Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Barnagæsla og jafnrétti Grundvöllurinn fyrir því að jafn-rétti megi nást er að boðið sé upp á góða barnagæslu, sagði Cherie Booth, eiginkona Tony Blair, forsætis- ráðherra Breta, í viðtölum sem hún veitti íslenskum fjölmiðlum. Hún var hér á landi til að taka þátt í ráðstefnu kvenkyns menningarmálaráðherra víðs vegar úr heiminum þar sem ræða átti málefni kvenna. EFTIR að hafa velt þessari fullyrðingu dálítið fyrir mér komst ég að þeirri nið- urstöðu að auðvitað er það rétt hjá henni. Hvernig eiga konur að geta átt jafnan rétt til þátttöku í samfélaginu ef þær hafa ekki kost á því að yfirgefa heimili sín vegna ábyrgðar á börnum? Því það er nú einu sinni þannig að mæð- ur bera yfirleitt meiri ábyrgð á barna- uppeldi en feður og því kæmi það í þeir- ra hlut að gæta barna sinna og faðirinn myndi vinna úti. Í þessu ljósi fannst mér mjög merkilegt að hlusta á viðtal við Gísla Martein Baldursson í morgunútvarpinu í gær. Gísli Marteinn tilkynnti um helgina að hann sækist eftir því að verða borgar- stjóraefni Sjálfstæðisflokksins í kom- andi kosningum, en nóg um það. Það sem mér fannst merkilegt í ljósi um- mæla Cherie Booth, var ekki það að Gísli Marteinn hrósaði Reykjavíkurlist- anum fyrir það sem hann hafði áorkað í barnagæslumálum í borginni á tólf ára valdatíma sínum, heldur það sem hann sagði um ástandið í dagheimilismálum borgarbúa fyrir tíð Reykjavíkurlistans. GÍSLI Marteinn benti á það að þegar Reykjavíkurlistinn tók við stjórnar- taumunum í borginni hafi einungis ein- stæðum foreldrum og námsmönnum boðist heilsdagsvistun fyrir börn sín í leikskólum borgarinnar. Öðrum bauðst að vista börn sín hálfan daginn. Ég hafði hreinlega ekki gert mér grein fyrir því hvað mikið hefur áunnist á svo stuttum tíma. FYRIR aðeins tólf árum gátu báðir for- eldrar ungra barna í Reykjavík því ekki gengið að því vísu að geta fengið full- nægjandi barnagæslu fyrir börn sín, sem samkvæmt Cherie Booth er grund- völlur fyrir því að jafnrétti náist milli kynjanna. Fyrir tólf árum hallaði því enn meira á réttindi kvenna en gerir í dag. Bætt úrræði í barnagæslu hafa aukið möguleika kvenna til atvinnuþátt- töku og þannig aukið á jafnrétti milli kynjanna. Sem betur fer einskorðast þessi baráttumál ekki lengur við Reykjavíkurlistann því sjálfstæðismenn hafa gert barnagæslumál eitt helsta baráttumál þessara kosninga. Lengi getur gott batnað. SIGRÍÐAR DAGGAR AUÐUNSDÓTTUR BAKÞANKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.