Fréttablaðið - 31.08.2005, Page 37

Fréttablaðið - 31.08.2005, Page 37
hefur fjölgað hratt. Við yfirtöku á sölu og framleiðslueiningum hafa eigendur fengið hlutabréf í Atlantis. Þó stór hluti starfseminnar byggi á fram- leiðslu og sölu á túnfiski og laxi segir Óli þá vera nokkuð stóra í sölu Nílarkarfa frá Afr- íku, eins og áður sagði. Þá stunda þeir þorsk- eldi í litlum mæli í Noregi ásamt framleiðslu á hörpudiski. Einnig er fyrirtækið í samstarfi við vinnslu í Kína á hvítfiski, sem er ekki eins verðmætur og hinar tegundirnar. Samhliða þessu er sölu og dreifingarkerfi þeirra víð- feðmt sem nýtt er til að vinna ný lönd og nýja markaði. VILJA STÆKKA ENN MEIRA Áframhaldandi uppbygging mun felast í kaupum á framleiðslufyrirtækjum og öflugri markaðsstöðu á helstu mörkuðum Atlantis. Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um að byggja frystivörugeymslu í Kína með frek- ari dreifingu afurða í Asíu. Í Chile er mark- miðið að hoppa úr öðru sæti í það fyrsta sem helsti útflutningsaðili á laxi með um 25 pró- senta markaðshlutdeild í Japan. Stækka á eldi túnfisks í Mexíkó ásamt framleiðslu á sardine í beitu og öðrum afurðum. Stefnt er að frekari markaðssókn í Bandaríkjunum og Japan og að styrkja stöðu félagsins í fiskeldi í Ástralíu. Aðspurður segir Óli Valur að eigendur fyr- irtækisins stefni að því að Atlantis fari á markað í framtíðinni. Þeir vilji þó fara sér hægt á meðan verið er að byggja upp fyrir- tækið með því starfsfólki sem nú er. Verið sé að fjölga starfsfólki hjá móðurfélaginu á Ís- landi til að sinna auknum verkefnum, en hver eining sé svo rekin sjálfstæð. Styrkur félags- ins liggi í hinum unga og kraftmikla hópi fólks sem haldi uppi framleiðslu og öflugu sölu- kerfi. „Síðan kemur hitt hægt og rólega ef guð lofar,“ segir hann hógvær. MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2005 13 Ú T T E K T FJÖRÐURINN SEM ATLANTIS RÆÐUR YFIR Í CHILE HEITIR CUPQUELAN. Strandlengjan er 62 kílómetra löng. Þar er lax og urriði alinn við kjöraðstæður, segir Óli Valur Stein- dórsson. Fyrst eru seiðin höfð næst landi, þar sem seltustigið er lítið vegna mikils ferskvatns sem rennur í fjörðinn. Þegar seiðin eldast eru kvíarnar dregnar lengra út á fjörðinn. eldi fyrir Japansmarkað Stoðirnar í rekstri Atlantis eru vinnsla og sala á laxi og túnfiski. Japans- markaður er mikil- vægasti markaður fyrirtækisins þar sem hátt verð fæst fyrir hágæðavöru. Óli Valur segir að ef menn spjari sig á þeim markaði komist þeir af á öllum öðrum mörk- uðum heimsins. TÚNFISKURINN er fangaður á hafi úti og settur í kvíar. KVÍARNAR eru dregnar hægt mörg hundruð mílur nær landi. EFTIR AÐ HAFA verið alinn í hálft til eitt ár er túnfiskinum slátrað. KAFARAR smala túnfiskinum saman og taka hvern fisk fyrir sig upp. AFURÐIN er hágæðafiskur sem not- aður er meðal annars í sushi-rétti. Eigendur Atlantis tóku þá ákvörðun á þessu ári að höfuðstöðvar samstæðunnar yrðu á Íslandi. Aðspurður um ástæðuna segir Óli Valur Steindórsson forstjóri félagsins að hér sé hagkvæmt að reka fyrirtæki, meðal annars vegna lágra skatta. Því muni hagnað- ur fyrirtækisins myndast hér á landi. Um fimmtán manns vinni á skrifstofunni en aðr- ir starfsmenn verði á starfsstöðvum erlend- is. Óli leggur líka þunga áherslu á að innan bankanna hér á landi sé að finna mikla þekk- ingu og skilning á rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja. Erlendis sé ekki eins eftirsóknarvert hjá bönkum að taka þátt í slíkri starfsemi. Þetta hafi hjálpað stjórnendum Atlantis að byggja upp fyrirtækið og hefur Íslands- banki meðal annars séð um endurfjármögn- un og hlutafjáraukningu félagsins. Bankarn- ir séu alþjóðleg fyrirtæki sem séu í sumum tilvikum með starfsemi í sömu löndum og Atlantis. Skattar lágir á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.