Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 2
2 31. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR Rjúpnaveiðar leyfðar á ný en veiðitíminn styttur úr tíu vikum í sjö: Vei›imenn hvattir til hófsemi UMHVERFI Sigríður Anna Þórðar- dóttir umhverfisráðherra til- kynnti í gær að hún hefði ákveðið að leyfa rjúpnaveiðar á ný. Reglugerð umhverfisráðuneyt- isins um rjúpnaveiðar er í sam- ræmi við tillögur Umhverfis- stofnunar, nema að veiðitíminn er samræmdur. Veiðitímabilið verð- ur frá 15. október til 30. nóvem- ber, sem eru sjö vikur í stað tíu vikna áður. Auk reglugerðarinnar verða veiðimenn hvattir til að gæta hófs í veiðum með sérstöku átaki. Sölubann veiðibráðarinnar er enn í gildi. „Það kemur sjálfsagt engum á óvart,“ sagði Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráð- herra á blaðamannafundi í gær. Talið er að fimm til tíu prósent rjúpnaveiðimanna hafi veitt um helming allra rjúpna, og taka á fyrir það. Enn fremur er bann við notkun fjórhjóla, vélsleða og ann- arra torfærutækja ítrekað í reglu- gerðinni. Markmið ráðuneytisins er að veiðin verði innan við 70.000 fugl- ar og ljóst var af blaðamanna- fundinum í gær að menn reiða sig í raun á ábyrgðartilfinningu veiði- manna. „Ég ætlast til að veiði- menn skili inn réttum tölum á veiðiskýrslum,“ sagði Sigríður. Þessar reglur eru settar til reynslu í eitt ár og árangurinn verður hafður til hliðsjónar haust- ið 2006. - grs 23 ára maður sem banaði öðrum manni á Hverfisgötu: Mótmælti ekki frekara gæsluvar›haldi DÓMSTÓLAR Sigurður Freyr Krist- mundsson, sem játað hefur að hafa banað manni með hnífi að morgni 19. ágúst, mótmælti ekki úrskurði um frekara gæsluvarð- hald yfir honum til 22. nóvember. Gæsluvarðhaldið og þrjár aðr- ar ákærur á hendur Sigurði voru teknar fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sigurði Frey, sem er 23 ára gamall, er gefið að sök að hafa tekið við tveimur gull- hringum, að verðmæti tæpar 24.000 krónur, af ótilgreindum manni í byrjun desember síðast- liðinn, en þeim hafði verið stolið úr úra og skartgripaverslun. Þá er hann ákærður fyrir að hafa í nóv- ember í fyrra ekið bifreið án rétt- inda og undir áhrifum slævandi lyfja og fyrir að hafa síðar sama mánuð, selt tvo falsaða tékka en upphæð hvors þeirra hafði verið breytt úr 5.000 krónum í 50.000 krónur. Ákærurnar þrjár voru dóm- teknar, en að sögn Sveins Andra Sveinssonar, er dóms að vænta í þessum málum mánudaginn 8. september. - óká Rannsókn getur leitt til ska›abótamála Landlæknisembætti› er a› hefja rannsókn á aflei›ingum aukaverkana gigtar- lyfsins Vioxx hérlendis. Hæstaréttarlögma›ur segir ni›urstö›ur hennar geta leitt til málshöf›unar af hendi fleirra sem notu›u Vioxx og fengu hjartaáfall. HEILBRIGÐISMÁL Landlæknisemb- ættið er að hefja rannsókn á hugs- anlegri fylgni milli notkunar verkjalyfsins Vioxx og aukinnar tíðni hjartaáfalla og kransæða- sjúkdóma hér á landi. Sigurður Guðmundsson landlæknir hefur í höndunum tilkynningar frá fimm gigtarsjúklingum sem tóku lyfið og fengu hjartaáfall. Stefán Geir Þórisson hæsta- réttarlögmaður segist ekki myndu hika við að leita ráða hjá bandarískum lögmanni um bóta- rétt hefði hann sannanlega orðið fórnarlamb aukaverkana lyfsins, sem nú hefur verið tekið af mark- aði. Hann segir að málshöfðun geti hugsanlega grundvallast á niðurstöðum rannsóknar Land- læknis bendi þær til ofangreindr- ar fylgni. Stefán Geir vann á vor- mánuðum skaðabótamál sem kona höfðaði á hendur lyfjafyrirtækinu GlaxoSmithKline ehf. og Líf hf. Hún varð alvarlega veik vegna aukaverkana sem hún hlaut af töku lyfsins Lamictal. Stefán Geir bendir á að fyrir- tækið sem framleiddi Vioxx sé bandarískt og verði fyrst og fremst sótt fyrir bandarískum dómstólum á grunni bandarískra laga. Ef fyrirtækið yrði dæmt bótaskylt í heimalandinu fengjust margfalt hærri bætur en ef höfð- að yrði mál á hendur dótturfyrir- tækis þess Merck, Sharp og Dohme á Íslandi. Að auki væri ekki hægt að fullyrða um bóta- skyldu íslenska fyrirtækisins. Fyrsti skaðabótadómurinn hef- ur nú fallið í Texas á framleiðanda Vioxx, Merck & Co í Bandaríkjun- um. Ekkju manns sem lést eftir að hafa notað Vioxx voru dæmdar skaðabætur sem nema 16 millj- örðum króna. Þá hefur fólk í öðr- um Evrópulöndum lýst því yfir að það hyggist lögsækja fyrirtækið. Stefán Geir segir að lögin um skaðsemisábyrgð gildi um skaða- bótaábyrgð framleiðanda og dreifingaraðila á tjóni sem hlýst af ágalla á vöru sem þeir hafi framleitt eða dreift. Hugtakið „ágalli“ geti birst í ýmsum mynd- um. Vara sé haldin ágalla sé hún ekki eins örugg og hefði mátt vænta eftir öllum aðstæðum. Í Glaxo-málinu hefði ágallinn varð- að ófullnægjandi viðvörunar- merkingar með lyfinu. jss@frettabladid.is Ný lög boðuð: Ofbeldisklám ver›ur banna› LUNDÚNUM, AP Breska ríkisstjórnin hyggst leggja fram lagafrumvarp þar sem varsla ofbeldistengds kláms verður gerð refsiverð. Bretland yrði fyrst Vesturlanda sem bannaði slíkt. Kveikjan að banninu er morð á konu sem var kyrkt af kunningja sínum. Hann viðurkenndi að sækja mjög í slíkt klámefni. Sam- tök sem berjast gegn klámi fögn- uðu fréttunum en baráttuhópar fyrir skoðanafrelsi segja ekkert benda til þess að ofbeldisklám leiði af sér ofbeldishegðun. Auk ofbeldiskláms yrðu dýraklámmyndir og myndir af náriðlum ólöglegar. ■ ÓPÍUMAKRAR VAKTAÐIR Allt að tuttugu ár gæti tekið að koma alfarið í veg fyrir óp- íumframleiðslu í Afganistan. Ópíum í Afganistan: Framlei›slan heldur áfram AFGANISTAN, AP Framleiðsla á ópíum í Afganistan hefur einungis dregist saman um tvö prósent þrátt fyrir átak stjórnvalda þarlendis. Tekist hefur að minnka ræktarland um fimmtung en sökum óvenju hag- stæðra veðurskilyrða gengur þeim sem enn rækta valmúa vel að halda framleiðslunni uppi. Antonio Maria Costa, yfirmaður stofnunar Sameinuðu þjóðanna gegn fíkniefnum og glæpum, segir að erfitt geti reynst að koma alfar- ið í veg fyrir ópíumframleiðslu í Afganistan, allt að tuttugu ár geti tekið að uppræta ræktunina. ■ HÓTEL NÝHÖFN Hótelgisting er mun ódýrari í Kaupmannahöfn en Stokkhólmi. Kaupmannahöfn: Hótelgisting sög› of ód‡r DANMÖRK Að mati samtaka hótela og veitingahúsa í Danmörku er hótelgisting í Kaupmannahöfn of ódýr. Samtökin vilja beita sér fyrir hærra verði til þess að bæta hag hótela sem mörg hver eiga við fjárhagsvanda að stríða. Í dag kostar næturgisting á fjögurra stjörnu hóteli að jafnaði 2.000 krónum meira í Stokkhólmi en í Kaupmannahöfn. Stóraukið framboð á gistirými telja samtökin helstu ástæðuna fyrir þessu lága verði. Einnig hafa viðskiptaferðalög minnkað eftir hryðjuverkaárásinar í New York 2001 og hár virðisaukaskattur í Danmörku kemur jafnframt niður á hótelunum. - ks ARON PÁLMI ENN Í HALDI Aron Pálmi Ágústs- son var enn í haldi þegar Frétta- blaðið fór í prentun í gærkvöld, en þá voru skrifstofur í Texas í þann veginn að fara að loka. Hann hafði engin tíðindi fengið af því að hann fengi lausn úr haldi en búist er við hann fái frelsi á næstu dögum. LÖGREGLUFRÉTTIR MEÐ SJÚKRABÍL Í BÆINN Ekið var á gangandi vegfaranda á Austur- vegi á Selfossi klukkan hálfsex síðdegis í gær. Meiðslin voru ekki alvarleg en hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur til skoð- unar og aðhlynningar. SPURNING DAGSINS Addi, er fletta til a› slá í gegn? „Já, ég læt alla vega ekki slá mig út af laginu.“ Addi Fannar í Skítamóral stefnir á að fá svarta beltið í karate innan tveggja ára. M YN D /A P LÓÐAÚTHLUTANIR VILJA BREYTA REGLUM Bæjar- stjórn Kópavogsbæjar vísaði í gær tillögu Samfylkingar um breyttar úthlutunarreglur um út- hlutun byggingaréttar til bæjar- ráðs.Samkvæmt breytingunum á að draga skilyrðislaust milli jafn- hæfra umsækjenda og afmarkað er með skýrari hætti eftir hvaða þáttum umsækjendur séu metnir. DÓMSMÁL GÆSLUVARÐHALD STAÐFEST Hæstiréttur staðfesti í gær úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald til föstudags yfir pilti sem ákærður er fyrir að hafa stungið annan pilt tvívegis í bakið með hnífi í miðborg Reykjavíkur. Árásina gerði hann skömmu eftir að formlegri dag- skrá Menningarnætur lauk. ÁRÁSARMAÐUR FÆRÐUR FYRIR DÓMARA Sigurður Freyr Kristmundsson, sem játað hefur að hafa orðið manni að bana með hnífi í íbúð á Hverfisgötu í Reykjavík fyrr í mánuðinum, mótmælti ekki frekara gæsluvarðhaldi fyrir dómi í gær. M YN D /A N TO N B R IN K GIGTARLYFIÐ Aukaverkanir Vioxx hafa þeg- ar leitt til þess að framleiðandinn hefur verið dæmdur til að greiða skaðabætur. Fleiri málshöfðanir eru í farvatninu. RJÚPNAVEIÐAR LEYFÐAR Á NÝ Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur leyft rjúpnaveiðar frá 15. október. SIGRI FAGNAÐ Carol Ernst og Mark Lanier, lögmaður hennar, fögnuðu sigri þegar lyfja- fyrirtækið Merck, framleiðandi Vioxx, var dæmt til að greiða andvirði 16 milljarða króna í skaða- og miskabætur vegna andláts eiginmanns Carol.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.