Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 63
MIÐVIKUDAGUR 31. ágúst 2005 23 Fjögur heimatöp í rö› Keflavík vann 1–0 sigur á Fylki í Árbænum í gær: FÓTBOLTI Fylkismenn töpuðu sínum fjórða heimaleik í röð þegar Keflavík vann sigur í Árbænum með marki Hólmars Arnar Rún- arssonar á 77. mínútu. Þorlákur Árnason, fráfarandi þjálfari Fylk- is, sagði að úrslitin væru mjög svekkjandi. „Við vorum sérstaklega góðir í fyrri hálfleik og í heildina var þetta einn af okkar bestu leikjum í sumar. Maður er því nánast orð- laus. Við vorum sjálfum okkur verstir,“ sagði Þorlákur. Það vakti athygli að Haukur Ingi Guðnason var í byrjunarliði Fylkis í fyrsta sinn eftir að hann jafnaði sig af þeim meiðslum sem hafa hrjáð hann undanfarin tvö ár. Hann hleypti miklu lífi í sóknar- leik Fylkis og voru heimamenn klaufar að skora ekki í fyrri hálf- leik því þeir léku varnarmenn Keflavíkur oft grátt. Haukur Ingi fór haltrandi út af snemma í síðari hálfleik. Þá kom Ólafur Stígsson inn á sem varamaður í fyrsta sinn síðan hann meiddist á síðasta tímabili með Fylki. „Þeir negldu Hauk úr þessum leik en dómarinn leyfði mjög grófa spilamennsku og högnuðust þeir á því,“ sagði Þorlákur. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en eftir því sem á leið komust Keflvíkingar sífellt meira inn í leikinn og var það því sanngjarnt að þeir næðu að skora mark. Þeir héldu áfram að sækja á lokamín- útum leiksins og hefðu vel getað bætt fleiri mörkum við. Þorlákur mun nú kappkosta við að forða liðinu frá falli en Fylkis- menn þurfa helst eitt stig til við- bótar til að teljast öruggir. Kefl- víkingar eru hins vegar komnir aftur í fjórða sætið og eiga enn möguleika á Evrópusæti. eirikurst@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS Landsbankadeild karla: FYLKIR–KEFLAVÍK 0–1 STAÐAN: FH 16 15 0 1 47–8 45 VALUR 16 10 2 4 28–12 32 ÍA 16 8 2 6 20–19 26 KEFLAVÍK 16 6 6 4 25–28 24 KR 16 7 1 8 19–22 22 FYLKIR 16 6 2 8 25–27 20 FRAM 16 5 2 9 17–25 17 ÍBV 16 5 2 9 18–27 17 GRINDAVÍK 16 4 3 9 19–37 15 ÞRÓTTUR 16 2 4 10 16–29 10 MARKAHÆSTIR: Tryggvi Guðmundsson, FH 13 Allan Borgvardt, FH 13 Garðar Gunnlaugsson, Val 8 Hörður Sveinsson, Keflavík 8 3. deild karla úrslitakeppni: ÍH–LEIKNIR F. 2–3 Leiknir F. komst áfram 4–3 samanlagt og mætir Sindra í undanúrslitunum. HÖTTUR–GRÓTTA 0–4 Grótta komst áfram 7–0 samanlagt og mætir Reynir S. í undanúrslitunum. REYNIR S.–HVÖT 3–2 Reynir S. komst áfram 5–3 samanlagt. VÍÐIR–SINDRI 0–1 Sindri komst áfram 2–1 samanlagt. Enska 1. deildin WOLVES–QPR 3–1 *MAÐUR LEIKSINS FYLKIR 4–4–2 Bjarni Þórður 6 Ragnar 6 Hrafnkell 6 Valur Fannar 7 Gunnar Þór 5 Viktor Bjarki 6 Helgi Valur 5 Jón Björgvin 5 (79. Christiansen –) Eyjólfur 6 (49. Ólafur Ingi 5) Björgólfur 6 Haukur Ingi 6 (49. Kjartan Ágúst 6) KEFLAVÍK 4–3–1–2 Ómar 7 Jónas Guðni 6 Gustafsson 6 *Guðmundur Mete 7 Milisevic 6 (46. Guðjón Árni 7) Hólmar Örn 7 Baldur 6 Gestur 5 Guðmundur 6 (84. Stefán Örn –) Hörður 6 Samuelsen 5 (68. Kadir 6) SIGURMARKIÐ Hólmar Örn Rúnarsson skorar eina mark leiksins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 0–1 Fylkisv., áhorf: 955 Eyjólfur M. Kristinsson (4) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 16–9 (4–5) Varin skot Bjarni 4 – Ómar 2 Horn 4–5 Aukaspyrnur fengnar 15–10 Rangstöður 1–6 0–1 Hólmar Örn Rúnarsson (77.) Fylkir Keflavík 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.