann velja þau lið sem keppa á Norður- landamótinu í Noregi í lok næsta mánuðar. Lokahnykkur Toyota- mótaraðarinnar verður á Korp- úlfsstaðavelli um næstu helgi og þá verður líka síðasta stigamótið í KB banka-mótaröðinni í unglinga- flokki á Vífilsstaðavelli. Á Norð- urlandamótinu verður keppt í karla- og kvennaflokki og pilta- og stúlknaflokki 16-18 ára og eru fjórir kylfingar í hverju liði. ■ Vali› í li› fyrir Nor›urlandamót Staffan Johansson landsliðsþjálfari velur liðin sem fara til Noregs. FRÉTTAB LAÐ IÐ /TEITU R Síðustu mót sumarsins í golfi í Toyota-mótaröðinni og KB banka-mótaröðinni. M YN D IR/AN N A SO FFÍA Básakórinn brást ekki. Rjómatertur voru á borðum í tilefni dagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.