Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 36
„Það má líkja síðustu mánuðum við göngu upp bratta fjallshlíð. Það er fyrst núna sem svigrúm gefst til að staldra við og horfa yfir. Þá áttum við okkur líka betur á hvaða áfang- ar liggja að baki og hvað við eigum langt eft- ir,“ segir Óli Valur Steindórsson, 32 ára gam- all forstjóri Atlantis, sem er ungt og alþjóð- legt sjávarútvegsfyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Atlantis hefur vaxið hratt undanfarin tvö ár en starfsemin farið lágt hérlendis, sem þarf ekki endilega að koma á óvart þar sem aðeins lítill hluti starfseminnar fer hér fram. Fyrirtækið sérhæfir sig í lax- og túnfiskeldi og selur bæði eigin framleiðslu og annarra. Nú eru starfsstöðvar Atlantis sext- án, bæði söluskrifstofur og fram- leiðslustöðvar, í fjórtán löndum. Túnfiskur er aðallega unninn í Króatíu og Mexíkó og umfangs- mikið laxeldi fer fram í Chile. Einnig selur Atlantis Nílarkarfa frá Kenía til Japans, Frakklands, Bandaríkjanna og Ástralíu. Um 180 manns starfa á vegum sam- stæðunnar. VELTAN EYKST „Helsti flöskuháls í söluaukningu er aðgangur að fjármagni,“ segir Óli Valur, sem hefur leitt mótun samstæðunnar ásamt samstarfs- mönnum sínum og meðeigendum. Tekjur þess hafa aukist hratt frá því að það var stofnað og námu um 7,6 milljörðum króna í fyrra. Áætl- anir gera ráð fyrir að tekjurnar verði rúmir ellefu milljarðar á þessu ári og tæpir sextán milljarð- ar króna á því næsta miðað við gengi Bandaríkjadals í dag. Uppbygging fyrirtækisins hef- ur ekki alltaf verið þrautalaus að sögn Óla en hver áfangi hefur fleytt fyrirtækinu lengra fram á veginn. Fyrr í þessum mánuði var tilkynnt að Íslandsbanki hefði safnað 1,7 milljörðum króna fyrir Atlantis í hlutafé og breytanlegum skuldabréfum. Lán félagsins voru um leið endurfjármögnuð og styrkari fjárhagsstoðum skotið undir reksturinn. Nýju hluthafarn- ir voru handvaldir, segir forstjór- inn, enda hafi áhugi og skilningur fjárfesta á starfseminni vaxið. Nú eru um tuttugu aðilar í hluthafa- hópnum. Óli Valur segir að hlutafjár- aukningin gefi Atlantis slagkraft og tækifæri til að byggja starf- semina áfram upp. Liður í því er að halda áfram að tryggja félaginu hráefni til sölu á helstu mörkuðum þess með því að fjárfesta í upp- byggingu á þeirri starfsemi sem er fyrir hendi. Einnig verður horft til frekari fjárfestinga í eldisfyrir- tækjum sem eru í traustum rekstri. LAXINN Í CHILE Stoðirnar í rekstri Atlantis eru vinnsla og sala á laxi og túnfiski. Japansmarkaður er mikilvægasti markaður fyrirtækisins, þar sem hátt verð fæst fyrir hágæðavöru. Óli Valur segir að ef menn spjari sig á þeim markaði komist þeir af á öðrum mörkuðum. Hans markmið hafi meðal annars verið að miðla af áralangri reynslu sinni af markaðsmálum í Japan til framleiðslueininganna og innleiða japanska gæðastjórnun. Mesti stækkunarmöguleiki fyrirtækisins er að sögn Óla Vals í Chile og víðar í Suður- Ameríku. Þar rekur Atlantis umfangsmikið eldi á laxi og urriða. Fyrirtækið hefur fengið tilskilin leyfi frá stjórnvöldum og segir for- stjórinn eldið fara fram í fallegum firði við kjöraðstæður frá náttúrunnar hendi. Mikið ferskvatn rennur í fjörðinn frá jöklum og á meðan seiðin eru lítil eru kvíarnar hafðar næst ströndinni þar sem seltan í sjónum er lítil. Þegar þau stækka er fiskurinn færður í saltan sjó í tveggja kílómetra fjarlægð. Óli Valur segir þetta hafa gefið góða raun. Nú séu um átta þúsund tonn af laxi og urriða í kvíum fyrirtækisins og stefnt sé að tuttugu þúsund tonna uppskeru á næstu vertíð. Laxinn og urriðinn er síðan seldur á Jap- ansmarkað. Óli Valur segir markað með lax í heiminum vera um tvær milljónir tonna, þar af um fjögur hunduð þúsund tonn í Japan. Þetta sé vaxandi markaður og Atlantis hafi verið annar stærsti innflytjandinn í Japan á þessu ári fyrir laxaafurðir frá Chile. TÚNFISKUR FRÁ ÞREMUR HEIMSÁLFUM Óli Valur segir túnfiskeldið á vegum fyrir- tækisins í raun ekki venjulegt eldi. Túnfisk- urinn sé veiddur á hafi úti, settur lifandi í kvíar sem eru svo dregnar mörg hundruð mílur nær landi þar sem hann er alinn í hálft til eitt ár. Þá er honum slátrað sam- kvæmt ákveðnum kröfum til að viðhalda gæðunum. Óli segir túnfisktegundina sem þeir vinni kallast Bláuggi og talinn besti túnfiskurinn. Hann sé meðal annars notaður í sushi-rétti. Hver fiskur sé stór og geti verið jafn verð- mætur og Benz-bifreið sé rétt að málum staðið. Eftir slátrun er kjötið djúpfryst í mínus sextíu gráður og sent til Japans. „Enginn markaður borgar nálægt því eins vel fyrir þessa afurð og sá japanski.“ Fyrr á þessu ári keypti Atlantis frystihús sem HB Grandi og Þormóður-Rammi létu reisa í Guaymas í Mexíkó. Verksmiðjan verð- ur opnuð í september og mun vinna sardínu, sem notuð er sem fóður fyrir túnfiskeldið. Óli Valur segir að samhliða við þessa vinnslu sé rækja einnig unnin í frystihúsinu og seld til Bandaríkjanna. Atlantis á einnig í fyrirtæki sem vinnur túnfisk í Króatíu og er veiddur í Miðjarðar- hafinu. Svipaðar aðferðir eru viðhafðar þar og í Mexikó, það er að fiskurinn er veiddur lifandi og alinn í kvíum í hálft til eitt ár áður en honum er slátrað. Þá er einnig túnfiskur fluttur til Japans frá Ástralíu á vegum fyrir- tækisins. HJÓNABANDIÐ Í VIÐSKIPTUM Óli Valur segir markmið samstæðunnar að eiga framleiðslufyrirtækin hundrað prósent eins og í Mexíkó, Chile og Króatíu. Að minnsta kosti ráðandi hlut þannig að þau verði hluti af Atlantis-samstæðunni og velt- unni. Þannig sé framboð á afurðum líka tryggt. „Það er ekkert vit í því fyrir okkur að fjár- festa í framleiðslu á afurð sem við erum ekki að selja fyrir og þekkjum ekki hreyfiafl markaðarins. Líkja má sölu og framleiðslu við hjónaband þar sem framleiðslan er kall- inn og salan konan; þú kaupir ekki giftingar- hring og ferð síðan að leita að konunni. Fyrst er að finna konuna og svo kaupir maður hring,“ útskýrir Óli Valur. Samkvæmt þessu hafa nokkuð margar trúlofanir verið innan Atlantis því einingum innan samstæðunnar MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN12 Ú T T E K T Óli Valur Steindórsson hef- ur alltaf haft mikinn áhuga á Japan og talar japönsku. Átján ára gamall fór hann þangað sem skiptinemi í eitt ár og var staðráðinn í að fara þangað aftur eftir að heim var komið. Á meðan hann var í sumarfríi frá Verzlunarskóla Íslands leit- aði hann uppi fyrirtæki sem var með starfsstöð í japan. Niðurstaðan var sú að Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna var eina íslenska fyrirtækið með skrifstofur þar í landi. Hann fór því og bað um sumarstarf og sagðist tilbú- inn að vinna fyrir lítið kaup. Þegar hann útskrifaðist úr viðskiptafræði í Háskóla Ís- lands fékk hann fasta vinnu hjá SH í Japan. Í lok árs 1999 hætti hann svo hjá SH og fór að vinna í stuttan tíma hjá erlendu fyr- irtæki í Japan. Um það leyti voru kunningjar hans, sem hann hafði meðal annars kynnst í gegnum störf sín, að versla með sjávarafurðir. Óli Valur segir þá hafa vilj- að búa eitthvað til úr þeirri þekkingu sem þeir bjuggu yfir. Í byrjun hafi þeir ekki haft mikla peninga og feng- ið þá lánaða hjá viðskipta- vinum gegn þóknun af sölu afurða. Þegar hagnaður varð af sölunni gátu þeir keypt meira af vörum sjálf- ir og selt á eigin ábyrgð. Starfsemin hefði svo aukist og eitt leitt af öðru þangað til þeir fóru að fjárfesta í sjálfri framleiðslunni sem þeir voru að selja. Síðustu þrjú árin hafa fleiri bæst í hópinn og lagt inn sínar einingar sem mynda nú Atlantis-sam- stæðuna. Óli Valur segir þetta hafa verið spennandi en um leið erfiðan tíma og hann er bjartsýnn á áfram- haldandi uppbyggingu fyrir- tækisins. Atlantis er ungt alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Það er með starfs- stöðvar í fjórtán löndum og yfir 180 manns í vinnu. Afurðir fyrirtækisins eru aðallega lax og túnfiskur, sem seldur er á kröfuharðasta markað heims fyrir sjávarfang, Japan. Björgvin Guðmundsson segir að spennandi verði að fylgjast með fyrirhuguðum vexti fyrirtækisins. ÓLI VALUR STEINDÓRSSON FORSTJÓRI ATLANTIS Hann fór átján ára gamall til Japans og heillaðist af landinu. Eftir út- skrift úr Háskóla Íslands hóf hann störf hjá SH, eina íslenska fyrirtækinu sem var með starfsstöð í Japan. Bað um sumarstarf í Japan Forstjóri Atlantis heillaðist af Japan eftir að hafa farið út sem skiptinemi. Sérhæfa sig í lax- og túnfisk PÁLMI SVEINN PÁLMASON starfar í Miami í Bandaríkjunum. SATO TOSHIKATSU starfar í Sendai í Japan. GEIR WÆRÖ starfar í Þrándheimi í Noregi. PEDRO VERA starfar í Puertomontt í Chile. Frumkvöðlar Atlantis Þessir menn, ásamt Óla Val Steindórssyni, hafa hver um sig lagt sitt af mörkum til að byggja upp Atlantis-samstæðuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.