Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 17
NÁMSKEIÐ Dale Carnegie fyrir ungu kynslóðina. BLS 2 [ ESJANGöngugarpar geta tekið strætó að Esjunni. BLS 5 ] SMÁAUGLÝSINGAR Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Píanóskóli Þorsteins Gauta Ármúla 38 Píanóskóli Þorsteins Gauta er fluttur í stærra og betra húsnæði í Ármúla 38. Gengið inn frá Selmúla - Píanónám - Einkatímar - Námskeið - Allir aldurshópar frá 4 ára aldri Uppl. í símum 551 6751 og 691 6980 www.pianoskolinn.is pianoskolinn@pianoskolinn.is Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 31. ágúst, 243. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 6.07 13.28 20.47 AKUREYRI 5.46 13.13 20.38 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Gæsaveiðin er hafin á heiðum uppi. Gunnbjörn Steinarsson sölumaður er einn þeirra sem iðka það að kúra í leyni í fötum í felulitum og bíða þess grafkyrr að bráðin komi í ljós. „Við sem stundum veiðar á hálendinu leit- um að kvöldstöðum fuglsins og reynum að sitja fyrir honum þar,“ segir Gunnbjörn. Hann kveðst ávallt vera með tveimur til þremur félögum sem fylgist að. „Yfirleitt reynum við að gera dálítið úr þessum ferð- um. Látum þær ekki bara snúast um veiði heldur njótum náttúru landsins sem partur af henni en ekki gestir. Einn úr hópnum er ljósmyndari og hann opnar oft augu okkar hinna fyrir hlutum sem við sjáum annars ekki,“ segir hann og er beðinn að lýsa dæmigerðum degi gæsaskyttu. „Við byrjum auðvitað á að pakka niður. Það er mikið magn af dóti sem fylgir okkur, tjald, tálfuglar, fatnaður, mikill og góður matur og ekki mega staðsetningartækin gleymast. Við komum okkur svo einhvers- staðar fyrir og búum til bækistöð þar sem skrafað er, eldað og hvílst. Þegar álitlegur veiðistaður er fundinn stillum við upp gervigæsum eftir kúnstarinnar reglum. Svo leggjumst við niður og blásum í gæsaflautur sem við höfum hangandi á okkur. Þannig reynum við að lokka fuglinn til okkar. Galdurinn felst í að fela sig fyrir honum og liggja kyrr. Það er bara rétt hvít- an í augunum sem má hreyfast!“ Gunnbjörn segir þá félaga skjóta gæsina á flugi. Það finnist þeim mun meira sport en að láta hana setjast og skjóta svo. „Okk- ur finnst þetta gríðarlega spennandi. Þetta snýst um að finna sér staði og hlúa að þeim. Líka að veiða ekki of mikið því þá fælir maður fuglinn frá. Við lendum í alls konar veðrum og náttúran er síbreytileg. Það hef- ur til dæmis áhrif á skytterí hvenær varpið hófst og hversu mikið er af berjum og öðru æti. Númer eitt er þó að vera vel búinn og gleyma því aldrei að við erum á Íslandi og allra veðra er von.“ gun@frettabladid.is Allt kyrrt nema hvítan í augunum Göngustígurinn efst í Þver- fellshorni Esjunnar hefur verið endurbættur í sumar á kostn- að forsætisráðuneytisins. Þar hafa verið settar tröppur og keðjur til þess að auðvelda fólki uppgönguna. Eflaust eiga þær framkvæmdir eftir að koma þjóðinni að gagni því ganga upp á Esjuna er sívin- sælt tómstundagaman og á sjöunda þúsund manns hafa lagt þangað leið sína í sumar. Hótel Höfn á Hornafirði hef- ur verið með afbragðs góða nýtingu í sumar og toppar sumarið í fyrra sem þó var gott. Ítalir og Spánverjar hafa í auknum mæli nýtt sér þjón- ustuna þar en minna hefur sést til Íslendinga en oft áður. Kennarar og starfsfólk Menntaskólans á Ísafirði und- irbjuggu sig undir vetrarstarfið með því að sitja fyrirlestur hjá Guðfinnu S. Bjarnadóttur, rekt- ors Háskólans í Reykjavík, um árangur í skólastarfi og nám- skeið Steinunnar I. Stefáns- dóttur um samstarf og liðs- heild. Gunnar Kvaran sellóleikari hefur verið ráðinn prófessor í kammertónlist og strengjaleik við tónlistardeild Listaháskól- ans. ferdir@frettabladid.is „Ég veiði í hvaða veðri sem er en dagarnir eru ólíkt yndislegri í góðu veðri,“ segir Gunnsteinn. LIGGUR Í LOFTINU [ FERÐIR - NÁM ] KRÍLIN Verður maður að líta út eins og birkirúnnstykki þegar maður fær mislinga? SMÁAUGLÝSINGAR SÍMI: 550 5000 ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AU KU R SN O R R AS O N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.