Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 62
31. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR > Við búumst við ... ... gríðarsterku liði Keflavíkur í kvennakörfunni eftir að ljóst var að Reshea Bristol og Anna María Sveinsdóttir munu báðar spila með liðinu næsta vetur. Keflavík hefur orðið Íslands- meistari þrjú síðustu árin og gæti náð sögulegum árangri í vetur með því að vinna titilinn fjórða árið í röð. Grétar Rafn til AZ Grétar Rafn Steinsson er kominn í hollensku úrvalsdeildina eftir að hann yfirgaf svissneska liðið Young Boys í gær og samdi við AZ Alkmaar sem er sem stendur á toppi deildarinnar og komið í 1. umferð í Evrópukeppni félagsliða. Grétar Rafn hefur vakið mikla athygli að undanförnu og er líklegur til að gera góða hluti í hollenska boltanum. sport@frettabladid.is 22 > Við skiljum ekki ... .... slæmt gengi Fylkismanna á heimavelli sínum í Árbæ. Fylkisliðið hefur nú tapað fjórum heimaleik- jum í röð og alls 6 af 8 deildarleikjum sínum í Árbænum í sumar. Fylkisliðið hefur því náð í 80% stiga sinna í deildinni á útivelli. fiorlákur Árnason, fljálfari Fylkis, hefur gefi› fla› út a› hann muni ekki halda áfram me› Fylkisli›i› eftir a› leiktí›inni l‡kur í haust. Þorlákur mun hætta eftir tímabilið FÓTBOLTI „Þetta er búið að liggja ljóst fyrir í langan tíma,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Fylkis í Landsbankadeild karla, en hann hefur ákveðið að hætta með liðið eftir þetta tímabil. „Það eru búnar að vera þannig innanhúsdeilur í félaginu að það eru miklar breyt- ingar í vændum hvað varðar þjálfaramál og einnig í meistara- flokksráði. Ég mun því klára þessa tvo leiki sem eftir eru. Þetta hefur verið lærdómsríkur tími en ég hef aldrei á ævinni lent í jafn miklu mótlæti hvað varðar meiðsli og mun aldrei lenda í öðru eins aftur. Og ef þú brotnar ekki við það styrkist þú bara.“ Þorlákur hefur legið undir nokkurri gagnrýni á þessu tíma- bili vegna slaks árangurs og á mánudag ákvað stjórn félagsins að Guðni Rúnar Helgason, leik- maður liðsins síðustu tvö sumur, myndi hætta með liðinu til ára- móta vegna trúnaðarbrests milli hans og Þorláks. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Guðni Rúnar hafa verið óhress með að hafa ekki verið gerður að fyrirliða liðsins í leik gegn Grindavík fyrr í mánuðinum, en fyrir tímabilið mun hafa verið ákveðið að Guðni Rúnar yrði fyr- irliði í fjarveru Vals Fannars Gíslasonar og Finns Kolbeinsson- ar, eins og raunin var gegn Grindavík, en þess í stað ákvað Þorlákur að láta Helga Val Dan- íelsson bera fyrirliðabandið. Þá ákvörðun mun Guðni Rúnar hafa verið mjög ósáttur með. Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, er sterklega orðaður við stjóra- stöðuna við Fylki en hann vildi lít- ið um málið segja við Fréttablaðið í gær. „En það er aldrei að vita hvað gerist eftir tímabilið,“ sagði Ólafur. - esá, - vig HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 28 29 30 31 1 2 3 Miðvikudagur ÁGÚST ■ ■ LEIKIR  18.30 ÍA og Breiðablik mætast á Akranesi í Landsbankadeild kvenna.  18.30 Stjarnan tekur á móti Keflavík á Störnuvelli.  18.30 KR og ÍBV mætast á KR-velli í Landsbankadeild kvenna.  18.30 FH og Valur mætast í Kapla- krika í Landsbankadeild kvenna. ■ ■ SJÓNVARP  07.00 Olíssport á Sýn. Þátturinn er endursýndur þrisvar sinnum til 09.00 og svo aftur klukkan 18.00.  18.30 Enski boltinn á Sýn. Leikur Leeds og Crystal Palace úr 1. deildinni.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.25 Formúlukvöld á RÚV. „Það hefði auðvitað verið betra að ná að vinna þennan leik, en ég er samt mjög ánægður með leik liðsins í dag,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari íslenska liðsins, eftir leikinn í gær. Magnús Þór Gunnarsson var stigahæst- ur íslenska liðsins með 21 stig, en Hlynur Bæringsson kom næstur með 18 stig og hirti 11 fráköst. Eftir að liðið tapaði illa fyrir Kínverjum í fyrri leik liðanna á dögunum, sagði Sigurður að allt annað hefði verið að sjá til strákanna í gær. „Vörnin gekk miklu betur hjá okkur í gær og baráttan meiri, auk þess sem langskotin voru að detta hjá okkur,“ sagði Sigurður og bætti við að liðið væri komið á gott skrið fyrir leikinn mikilvæga gegn Dön- um í Keflavík á laugardaginn. „Ég hef engar áhyggjur af leiknum við Dani ef við spil- um í líkingu við það sem við vorum að gera hérna í dag, því þetta kínverska lið er auðvitað gríðarlega sterkt. Við misstum Hlyn og Friðrik báða út af með fimm villur í leiknum og máttum ekki eiga neina slæma kafla, því þá var okkur refsað strax,“ sagði Sigurð- ur, en íslenska liðið var með forystu 24- 22 eftir fyrsta leikhlutann, en eftir það tóku Kínverjar leikinn í sínar hendur og unnu eins og áður sagði með 16 stiga mun. „Ég get ekki annað en hrósað öllum strákunum fyrir frammistöðuna í dag og þetta er búið að vera frábært ferðalag hérna út. Fólkið hérna er mjög hrifið af körfubolta og hrósaði þeim Hlyni og Magga fyrir leik sinn í dag. Stemningin er ólýsanleg og það er bara eins og við séum að túra með sjálfum Elvis hérna, þvílík eru lætin í kringum Yao Ming,“ sagði Sigurður, sem ásamt strákunum í landsliðinu fékk lögreglu- og herfylgd í burtu frá höllinni þar sem leikurinn var spilaður. ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Í KÖRFUBOLTA: TAPAÐI FYRIR KÍNA, 96-80, Í SÍÐARI LEIK LIÐANNA Í GÆR: Eins og a› fer›ast me› Elvis Presley ÞORLÁKUR ÁRNASON Verður ekki á hliðarlínunni hjá Fylki næsta sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.