Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN14 F Y R I R T Æ K I F Ó L K Á F E R L I Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Ís- landsbanka, segist lengi hafa haft það að leiðarljósi í sínu starfi að vera ekki að flækja hlutina að óþörfu. „Flestir hlutir eru einfaldari en þeir virðast í fyrstu. Þegar maður glímir við spurningu á maður alltaf að snúa sér beint að kjarna málsins en ekki tala í kringum hlutina,“ seg- ir Edda Rós. Ráðið hefur Edda Rós úr verkalýðshreyfingunni, en hún starfaði lengi sem hagfræðingur hjá ASÍ og hélt meðal annars fyr- irlestra um efnahagsmál fyrir hönd Sambandsins auk þess að kenna í svokallaðri fullorðins- fræðslu. „Þar fékk ég oftar en ekki spurningar sem komu beint að kjarna málsins. Þá fór ég að hugsa hlutina frá grunni og komst að því að flestir hafa forsendur til að skilja flókna hluti séu þeir matreiddir á íslensku en ekki ein- hverju hagfræðimáli.“ - jsk B E S T A R Á Ð I Ð NordicPhotos er með aðsetur bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Fyrir- tækið festi árið 2003 kaup á tveimur sænskum myndabönk- um, Mira Bildarkiv og IMS Bild- byra, og nú á dögunum var sá þriðji, Tiofoto, keyptur. Nordic- Photos er einnig í samstarfi við myndabanka í Noregi og Finn- landi, auk þess að fara með um- boð fyrir stærsta myndabanka heims, GettyImages, á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Grunnurinn að fyrirtækinu var lagður árið 2000, en Arnald- ur Gauti Johnson, framkvæmda- stjóri NordicPhotos, rak þá lítið veffyrirtæki ásamt Kjartani Dagbjartssyni og Hreini Ágústs- syni. Fyrirætlanir félaganna breyttust þó skyndilega þegar Thor Ólafsson, mágur Arnaldar, kom á þeirra fund og stakk upp á því að þeir settu á laggirnar ís- lenskan myndabanka: „Okkur langaði alltaf að gera eitthvað annað og meira, búa eitthvað til en ekki vera sífellt að vinna fyr- ir aðra. Þá kom Thor með þessa hugmynd sem síðan vatt upp á sig og varð að norrænum mynda- banka.“ Þeir tóku sér nægan tíma til undirbúnings enda hafði enginn þeirra reynslu af ljósmyndageir- anum: „Við tókum okkur rúman tíma í að kynna okkur markaðinn og gerðum stóra viðskiptaáætl- un. Við tókum síðan þátt í keppni hjá Nýsköpunarsjóði og lentum í öðru sæti,“ segir Arnaldur. GEKK ERFIÐLEGA AÐ FÁ FJÁRMAGN Tímasetningin hjá Arnaldi og fé- lögum var þó ekki sú besta. Net- bólan svokallað hafði nýlega sprungið og ekki var hlaupið að því að fá fjárfesta að rekstri sem háður var netinu: „Okkur tókst þó að fá fjármagn í reksturinn enda gilda kannski svolítið önnur lögmál um rekstur myndabanka en annarrar sölu á netinu. Allar myndir eru í dag stafrænar og því er þessi bransi einn af fáum sem internetið er virkilega sniðið fyrir. Sama gildir kannski um hugbúnað og tónlist.“ Arnaldur segir ævin- týrið þó hafa farið heldur hægt af stað. NordicPhotos hafi byrjað á að fá ljósmyndara til liðs við sig og að styrkja aðra innviði fyrirtækisins: „Boltinn fór ekki að rúlla af alvöru fyrr en við fengum umboð fyrir Gett- yImages. Þá fengum við aðgang að íslenska markaðnum og eftir það má segja að við höfum ekki litið um öxl.“ Þegar umboðið fyrir Getty- Images var komið í hús fóru for- svarsmenn NordicPhotos að líta í kringum sig eftir hentugum tækifærum til frekari vaxtar. Þeir hófu að skoða fyrirtæki er- lendis og keyptu sumarið 2003 tvo myndabanka í Svíþjóð, Mira Bildarkiv og IMS Bildbyra. „Þetta gerðist mjög snöggt eftir að hafa verið lengi í burðarliðn- um. Eftir kaupin fór svo tölu- verður tími í að samhæfa rekst- urinn og koma okkur fyrir úti. Síðan bættum við Tiofoto við núna á dögunum.“ STEFNA Á TOPPINN Samhliða útrásinni hafa Nordic- Photos-menn unnið markvisst að því að styrkja innviði fyrirtæk- isins. Tækjakostur og vefsíða hafa verið í stöðugri uppbygg- ingu. Síðast en ekki síst hefur verið byggt upp net umboðsaðila sem staðsettir eru um allan heim. Í dag selja þrjátíu umboðsaðilar í áttatíu og fimm löndum myndir frá NordicPhotos: „GettyImages er nýjasta viðbótin en á næstu mánuðum munum við vinna að því að setja þúsundir mynda frá okkur inn á þeirra gagnasafn. GettyImages er með fjörutíu prósenta markaðshlutdeild í heiminum, þannig að við erum að komast þarna inn á alveg gríðarlega stóran markað. Næsta skref er svo að komast yfir fleiri myndir til að setja inn á þetta mikla net sem við höfum byggt upp.“ Í dag vinna ellefu manns hjá NordicPhotos, tveir á Íslandi og afgangurinn í Svíþjóð, þeirra á meðal Arnaldur sjálfur sem skiptir tíma sínum bróður- lega milli Íslands og Svíþjóð- ar. Fyrirtækið er með fimm hundruð ljósmyndara á sínum snærum, á öllum Norðurlöndun- um. Áætlað er að velta Nordic- Photos verði á næsta rekstrar- ári, eftir sameininguna við Tiof- oto, um 120 milljónir króna: „Þetta hefur stækkað hratt hjá okkur og reksturinn er í góðu jafnvægi. Tiofoto er frábær við- bót, fínt fyrirtæki sem styrkir innviði NordicPhotos enn frek- ar,“ segir Arnaldur. Hann bætir því við að bjart sé framundan hjá fyrirtækinu og miklir vaxtamöguleikar fyrir hendi: „Við munum semja við fleiri umboðsaðila á næstu mán- uðum og leita tækifæra til enn frekari vaxtar. Við setjum mark- ið hátt og stefnum að því verða í hópi stærstu myndabanka á Norðurlöndunum og hreyfumst raunar ágætlega upp þann lista.“ NordicPhotos Eigendur: Arnaldur Gauti Johnson, Hreinn Ágústsson, Kjartan Dagbjartsson og Thor Ólafsson auk Nýsköpunarsjóðs og Prentsmiðjunnar Odda. Starfsmenn: Ellefu, tveir á Íslandi og níu í Svíþjóð. Áætluð velta á næsta rekstrarári: 120 milljónir króna. Viðbótarupplýsingar: 30 umboðsaðilar í 85 löndum. Fyrirtækið hefur 500 ljósmyndara á sínum snærum. Íslenskur myndabanki varð að norrænum NordicPhotos er einn stærsti myndabanki á Norðurlöndum og er í meirihluta- eigu fjögurra Íslendinga. Fyrirtækið hefur vaxið hratt undanfarin ár og er áætluð velta fyrir næsta ár 120 milljónir króna. Jón Skaftason ræddi við Arnald Gauta Johnson framkvæmdastjóra. SIGURÐUR B. HALLDÓRSSON hæstarétt- arlögmaður hefur hafið störf á Acta lög- mannsstofu sem einn af eigendum stofunnar. Sig- urður lauk laga- prófi frá Háskóla Íslands 1993. Hann öðlaðist héraðsdómslög- mannsréttindi 1998 og hæsta- réttarlögmannsréttindi 2005. Sigurður lauk árið 2001 þriggja anna námi í rekstrar- og viðskiptafræðum frá Endur- menntunarstofun Háskóla Íslands, sem hann lagði stund á samhliða starfi. Sig- urður starfaði sem fulltrúi sýslumanns á Akureyri 1993-1994 og fulltrúi hjá sýslu- manninum í Hafnarfirði 1994-1997. Hann starfaði síðan sem lögmaður í lögfræði- innheimtu Vátryggingafélags Íslands hf. 1997-2001 síðan í tjónadeild félagsins frá 2001-2005. Sigurður var fulltrúi VÍS í tjónanefnd vátryggingafélaganna 2003- 2005. Acta lögmannsstofa veitir einstak- lingum, fyrirtækjum og stofnunum al- hliða lögfræðilega ráðgjöf og þjónustu. Lögmenn stofunnar hafa sérhæft sig í lögfræðiþjónustu tengdri slysamálum, svo sem umferðarslysum og vinnuslys- um. GUÐNI AÐALSTEINSSON hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri Fjárstýringar Kaupþings banka hf. Hann lauk hag- fræðiprófi frá Há- skóla Íslands árið 1991 og MBA- gráðu frá Cambridge Uni- versity í Englandi árið 1997. Guðni starfaði um árabil sem hagfræðingur Vinnuveitendasam- bands Íslands, en frá árinu 1997 starfaði hann sem forstöðumaður og síðar fram- kvæmdastjóri hjá Lehman Brothers í Lundúnum og síðar Frankfurt, Þýska- landi á árunum 1997-2004 og sem fram- kvæmdastjóri hjá skuldabréfasviði Credit Suisse í Frankfurt árin 2004-2005, eða þar til hann tók við núverandi stöðu hjá Kaupþingi banka sem framkvæmda- stjóri Fjárstýringar. KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR mun stýra inn- leiðingu breska bankans Singer & Friedlander í Kaup- þingssamstæðuna og hefur hún hafið störf í Lundúnum. Hún var áður fram- kvæmdastjóri Fjár- stýringar Kaupþings banka hf. ARNALDUR GAUTI JOHNSON FRAMKVÆMDASTJÓRI NORDICPHOTOS NordicPhotos hefur verið í stöðugri uppbyggingu frá stofn- un árið 2000: „Þetta hefur stækkað hratt hjá okkur og reksturinn er í góðu jafnvægi. Tiofoto er frábær viðbót, fínt fyrirtæki sem styrkir inn- viði NordicPhotos enn frekar,“ segir Arnaldur um nýjustu viðbót fyrirtækisins, sænska myndabankann Tiofoto. Ekki flækja hlutina að óþörfu Fr ét ta bl að ið /V al li SKJALASKÁPAR ÓLAFUR GÍSLASON & CO HF Sundaborg 3 • sími 568 4800 www.olafurgislason.is SKJALAPOKAR OG MILLIMÖPPUR -og allt á sínum stað! „Allar myndir eru í dag stafrænar og því er þessi bransi einn af fáum sem inter- netið er virkilega sniðið fyrir. Sama gildir kannski um hugbúnað og tónlist.“ EDDA RÓS KARLSDÓTTIR Forstöðu- maður greiningardeildar Landsbankans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.