Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 16
„Prófkjörinu var breytt beinlínis til að knésetja mig. Öll kosningamask- ína flokkseigendafélagsins beitti sér gegn mér,“ sagði Albert Guð- mundsson við Dagblaðið&Vísi 1. desember 1981. Albert hafði þá beðið lægri hlut fyrir Davíð Odds- syni í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík en til prófkjörsins var efnt vegna borgarstjórnarkosn- inganna 1982. Margir telja að í þessu prófkjöri hafi síðast í fullri alvöru verið barist um efsta sætið í prófkjöri flokksins fyrir borgar- stjórnarkosningar, þangað til nú. Davíð sigraði í prófkjörinu, Markús Örn Antonsson skaust upp í annað sætið og Albert hlaut þrið- ja sætið en stefndi á það efsta. Tveir hafa nú boðið sig fram í efsta sæti sjálfstæðismanna í Reykjavík, þeir Gísli Marteinn Baldursson og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, og má búast við að kosning milli þeirra geti ekki orðið síður spennandi en prófkjörið 1981. Kosið um borgarstjórastólinn Þá var barist um borgarstjórastól- inn. „Markús Örn Antonsson skýst upp í annað sæti, nokkuð á óvart ef haft er í huga, að slagurinn stóð fyrst og fremst milli Davíðs og Al- berts um fyrsta sætið,“ sagði í leið- ara Dagblaðsins&Vísis daginn eftir prófkjörið. Davíð var þó varkár í viðtali við Tímann þegar úrslit lágu fyrir. „Það er borgarstjórnarflokk- ur Sjálfstæðisflokksins sem ákveð- ur borgarstjóraefni Sjálfstæðis- flokksins og prófkjörið er aðeins þáttur í því,“ sagði Davíð Oddsson við Tímann 1. desember 1981. Davíð varð í kjölfar prófkjörs- ins 1981 borgarstjóraefni Sjálf- stæðisflokksins og næsti borgar- stjóri í Reykjavík. Sjálfstæðis- flokkurinn hafði missti meirihluta í borginni í kosningunum árið 1978 en Birgir Ísleifur Gunnarsson, sem þá leiddi flokkinn, hafði vikið þeg- ar vinstri flokkarnir náðu meiri- hluta í borginni og tók ekki þátt í prófkjörinu. Davíð varð oddviti borgarstjórnarflokksins en hafði fengið kosningu í fjórða sætið í prófkjöri í maí 1978. Í prófkjörinu árið 1981 þar sem Davíð sigraði hlaut hann 3.948 at- kvæði, Markús Örn hlaut 3.925 at- kvæði og Albert fékk 3.842 at- kvæði. Mjótt var því á milli Davíðs og Markúsar Arnar en sá síðar- nefndi tók eins og kunnugt er við starfi Davíðs sem borgarstjóri í Reykjavík árið 1991 þegar Davíð varð forsætisráðherra. Í prófkjör- inu 1981 var ekki kosið um sæti á annan hátt en þann að þátttakendur í prófkjörinu merktu við tiltekinn fjölda frambjóðenda og sá sem hlaut flest atkvæði, hann fékk efsta sætið og svo koll af kolli. Oftast ráðist í prófkjör Fyrir síðustu borgarstjórnarkosn- ingar lagði kjörnefnd Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík til að stillt yrði upp á lista flokksins. Þegar lit- ið er til baka til ársins 1978 kemur í ljós að fyrir síðustu sjö borgar- VÍSINDI Vísindamenn hafa undan- farið verið að rýna í það hvernig best er að lýsa upp heimili okkar, vinnustaði og farartæki. Þeir hafa komist að því að með réttri lýs- ingu er hægt að bæta heilsufar manna. Til þess nýta þeir nýjar leiðir í þráðlausum fjarskiptum. Ekkert af þessu er þó að fara að gerast alveg á næstunni en sem dæmi má nefna hugmyndir um bremsuljós sem lætur bílinn sem keyrir á eftir stöðvast sjálfkrafa, framljós á bíl sem kveikir á græna ljósinu á umferðarljósum ef það er öruggt, vegskilti sem beina sérstökum skilaboðum til hvers og eins ökumanns og her- bergisljós sem tengja tölvu fólks við tryggt þráðlaust net. 16 31. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR Dýralæknar hér á landi hafa nú skorið upp herör til að útrýma garnaveiki í bú- fénaði og þar með bólusetningum sauð- fjár, að því er fram kemur í viðtali Frétta- blaðsins í dag við Sigurð Sigurðarson dýralækni smitsjúkdóma á Keldum. Mikill ávinningur væri að því ef hægt væri að leggja bólusetningar niður. Hvað er garnaveiki? Garnaveiki er alvarleg- ur og ólæknandi smitsjúkdómur, sem leg- gst á öll jórturdýr, sauðfé og geitur, naut- gripi og hreindýr. Orsökin er baktería af berklaflokki (Mycobacteria). Hún barst hingað til lands frá Þýskalandi með inn- fluttu karakúlfé árið 1933. Hvaða ráð eru tiltæk gegn henni? Það hef- ur komið í ljós, að vinna má bug á henni. Aðeins ein vandlega framkvæmd bólusetning í tæka tíð er líftrygging fyrir lambið Hún dugar til varnar alla ævi, ef fé fær einnig þrifalega og góða meðferð. Tjón af þessari veiki fyrir bólusetningu var gífurlegt. Allt að 40 prósent af fullorðnu ásettu fé dó úr veikinni árlega, þar sem verst var. Mikið hefur áunnist þar sem bólusetningu hefur verið sinnt. Á hvaða svæðum hefur tekist að vinna á veikinni? Veikin hefur verið upprætt á nokkrum svæðum, þar sem hún var áður útbreidd og olli tjóni. Garnaveiki er á miðju ári 2005 ekki lengur þekkt á Vest- fjörðum vestan Bitru- og Gilsfjarðar og hefur verið útrýmt úr Miðfjarðarhólfi, Skjálfandahólfi, Héraðshólfi og Austfjarða- hólfi milli Jöklu og Lagarfljóts og Eyjafjalla- hólfi. Nokkur svæði til viðbótar eru í þann veginn að ná þessum árangri. Alvarlegur og ólæknandi sjúkdómur FBL. GREINING: HVAÐ ER GARNAVEIKI? fréttir og fró›leikur SVONA ERUM VIÐ Sprautufíklar á Vogi Heimild: ÁRSRIT SÁÁ 2004/2005 FRAMBOÐSLISTINN KYNNTUR Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1982 auk Þorsteins Pálssonar. Davíð Oddsson skipaði fyrsta sæti og Markús Örn Antonsson annað sætið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. fiegar Daví› lag›i Albert Í komandi prófkjöri Sjálfstæ›isflokksins í Reykjavík ver›ur keppt um fyrsta sæti›, hugsanlega í fyrsta skipti fyrir alvöru frá flví ári› 1981. fiá sigra›i Daví› Oddsson Albert Gu›mundsson naumlega og var› sí›ar borgarstjóri. THOMAS EDISON Þegar hann fann upp ljósaperuna var það nú í þeim tilgangi einum að lýsa upp með rafmagni. Margar hugmyndir til að auðvelda fólki lífið: Ljós sem vit er í 36 3 33 9 32 6 42 0 38 5 2004 2003 20022001 2000 PRÓFKJÖR 1981 - vegna kosninga 1982 1. Davíð Oddsson 3.948 atkv. 2. Markús Örn Antonsson 3.925 atkv. 3. Albert Guðmundsson 3.842 atkv. PRÓFKJÖR 1987 - vegna kosninga 1998 1. Árni Sigfússon 5.746 atkv. 2. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 5.095 atkv. 3. Inga Jóna Þórðardóttir 4.559 atkv. PRÓFKJÖR OG UPPSTILLING Í KOSNINGUM 2002 - uppstilling 1986 - prófkjör 1998 - prófkjör 1982 - prófkjör 1994 - prófkjör 1978 - prófkjör 1990 - uppstilling
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.