Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 37
hefur fjölgað hratt. Við yfirtöku á sölu og framleiðslueiningum hafa eigendur fengið hlutabréf í Atlantis. Þó stór hluti starfseminnar byggi á fram- leiðslu og sölu á túnfiski og laxi segir Óli þá vera nokkuð stóra í sölu Nílarkarfa frá Afr- íku, eins og áður sagði. Þá stunda þeir þorsk- eldi í litlum mæli í Noregi ásamt framleiðslu á hörpudiski. Einnig er fyrirtækið í samstarfi við vinnslu í Kína á hvítfiski, sem er ekki eins verðmætur og hinar tegundirnar. Samhliða þessu er sölu og dreifingarkerfi þeirra víð- feðmt sem nýtt er til að vinna ný lönd og nýja markaði. VILJA STÆKKA ENN MEIRA Áframhaldandi uppbygging mun felast í kaupum á framleiðslufyrirtækjum og öflugri markaðsstöðu á helstu mörkuðum Atlantis. Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um að byggja frystivörugeymslu í Kína með frek- ari dreifingu afurða í Asíu. Í Chile er mark- miðið að hoppa úr öðru sæti í það fyrsta sem helsti útflutningsaðili á laxi með um 25 pró- senta markaðshlutdeild í Japan. Stækka á eldi túnfisks í Mexíkó ásamt framleiðslu á sardine í beitu og öðrum afurðum. Stefnt er að frekari markaðssókn í Bandaríkjunum og Japan og að styrkja stöðu félagsins í fiskeldi í Ástralíu. Aðspurður segir Óli Valur að eigendur fyr- irtækisins stefni að því að Atlantis fari á markað í framtíðinni. Þeir vilji þó fara sér hægt á meðan verið er að byggja upp fyrir- tækið með því starfsfólki sem nú er. Verið sé að fjölga starfsfólki hjá móðurfélaginu á Ís- landi til að sinna auknum verkefnum, en hver eining sé svo rekin sjálfstæð. Styrkur félags- ins liggi í hinum unga og kraftmikla hópi fólks sem haldi uppi framleiðslu og öflugu sölu- kerfi. „Síðan kemur hitt hægt og rólega ef guð lofar,“ segir hann hógvær. MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2005 13 Ú T T E K T FJÖRÐURINN SEM ATLANTIS RÆÐUR YFIR Í CHILE HEITIR CUPQUELAN. Strandlengjan er 62 kílómetra löng. Þar er lax og urriði alinn við kjöraðstæður, segir Óli Valur Stein- dórsson. Fyrst eru seiðin höfð næst landi, þar sem seltustigið er lítið vegna mikils ferskvatns sem rennur í fjörðinn. Þegar seiðin eldast eru kvíarnar dregnar lengra út á fjörðinn. eldi fyrir Japansmarkað Stoðirnar í rekstri Atlantis eru vinnsla og sala á laxi og túnfiski. Japans- markaður er mikil- vægasti markaður fyrirtækisins þar sem hátt verð fæst fyrir hágæðavöru. Óli Valur segir að ef menn spjari sig á þeim markaði komist þeir af á öllum öðrum mörk- uðum heimsins. TÚNFISKURINN er fangaður á hafi úti og settur í kvíar. KVÍARNAR eru dregnar hægt mörg hundruð mílur nær landi. EFTIR AÐ HAFA verið alinn í hálft til eitt ár er túnfiskinum slátrað. KAFARAR smala túnfiskinum saman og taka hvern fisk fyrir sig upp. AFURÐIN er hágæðafiskur sem not- aður er meðal annars í sushi-rétti. Eigendur Atlantis tóku þá ákvörðun á þessu ári að höfuðstöðvar samstæðunnar yrðu á Íslandi. Aðspurður um ástæðuna segir Óli Valur Steindórsson forstjóri félagsins að hér sé hagkvæmt að reka fyrirtæki, meðal annars vegna lágra skatta. Því muni hagnað- ur fyrirtækisins myndast hér á landi. Um fimmtán manns vinni á skrifstofunni en aðr- ir starfsmenn verði á starfsstöðvum erlend- is. Óli leggur líka þunga áherslu á að innan bankanna hér á landi sé að finna mikla þekk- ingu og skilning á rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja. Erlendis sé ekki eins eftirsóknarvert hjá bönkum að taka þátt í slíkri starfsemi. Þetta hafi hjálpað stjórnendum Atlantis að byggja upp fyrirtækið og hefur Íslands- banki meðal annars séð um endurfjármögn- un og hlutafjáraukningu félagsins. Bankarn- ir séu alþjóðleg fyrirtæki sem séu í sumum tilvikum með starfsemi í sömu löndum og Atlantis. Skattar lágir á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.