Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 6
6 31. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR Tjón síðustu daga er talið nema andvirði 1.600 milljarða króna: Katrín er or›in d‡rasti fellibylur sögunnar FELLIBYLUR Talið er nær öruggt að tjónið vegna fellibylsins Katrínar sé það mesta sem orðið hefur af völdum óveðurs. Olíuverð var enn afar hátt í gær og skreið verðið á fatinu yfir sjötíu dali annan dag- inn í röð. Bandarísk tryggingafélög hafa undanfarin misseri þurft að reiða fram fúlgur fjár vegna fellibylja. Á síðasta ári gengu fjögur slík fárviðri yfir landið og námu bóta- kröfur um 1.500 milljörðum króna. Allt útlit er fyrir að tjónið sem Katrín olli nemi allri þeirri fjárhæð. AIR Worldwide Corp, áhættu- greiningarfyrirtæki í Boston, tel- ur að skemmdir síðustu daga í ríkjunum sem verst urðu úti í storminum kosti um 1.700 millj- arða króna að bæta. RA München, stærsta endurtryggingafélag heims, álítur tjónið vera á bilinu 1.000-1.500 milljarðar og upphaf- legar áætlanir fyrirtækisins Eqecat Inc. gerðu ráð fyrir 2.000 milljörðum. Fyrirtækið lækkaði þó matið þegar ljóst varð að skemmdirnar urðu ekki eins mikl- ar og útlit var fyrir. Reynist þess- ar spár réttar er útlit fyrir að Katrín skjóti fellibylnum Andrési, sem geisaði árið 1992, ref fyrir rass en bótagreiðslur vegna hans námu 1.400 milljörðum króna. Þá var olíuverð í gær enn í há- marki vegna ofviðrisins en fatið fór upp í rúma sjötíu dali á mörk- uðum í New York. Olíuverð er nú helmingi hærra en það var fyrir ári. - shg Hátt í hundra› manns eru taldir hafa farist Óttast er a› allt a› hundra› manns hafi t‡nt lífi flegar fellibylurinn Katrín gekk yfir sunnanver› Bandaríkin í fyrradag. Margir mánu›ir geta veri› flang- a› til fólk fær a› snúa aftur til heimila sinna. FELLIBYLUR Talið er að hátt í hund- rað manns hafi farist í hamförun- um sem dundu yfir sunnanverð Bandaríkin þegar fellibylurinn Katrín gekk þar á land. Fólk hefur farið ránshendi um verslanir og önnur fyrirtæki og hefur út- göngubann verið sett á. Þegar eldaði af degi á hamfara- svæðunum í Louisiana og Miss- issippi í gærmorgun kom í ljós hvílík eyðilegging hafði átt sér stað. Tré höfðu rifnað upp með rótum, hús fokið eins og spila- borgir og raflínur höfðu slitnað. Skarð kom í flóðgarð í New Or- leans og tók vatn úr Pontchartain- vatni því að flæða um alla borg- ina. Dælur gáfu sig undir álaginu og varð því vatnsborðið í mið- borginni allt að eins metra djúpt. Í Louisiana er óttast að margir hafi týnt lífi en alls hafa fimm lík fórnarlamba Katrínu fundist þar. Mesta manntjónið virðist hins vegar hafa orðið í Mississippi þar sem í það minnsta 80 manns eru sagðir hafa farist. Er búist við að tala látinna muni hækka enn. „Mér finnst leitt að segja þetta en það lítur út fyrir að mjög mann- skæður harmleikur hafi átt sér stað,“ sagði Haley Barbour ríkis- stjóri. Í bænum Biloxi í Miss- issippi dóu þrjátíu manns sem festust inni í íbúðarhúsi og líkti A. J. Holloway bæjarstjóri at- burðinum við flóðbylgjuna miklu í Indlandshafi annan dag jóla. Talið er að tugþúsundir íbúa hamfarasvæðanna muni ekki get- að snúið til síns heima fyrr en eft- ir marga mánuði. Að sögn Mike Brown, forstjóra Almannavarna- stofnunar Bandaríkjanna, verður mjög hættulegt að fara inn á flóðasvæðin eftir að vatnið hefur sjatnað vegna smithættu frá rotn- andi dýrahræjum og hættu á eitr- unum frá eiturefnum sem lekið hafa út í umhverfið við flóðin. Í gær hófust svo miklar grip- deildir í New Orleans og Biloxi, stundum beint fyrir framan nefið á lögreglu- og hermönnum. Fólk með fangið fullt af matvöru, fatn- aði og bleyjum hélt því fram að ekki væri um þjófnað að ræða heldur einfaldlega örþrifaráð til að bjarga lífi sínu og sinna. Rán- skapurinn var þó langt í frá bund- inn við slíkan varning því skart- gripum, hljómtækjum og áfengi var líka stolið blygðunarlaust. Veðurfræðingar segja að á næstu dögum muni Katrín fikra sig norður eftir landinu. Þótt mjög hafi dregið úr vindinum fylgir veðrinu gífurleg úrkoma og er búist við hinu versta í Ohio og Tennessee. sveinng@frettabladid.is Eru það mistök hjá R-lista flokkunum að bjóða fram hver í sínu lagi? SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að stunda líkams- rækt í haust? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 46,3% 53,7% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN FELLIBYLURINN BUSH STYTTIR SUMARFRÍIÐ George W. Bush Bandaríkjafor- seti lýkur sumarfríi sínu og heldur til Washington í dag, tveimur dögum fyrr en hann áformaði, til að leggja sitt af mörkum til að neyðaraðstoð al- ríkisstjórnarinnar komist sem fyrst til skila. RAUÐI KROSSINN STÓRTÆKUR Rauði kross Bandaríkjanna hef- ur hrundið af stað umfangs- mestu neyðaraðstoð í sögu samtakanna. Aðstoðin er sögð víðtækari en neyðaráætlanir vegna síðustu fjögurra felli- bylja samanlagðar. Að sögn CNN dvelja 75.000 manns í neyðarskýlum samtakanna og vistir og lyf hafa verið send á hamfarasvæðin. ÆTTARÓÐALIÐ HORFIÐ Anne Andersson frá Gulfport, Mississippi, var niðurbrotin þegar hún frétti að heimili fjöl- skyldu sinnar síðustu 150 árin hefði gjöreyðilagst. „Við áttum forna dýrgripi en samt mun ég sakna þess mest að geta ekki fylgst með döguninni og sól- setrinu af veröndinni hjá mér,“ sagði hún tárvot í samtali við NBC sjónvarpsstöðina. SKJÓLS LEITAÐ Á sunnudaginn vildu allir komast inn á leikvanginn en nú vilja allir fara þaðan og það sem fyrst. Louisiana Superdome: Óflreyjan vex NEW ORLEANS, AP Risið á fólkinu sem leitaði skjóls undan Katrínu á leikvanginum Louisiana Super- dome var orðið verulega lágt í gær. Mikill hiti og raki myndaðist í höllinni þar sem loftræsting henn- ar virkaði ekki vegna rafmagns- leysis og óþrifnaður og rusl var farið að valda vandamálum. „Mér er sama hversu illa farið húsið mitt er, það getur ekki verið verra en þetta,“ sagði Ruby Jackson, 56 ára, önug á svip. Vonleysið óx enn þegar fréttist hversu miklar skemmdirnar væru og líklega kæmist enginn heim fyrr en í fyrsta lagi á mánudaginn. Höllin er umflotin vatni og því kemst enginn lönd né strönd. ■ GEIGVÆNLEGAR SKEMMDIR Hlutabréf í tryggingafélögum hafa lækkað síðustu daga en bréf í verktakafyrirtækjum og byggingavöruverslunum hafa af augljósum ástæðum hækkað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P M YN D /A P GRIPDEILDIR Í NEW ORLEANS Vatn flæddi um alla New Orleans-borg eftir að skarð kom í flóðgarð sem lá að Pontchartain-vatni. Það aftraði ekki óprúttnum ræningjum frá því að ræna og rupla í yfirgefnum verslunum. M YN D /A P S lóð Katrínar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.