Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 8
8 31. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR Tölvunám eldri borgara Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is Grunnur 30 kennslustunda byrjendanámskeið fyrir 60 ára og eldri. Engin undirstaða nauðsynleg, hæg yfirferð með þolinmóðum kennurum. Á námskeiðinu er markmiðið að þátttakendur verði færir að nota tölvuna til að skrifa texta, setja hann snyrtilega upp og prenta, fara á internetið, taka á móti og senda tölvupóst. Kennsla hefst 6. september og lýkur 27. september. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl 13 - 16. Verð kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin. Framhald I 30 kennslustunda námskeið, hentar þeim sem lokið hafa byrjendanámskeiðinu eða hafa sambærilega undirstöðu. Byrjað er á upprifjun áður en haldið er lengra í Word. Framhaldsæfingar í Internetinu og tölvupósti auk þess sem stafrænar myndavélar verða kynntar. Kennsla hefst 5. september og lýkur 26. september. Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl 13 - 16. Verð kr. 19.500,- Framhald II 30 kennslustunda námskeið ætlað þeim sem lokið hafa fyrra framhaldsnámskeiðinu eða hafa sambærilegan grunn og vilja enn meiri þekkingu og þjálfun. Byrjað er á upprifjun og svo er haldið áfram og kafað dýpra. Kennsla hefst 5. september og lýkur 26. september. Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl 13 - 16. Verð kr. 17.000,- www.urvalutsyn.is ÍS LE N S K A A U G L† S IN G A S T O FA N /S IA .I S U R V 2 9 4 14 0 8 /2 0 0 5 Lokaútkall í næstu viku Bókaðu strax á www.urvalutsyn.is 34.900 kr. í viku* Verð á mann *Netverð á mann á ofangreinda áfanga- og gististaði. Verð er óháð fjölda í íbúð, en lágmarksfjöldi í íbúð er 2. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting í 7 nætur og íslensk fararstjórn. Brottfarir í næstu viku Flug Til Brottför Hlið Ath. FI 940 Portúgal, Brisa Sol 5. sept. 4 Lokaútkall FI 964 Krít, Helios 5. sept. 2 Lokaútkall FUA 9808 Mallorca, Club Royal Beach 7. sept. 1 Lokaútkall FUA 9806 Costa del Sol, Aguamarina 8. sept. 6 Lokaútkall Takm arka ð fram boð Fyrs tur k emu r - fy rstu r fæ r! Tveir piltar ákærðir: Kona myrt í skírnarveislu BRETLAND Tveir unglingspiltar hafa verið ákærðir fyrir morðið á Zainab Kalokoh, 33 ára gamalli konu frá Lundúnum. Þeir eru sagðir hafa skotið hana í höfuðið þar sem hún hélt á barni sínu í skírnarveislu í Suður-Lundúnum um helgina. Pilt- arnir sem eru 14 og 16 ára komu fyrir dóm í gær. Vitni segja unglingana hafa ruðst inn og skotið og öskrað á gesti áður en þeir tóku töskur, farsíma og vínflöskur af veislugestum. Barnið sem Kalokoh hélt á sakaði ekki. ■ ELDSVOÐI ENN HALDIÐ SOFANDI Líðan konu sem hlaut alvarleg brunasár og varð fyrir reykeitrun í eldsvoða í Stigahlíð að síðasta laugardag er enn óbreytt að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi. Konunni er haldið sofandi í öndunarvél. Mikl- ar skemmdir urðu á íbúðinni, en aðrir íbúar gátu forðað sér. STJÓRNMÁL Árni Þór Sigurðsson, Vinstri grænum, sem skipaði efsta sæti R-listans í síðustu borgar- stjórnarkosningum, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti lista Vinstri grænna fyrir borgarstjórn- arkosningarnar næst vor. „Við teljum raunhæft að fylgi Vinstri grænna sé á bilinu 10 til 15 prósent í höfuðborginni. Við þurf- um um tólf til þrettán prósent til að ná inn tveimur mönnum. Þetta er því baráttusæti,“ sagði Árni Þór þegar hann kynnti ákvörðun sína í gær. Vinstri hreyfingin grænt fram- boð hefur ákveðið að halda próf- kjör í Reykjavík 1. október næst- komandi. Gert er ráð fyrir því að bjóða fram svonefndan fléttulista þar sem hlutfall kvenna og karla verður jafnt. „Með þessari ákvörðun minni er ég um leið að greiða götu þess að kona skipti efsta sæti listans og væri að því bæði sómi og reisn fyrir V-listann,“ segir Árni Þór. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er víst að Svandís Svav- arsdóttir gefi kost á sér í efsta sæti listans en Björk Vilhelms- dóttir borgarfulltrúi hefur einnig verið orðuð við efstu sætin. „Við ætlum að leggja mikið undir. Ég er sjálfur að leggja mik- ið undir með ákvörðun minni. Ef flokksmenn verða sammála mér um þessa ákvörðun í prófkjörinu eru þeir einnig að segja að allt kapp verði lagt á það að ná inn tveimur mönnum.“ Í könnun Fréttablaðsins um helgina mældist fylgi Vinstri grænna tæp níu prósent, en til þess að ná inn tveimur mönnum þarf V-listinn að fá 12-13 prósenta fylgi eins og áður segir. johannh@frettabladid.is ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON BORGARFULLTRÚI Árni gefur kost á sér í annað sæti lista Vinstri grænna í höfuðborginni, en það telst baráttusæti. SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR Miklar líkur eru taldar á að Svandís bjóði sig fram í fyrsta sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Árni fiór vill baráttusæti› Árni fiór Sigur›sson sækist eftir ö›ru sæti á lista Vinstri grænna og segist vilja skipa baráttusæti›. Gangi fletta eftir skipar kona fyrsta sæti listans. BRETLAND Tveir karlmenn réðust inn í hús í Newcastle á sunnudags- kvöldið, rotuðu þar konu sem þar bjó og kveiktu svo í. Konan vakn- aði skömmu síðar, bundin á hönd- um, en þá var mikill reykur í íbúð- inni. Henni tókst að hringja eftir hjálp með því að þrýsta tungunni á símahnappana en jafnframt æpti hún út um bréfalúguna. Fjög- urra mánaða gamall sonur kon- unnar dó hins vegar í brunanum. Mannanna tveggja er nú ákaft leitað en lögregla segir útilokað að þeir hafi ekki vitað af litla barninu þar sem það grét hástöf- um. Ekki er vitað um tilefni þessa óhæfuverks en öruggt er að mennirnir verði ákærðir fyrir morð. ■ Tveggja manna leitað eftir íkveikju: Brennuvargar bönu›u barni JERÚSALEM, AP Benjamín Netanya- hu, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, hefur boðið sig fram gegn Ariel Sharon, núverandi forsætis- ráðherra, í formannskosningum í Likud-bandalaginu. Ólga hefur verið í flokknum vegna rýmingar landnemabyggða á Gaza-ströndinni og á dögunum yfirgaf Netanyahu ríkisstjórnina. Í gær ákvað hann hins vegar að skora Sharon á hólm eftir að sá síðarnefndi sagði hann óstöðugan og taugaveiklaðan. „Maðurinn sem stuðningsmenn Likud-bandalagsins greiddu at- kvæði sitt sneri við þeim bakinu. Við verðum að reisa flokkinn við og fylgja þeirri stefnu sem Shar- on hefur traðkað á,“ sagði Net- anyahu þegar hann lýsti yfir framboði sínu. Um þessar mundir er staða Netanyahu innan flokksins talin sterkari en staða Sharons og fari svo að forkosningar verði haldnar síðla næsta mánaðar gætu dagar Sharons í Likud-bandalaginu ver- ið taldir. Sharon er hins vegar álit- inn græða á því að kosningabar- áttan dragist á langinn. Háttsettir félagar í flokknum eru allt annað en ánægðir og telja deilurnar geta orðið til þess að Likud hrökklist frá völdum. „Ég hef aldrei séð pólitískt hópsjálfs- morð framið með jafn glöðu geði,“ sagði Meir Shetreet, bandamaður Sharons. Kosningar í Ísrael verða haust- ið 2006. - shg Væringar í Likud-bandalaginu magnast enn: Netanyahu skorar Sharon á hólm HARÐLÍNUMAÐUR Benjamín Netanyahu sakar Ariel Sharon um að hafa traðkað á hugsjónum og stefnumálum flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.