Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 40
Fyrir þá starfsmenn sem eru meira á ferðinni en á vinnustaðn- um þyrfti að vera hægt að pakka skrifstofunni niður í eina ein- falda, notendavæna og færan- lega einingu. Svarið gæti verið SIP, sem sameinar það besta úr tveimur heimum, farsímatækni og IP-símtækni, meira að segja með skyndiskilaboð (instant messaging) í kaupbæti. Árangur- inn felst í afkastameiri starfs- mönnum sem vinna með skyn- samari hætti. Í fyrirtækjum hins vestræna heims hefur úthýsing aukist á þeim verkefnum sem áður fyrr bundu starfsmenn við vinnustað sinn frá morgni til kvölds. Í stað- inn höfum við fengið þekkingar- fyrirtæki, full af sérhæfðum starfsmönnum sem stöðugt eru að koma og fara og sem ferðast um heiminn þveran og endilang- an. Eftirsóknarverðir starfs- menn skipuleggja vinnu sína hver fyrir sig, algerlega óháð því sem var viðtekin venja í gær. En tæknin fylgir þessu ekki endi- lega eftir. Á FERÐ OG FLUGI Það sem mestu máli skiptir fyrir fyrirtækið, viðskiptavinina, sam- starfsmenn og hina færanlegu starfsmenn sjálfa er að þeir geti í raun sinnt starfi sínu með sama hætti og ef þeir sætu við skrif- borðið. Rannsókn hefur sýnt að nú þegar verja 60% starfsmanna í bandarískum og evrópskum fyrirtækjum stórum hluta vinnu- tímans fjarri vinnustað sínum. Þeir eru á ferð og flugi en gegna um leið lykilhlutverkum sem ráð- gjafar, sérfræðingar, verkefnis- stjórar o.s.frv. Viðskiptavinir, að- ilar í tengslaneti og samstarfs- menn hafa því oft og tíðum þörf fyrir aðgengi og ráðgjöf, og að geta skipst á þekkingu óháð því hvar „þeirra mann“ er að finna. KRAFAN UM EINFÖLD OG AÐ- GENGILEG SAMSKIPTI Það er með öðrum orðum þörf fyrir hreyfanlegar samskiptaein- ingar sem hafa sömu virkni og hin staðbundna skrifstofa. Starfsmenn um heim allan vant- ar notendavænt tæki sem allt getur. Þeir fara til vinnu sinnar og á fundi með vasa og skjala- töskur, fullar af farsímum, lófa- tölvum og mp3-spilurum en það vantar samt eitthvað áður en mörkin milli þess að vera úti eða heima hverfa. Samskiptin verða að vera einföld og aðgengileg og mega ekki kalla á ógrynni tækja og tóla. SVARIÐ ER SIP Svarið liggur án vafa í samruna- tækni, svo sem SIP (Session Initi- ation Protocol) sem byggir á hlut- um úr HTTP- og SMTP-sam- skiptastöðlunum. SIP er ef til vill best lýst sem blendingi milli far- síma- og IP-símtækni að viðbætt- um möguleikum á skyndiskila- boðum (instant messaging) og samþættingu Exchange og Notes. Í stuttu máli: það besta úr báðum heimum, brætt saman í hinn svonefnda SIP-farsíma, sem skiptir með sjálfvirkum hætti milli GSM-kerfisins og hins gjaldfría þráðlausa staðarnets. TVEIR SÍMAR SEM EINN SIP skapar möguleika á radd- þekkingu og umtalsverðri sam- þættingu sem er óháð miðlinum; fullkomið dagatal og innköllun funda með samskiptaaðilum með því einu að segja það upphátt. Og það sem ef til vill er mikilvægast; SIP tryggir að samskiptaaðilar og skiptiborð viti hvort hægt er að ná í starfsmanninn sem er á ferðinni. Notandanum nægir eitt númer á skrifstofunni og eitt tal- hólf því fastnetssíminn og far- síminn renna saman í einn. Hægt er að áframsenda símtöl, færa símtöl frá fastaneti yfir á far- símanetið, setja á fót símafundi hvenær sem er, fá tölvupóst, fax og símaskilaboð lesin upp og sækja upplýsingar í nafnalista, dagatöl og fleira, með því einu að gefa raddskipanir. AUKIN FRAMLEIÐNI OG BETRI REKSTRARAFKOMA Það hljómar flókið en er raunar sáraeinfalt. Með samþættingu samskipta eykst notagildi og hreyfanleiki, öllum til hagsbóta. Frá sjónarhóli fyrirtækjanna snýst þetta um að auka fram- leiðni og að lokum að bæta rekstrarafkomu. Framleiðni og vöxtur snúast ekki um að þvinga hina hreyfanlegu starfsmenn til að leggja harðar að sér og vinna lengur. Hugmyndin er að starfs- mennirnir vinni með skynsam- legri hætti, en til þess þurfa þeir að ráða yfir tækjum sem geta raunverulega uppfyllt sam- skiptaþarfir þeirra. MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN16 S K O Ð U N Íslendingar eiga að berjast gegn tollamúrum: Opnum meira Hafliði Helgason Fátækt er mikið böl og enn býr stór hluti mannkyns við ömurleg kjör. Náttúruhamfarir kalla reglulega óáran yfir fjölda fólks og valda miklum búsifjum. Maðurinn er hins vegar ábyrgur fyrir mun stærri hörmungum. Skammsýni og þröngir hagsmunir valda meiri skaða en náttúran sjálf í öllu sínu veldi. Á síðustu árum hefur þeim sem vilja opna heiminn fyrir alþjóð- legum viðskiptum vaxið fiskur um hrygg. Ekki vantar heldur að um leið sprettur upp hópur, einkum á Vesturlöndum, sem finnur alþjóða- væðingu í viðskiptum flest til foráttu. Sýn andstæðinga alþjóðavæð- ingar er einföld. Risafyrirtæki valta yfir heimsbyggðina og arðræna fátæk lönd sem eiga miklar auðlindir. Alþjóðlegu vörumerkin McDonald’s og Coca-Cola eru hengd á Sám frænda, sem er táknmynd græðgi og óvægni. Þetta er eflaust allt saman vel meint og keyrt áfram af eldmóði ungs fólks sem vill heiminum vel. Myndin sem dregin er upp er hins vegar einföld og villandi. Hér á landi hafa ávallt verið öflugir talsmenn svipaðra sjónar- miða. Lengi vel réð ríkjum sú hugmynd að hagkerfi Íslands væri of lítið til þess að lögmál stærri hagkerfa giltu hér á landi. Svarið var að loka landinu, skammta gjaldeyri, styrkja óhagkvæmar atvinnu- greinar, annað hvort með beinum hætti eða með tollavernd, og verja sjávarút- veg fyrir erlendum auðmönnum sem vildu hugsanlega eignast hlut í auðlind sjávar. Þessi hugsun á sér ennþá fylgismenn og langt er enn frá því að Íslendingar hafi opnað landið að fullu fyrir alþjóða- viðskiptum. Við kunnum því vel þegar Íslendingar kaupa fyrirtæki í útlöndum, en viljum á sama tíma ekki leyfa er- lenda fjárfestingu í sjávarútvegi. Við bregðumst ókvæða við þegar tollar eru lagðir á útflutningsvörur okkar til að verja innanlandsframleiðslu ríkja, en okkur er fjarri skapi að afnema tolla sem verja íslenska framleiðslu. Fyrir vikið sitjum við enn uppi með ýmsa óhagkvæmni í samfélaginu. Við höfum hins vegar opnað landið verulega á síðustu árum, með þeim árangri að ís- lenskt efnahagslíf hefur aldrei hvílt á fjölbreyttari stoðum. Slíkt fordæmi ætti að vera okkur hvatning til að opna sam- félagið, draga úr styrkjum og tollum og leyfa fjárfestingu útlendinga í sjávar- útvegi. Vesturlönd verja sig enn fyrir inn- flutningi með ýmiss konar hindrunum. Sú stefna er einn helsti drag- bítur á framþróun fátækari landa heimsins, ásamt auðvitað spilltu stjórnarfari og lokunarstefnu þeirra sjálfra. Að rétta þjóðum ölmusu í neyð þeirra með annarri hendinni meðan hin sviptir þær möguleik- um til að vaxa og dafna í umhverfi frjálsra viðskipta er auðvitað hræsni. Þau lönd sem hafa opnað fyrir viðskipti og aukið samskipti við aðrar þjóðir eru þau lönd sem hafa náð mestum árangri í að bæta lífskjör þegna sinna. Vesturlönd eiga ekki að hindra þá þróun. Vernd- artollar og lokunarstefna mun ekki gera neitt annað en að fresta nauðsynlegum breytingum á atvinnuháttum í átt til aukinnar hag- kvæmni. Það sem er verra er að slíkir tollar hindra fátækar þjóðir í að feta veginn til betri lífskjara. Heimskapítalismi Sáms frænda er ekki ógnin, heldur múrarnir sem hann reisir til þess að verja skamm- tímahagsmuni þrýstihópanna heima fyrir. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Dögg Hjaltalín, Eggert Þór Aðalsteinsson, Jón Skaftason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Alþjóðavæðing smáfyrirtækja The New York Times | „Þegar við hugsum um efna- hagsleg áhrif tækninýjunga koma nöfn eins og Ya- hoo, Amazon, eBay og Google fyrst upp í hugann. Sannleikur- inn er hins vegar sá að tækninýjungar nýtast smærri fyrirtækjum jafnvel enn betur,“ segir Hal R. Varian í New York Times. Varian, sem er hag- fræðiprófessor við University of California Berkeley, tekur sem dæmi afgreiðslukassa í búð- um. Í byrjun níunda áratugarins hafi tölvuvæddir kassar eingöngu verið á færri stærri fyrirtækja á borð við smásölurisans Wal-Mart. Í dag séu þeir í öllum verslunum og auðveldi eigendum lífið. Mesta breytingin sé þó líklega fólgin í alþjóðavæðingu viðskipta samfara tilkomu netsins og rafrænna samskipta; smáfyrirtæki geti nú verið með starf- semi dreifða um veröldina án þess að kosta miklu til. „Alþjóðavæðing smærri fyrirtækja er líklega það besta sem komið hefur fyrir bandaríska hag- kerfið á undanförnum tuttugu árum,“ segir Varian. Engar áhyggjur af Kína Guardian | Mark Tran segir í Guardian að engin ástæða sé til að hafa áhyggjur af olíuþorsta Kín- verja. China National Petroleum, olíufyrirtæki í eigu kínverska ríkisins, keypti á dögunum kanadíska olíufélagið PetroKazakhstan sem hefur aðgang að miklum ol- íulindum í Kasakstan. Þá var tilboði sama fyrirtækis í hið bandaríska Unocal hafnað, eftir að bandaríska þingið lét í ljós þær áhyggjur að kaupin ógnuðu þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Tran segir hins vegar enga ástæðu fyrir Bandaríkjamenn að örvænta, ekki sé verra að olíufyrirtæki séu í eigu Kínverja en einhverra ann- arra. Olían muni hvort eð er enda á heimsmarkaði þar sem ekki sé hagkvæmt fyrir Kínverja að flytja olíu langar vegalengdir, þeir muni því annaðhvort selja olíuna á markaði eða skipta henni fyrir aðra sem auðveldari er í flutningum. Tran telur líka að óþarfi sé að hafa áhyggjur af olíubirgðum Kínverja komi einhvern tíma til átaka, Kínverjar þurfi eftir sem áður að flytja olíu sjóleiðis og þar hafi Banda- ríkjaher yfirburðastöðu. U M V Í Ð A V E R Ö L D Við kunnum því vel þegar Íslendingar kaupa fyrirtæki í útlöndum, en viljum á sama tíma ekki leyfa erlenda fjár- festingu í sjávarút- vegi. Við bregðumst ókvæða við þegar tollar eru lagðir á út- flutningsvörur okkar til að verja innan- landsframleiðslu ríkja, en okkur er fjarri skapi að afnema tolla sem verja íslenska framleiðslu. bjorgvin@markadurinn.is l dogg@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is haflidi@markadurinn.is l jsk@markaðurinn.is Bent Vindmar Svæðisstjóri Avaya í Danmörku. O R Ð Í B E L G Sögurnar... tölurnar... fólkið... Það besta úr báðum heimum Eftirsóknarverðir starfsmenn skipuleggja vinnu sína hver fyrir sig, algerlega óháð því sem var viðtekin venja í gær. En tæknin fylgir þessu ekki endilega eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.