Fréttablaðið - 31.08.2005, Page 63

Fréttablaðið - 31.08.2005, Page 63
MIÐVIKUDAGUR 31. ágúst 2005 23 Fjögur heimatöp í rö› Keflavík vann 1–0 sigur á Fylki í Árbænum í gær: FÓTBOLTI Fylkismenn töpuðu sínum fjórða heimaleik í röð þegar Keflavík vann sigur í Árbænum með marki Hólmars Arnar Rún- arssonar á 77. mínútu. Þorlákur Árnason, fráfarandi þjálfari Fylk- is, sagði að úrslitin væru mjög svekkjandi. „Við vorum sérstaklega góðir í fyrri hálfleik og í heildina var þetta einn af okkar bestu leikjum í sumar. Maður er því nánast orð- laus. Við vorum sjálfum okkur verstir,“ sagði Þorlákur. Það vakti athygli að Haukur Ingi Guðnason var í byrjunarliði Fylkis í fyrsta sinn eftir að hann jafnaði sig af þeim meiðslum sem hafa hrjáð hann undanfarin tvö ár. Hann hleypti miklu lífi í sóknar- leik Fylkis og voru heimamenn klaufar að skora ekki í fyrri hálf- leik því þeir léku varnarmenn Keflavíkur oft grátt. Haukur Ingi fór haltrandi út af snemma í síðari hálfleik. Þá kom Ólafur Stígsson inn á sem varamaður í fyrsta sinn síðan hann meiddist á síðasta tímabili með Fylki. „Þeir negldu Hauk úr þessum leik en dómarinn leyfði mjög grófa spilamennsku og högnuðust þeir á því,“ sagði Þorlákur. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en eftir því sem á leið komust Keflvíkingar sífellt meira inn í leikinn og var það því sanngjarnt að þeir næðu að skora mark. Þeir héldu áfram að sækja á lokamín- útum leiksins og hefðu vel getað bætt fleiri mörkum við. Þorlákur mun nú kappkosta við að forða liðinu frá falli en Fylkis- menn þurfa helst eitt stig til við- bótar til að teljast öruggir. Kefl- víkingar eru hins vegar komnir aftur í fjórða sætið og eiga enn möguleika á Evrópusæti. eirikurst@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS Landsbankadeild karla: FYLKIR–KEFLAVÍK 0–1 STAÐAN: FH 16 15 0 1 47–8 45 VALUR 16 10 2 4 28–12 32 ÍA 16 8 2 6 20–19 26 KEFLAVÍK 16 6 6 4 25–28 24 KR 16 7 1 8 19–22 22 FYLKIR 16 6 2 8 25–27 20 FRAM 16 5 2 9 17–25 17 ÍBV 16 5 2 9 18–27 17 GRINDAVÍK 16 4 3 9 19–37 15 ÞRÓTTUR 16 2 4 10 16–29 10 MARKAHÆSTIR: Tryggvi Guðmundsson, FH 13 Allan Borgvardt, FH 13 Garðar Gunnlaugsson, Val 8 Hörður Sveinsson, Keflavík 8 3. deild karla úrslitakeppni: ÍH–LEIKNIR F. 2–3 Leiknir F. komst áfram 4–3 samanlagt og mætir Sindra í undanúrslitunum. HÖTTUR–GRÓTTA 0–4 Grótta komst áfram 7–0 samanlagt og mætir Reynir S. í undanúrslitunum. REYNIR S.–HVÖT 3–2 Reynir S. komst áfram 5–3 samanlagt. VÍÐIR–SINDRI 0–1 Sindri komst áfram 2–1 samanlagt. Enska 1. deildin WOLVES–QPR 3–1 *MAÐUR LEIKSINS FYLKIR 4–4–2 Bjarni Þórður 6 Ragnar 6 Hrafnkell 6 Valur Fannar 7 Gunnar Þór 5 Viktor Bjarki 6 Helgi Valur 5 Jón Björgvin 5 (79. Christiansen –) Eyjólfur 6 (49. Ólafur Ingi 5) Björgólfur 6 Haukur Ingi 6 (49. Kjartan Ágúst 6) KEFLAVÍK 4–3–1–2 Ómar 7 Jónas Guðni 6 Gustafsson 6 *Guðmundur Mete 7 Milisevic 6 (46. Guðjón Árni 7) Hólmar Örn 7 Baldur 6 Gestur 5 Guðmundur 6 (84. Stefán Örn –) Hörður 6 Samuelsen 5 (68. Kadir 6) SIGURMARKIÐ Hólmar Örn Rúnarsson skorar eina mark leiksins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 0–1 Fylkisv., áhorf: 955 Eyjólfur M. Kristinsson (4) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 16–9 (4–5) Varin skot Bjarni 4 – Ómar 2 Horn 4–5 Aukaspyrnur fengnar 15–10 Rangstöður 1–6 0–1 Hólmar Örn Rúnarsson (77.) Fylkir Keflavík 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.