Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 12
SKOÐANAKÖNNUN Ef samstarfs- flokkar um Reykjavíkurlistann hefðu náð samkomulagi um að bjóða aftur fram í næstu borga- stjórnarkosningum hefði listinn fylgi 48,9 prósent Reykvíkinga, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 47,8 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og 1,9 prósent Frjálslynda. 1,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust myndu kjósa eitthvað annað. Væri þetta niðurstaða kosn- inga myndi R-listinn fá átta borg- arfulltrúa, líkt og hann hefur nú. Sjálfstæðismenn fengju sjö borg- arfulltrúa, í stað sex borgarfull- trúa sem þeir hafa nú og Frjáls- lyndi flokkurinn fengi engan borgarfulltrúa. Í könnun sem Fréttablaðið birti á mánudag, um fylgi flokkanna í Reykjavík, kom fram að þeir flokkar sem nú mynda R-listann höfðu stuðning 43,3 prósent svar- enda. 53,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og 2,2 prósent sögðust styðja Frjálslynda flokk- inn. Heldur fleiri tóku afstöðu þegar spurt var hvaða lista fólk myndi kjósa, ef Reykjavíkurlist- inn byði fram aftur, eða 64,9 pró- sent í stað tæplega 57 prósenta sem tóku afstöðu þegar spurt var hvaða lista fólk myndi kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnar- kosninga nú. Gæti það gefið til kynna að hluti óákveðinna, sem voru stuðningsfólk R-listans hafi ekki gert upp hug sinn, hvern af samstarfsflokkunum það kýs í næstu kosningum. Nokkur munur var á afstöðu kynjanna. 49,5 prósent karla sögð- ust kjósa Sjálfstæðisflokk, en 45,9 prósent kvenna. Þá sögðust 45,1 prósent karla, sem gert höfðu upp hug sinn, kjósa R-listann, en 53,3 prósent kvenna. 2,9 prósent karla sögðust myndu kjósa Frjálslynda, en 0,8 prósent kvenna. Sé litið til allra svarenda höfðu 24,9 prósent ekki gert upp hug sinn og sögðust óákveðin, 22,5 prósent karla og 27,3 prósent kvenna. Könnun var gerð dagana 27. og 28. ágúst. Hringt var í 800 Reyk- víkinga, skipt jafnt milli kynja og valið af handahófi úr þjóðskrá. Spurt var: „Hvaða lista hefðir þú kosið, hefðu samstarfsflokkar um Reykjavíkurlistann náð sam- komulagi um að bjóða aftur fram undir hans nafni?“ og tóku 64,9 prósent svarenda afstöðu til spurningarinnar. svanborg@frettabladid.is 12 31. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR SVEITARSTJÓRNARMÁL Mávum hefur fjölgað verulega í höfuðborginni í sumar og hefur borgaryfirvöldum borist óvenjumikið af kvörtunum vegna þessa. Þetta kom fram í svari frá umhverfissviði Reykja- víkurborgar við fyrirspurn Gísla Marteins Baldurssonar, varaborg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, á fundi umhverfisráðs borgarinnar. Í svarinu kemur fram að ástæða fjölgunarinnar sé óljós og að til ýmissa aðgerða sé hægt að grípa til að fækka mávum. Þar á meðal er svæfing varpfugla á hreiðrum, eyðileggingu eggja, skotveiðar og fleira. Gísli Marteinn lagði til á fundinum að gripið yrði til nauð- synlegra aðgerða með það mark- mið að fækka mávi í borginni en ýmsir halda því fram að mávar ógni lífríki anda við tjörnina og hirði þá brauðmola sem borgarbú- ar færa öndunum. Umhverfisráð frestaði afgreiðslu málsins. - hb Framsóknarmenn bjartsýnir: GETUM FENGIÐ TVO FULLTRÚA „Það þýðir ekkert að horfa í baksýnis- spegilinn,“ segir Gestur Kr. Gestsson, formaður Framsóknafélagsins í Reykja- vík norður. „Það er búið að taka þessa ákvörðun og það verður að halda áfram.“ Þrátt fyrir bága stöðu Framsóknar- flokksins í skoðanakönnun Frétta- blaðsins er Gestur bjartsýnn fyrir hönd flokksins. „Við förum ekkert neðar en þetta og þurfum mjög litlu að bæta við okkur til að fá einn mann. Það bendir allt til þess að flokkurinn verði með opið prófkjör. Fram- sóknarflokkurinn á að geta fengið tvo menn í borginni með góðum framboðslista og öflugri kosninga- baráttu þar sem höfuðborgarstefnu okkar, sem búið er að vinna innan flokksins, verður komið á fram- færi.“ Teygðum okkur langt: SKAÐI AÐ NÁ EKKI SAMAN Það var skaði að menn náðu ekki saman um að bjóða fram aftur og halda áfram því merka starfi sem unn- ið hafði verið síðustu þrjú kjörtímabil,“ segir Páll Halldórsson, formaður full- trúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík. „Þetta sýnir að Reykvíkingar hafa kunnað betur að meta hið góða starf Reykjavíkurlistans síðustu tólf árin en ýmsir þeirra sem að þeim viðræðum komu. Við teygðum okkur langt til þess að halda þessu áfram, en einn flokkur vildi hætta.“ Páll segir þó að menn verði að horfa fram á veginn. „Við verðum að vinna úr þeirri stöðu sem komin er upp og reyna að ná sem mestu fylgi þannig að fylgis- menn hans geti áfram notið fé- lagshyggjustjórn- ar í Reykjavík.“ Eftirsjá í hugum margra: FÓLK VISSI HVAÐ ÞAÐ HAFÐI „Þetta segir mér það að kjósendur Reykjavíkurlistans hafa ekki gert upp hug sinn um hvað þeir ætla að kjósa,“ segir Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna í Reykjavík. „Fólk vissi hvað það hafði en ekki hvað það fær.“ Svandís bendir sérstaklega á það að svarhlutfallið þegar spurt var um Reykjavíkurlistann er 65 prósent, sem sé um tíu prósentum hærra en þegar spurt var um fylgi allra flokk- anna. Hún telur að þarna sé um að ræða óákveðna kjósendur Reykjavík- urlistans og að það útskýri líka góða útkomu Sjálfstæðisflokksins. „Þetta segir mér líka að það er eftirsjá í hugum margra eftir Reykjavíkur- listanum, eins og eðlilegt er.“ Reykjavíkurlisti fengi átta borgarfulltrúa R-listinn fengi meiri stu›ning Reykvíkinga nú, en flokkarnir sem a› honum standa samanlagt, samkvæmt könnun Fréttabla›sins. Tæplega helmingur hef›i stutt R-listann by›i hann fram. VI N N IN GA R VE RÐ A A FH EN DI R HJ Á B T SM Á RA LI N D. K ÓP A VO GI . M EÐ Þ VÍ A Ð T A KA Þ Á TT E RT U KO M IN N Í SM S KL ÚB B. 1 4 9 KR /S KE Y TI Ð . SENDU SMS SKEYTIÐ BTC LODV Á NÚMERIÐ1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! 9. HVER VINNUR! VIÐ TJÖRNINA Ágangur mávanna er mikill. Mávum hefur fjölgað mikið í höfuðborginni: Skjóta e›a svæfa mávana FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI VINSTRI GRÆNIR FUNDA UM FRAMTÍÐ REYKJAVÍKURLISTANS Tæplega fimmtíu prósent segjast myndu hafa kosið Reykja- víkurlistann, byði hann fram. 47,8% 1,3% 1,2% 6,1% Aðrir Fjöldi borgarfulltrúa Skoðanakönnun 27.-28.8 Úrslit kosninga 2002 FYLGI FLOKKA EF REYKJAVÍKUR- LISTI BYÐI FRAM AFTUR 40,2% 1,9% 48,9% 52,6% 6 1 7 88 PÁLL Verðum að vinna úr stöðunni. GESTUR Förum ekki neð- ar. SVANDÍS Segir kjósendur Reykja- víkurlistans enn óá- kveðna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.