Fréttablaðið - 31.08.2005, Side 62

Fréttablaðið - 31.08.2005, Side 62
31. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR > Við búumst við ... ... gríðarsterku liði Keflavíkur í kvennakörfunni eftir að ljóst var að Reshea Bristol og Anna María Sveinsdóttir munu báðar spila með liðinu næsta vetur. Keflavík hefur orðið Íslands- meistari þrjú síðustu árin og gæti náð sögulegum árangri í vetur með því að vinna titilinn fjórða árið í röð. Grétar Rafn til AZ Grétar Rafn Steinsson er kominn í hollensku úrvalsdeildina eftir að hann yfirgaf svissneska liðið Young Boys í gær og samdi við AZ Alkmaar sem er sem stendur á toppi deildarinnar og komið í 1. umferð í Evrópukeppni félagsliða. Grétar Rafn hefur vakið mikla athygli að undanförnu og er líklegur til að gera góða hluti í hollenska boltanum. sport@frettabladid.is 22 > Við skiljum ekki ... .... slæmt gengi Fylkismanna á heimavelli sínum í Árbæ. Fylkisliðið hefur nú tapað fjórum heimaleik- jum í röð og alls 6 af 8 deildarleikjum sínum í Árbænum í sumar. Fylkisliðið hefur því náð í 80% stiga sinna í deildinni á útivelli. fiorlákur Árnason, fljálfari Fylkis, hefur gefi› fla› út a› hann muni ekki halda áfram me› Fylkisli›i› eftir a› leiktí›inni l‡kur í haust. Þorlákur mun hætta eftir tímabilið FÓTBOLTI „Þetta er búið að liggja ljóst fyrir í langan tíma,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Fylkis í Landsbankadeild karla, en hann hefur ákveðið að hætta með liðið eftir þetta tímabil. „Það eru búnar að vera þannig innanhúsdeilur í félaginu að það eru miklar breyt- ingar í vændum hvað varðar þjálfaramál og einnig í meistara- flokksráði. Ég mun því klára þessa tvo leiki sem eftir eru. Þetta hefur verið lærdómsríkur tími en ég hef aldrei á ævinni lent í jafn miklu mótlæti hvað varðar meiðsli og mun aldrei lenda í öðru eins aftur. Og ef þú brotnar ekki við það styrkist þú bara.“ Þorlákur hefur legið undir nokkurri gagnrýni á þessu tíma- bili vegna slaks árangurs og á mánudag ákvað stjórn félagsins að Guðni Rúnar Helgason, leik- maður liðsins síðustu tvö sumur, myndi hætta með liðinu til ára- móta vegna trúnaðarbrests milli hans og Þorláks. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Guðni Rúnar hafa verið óhress með að hafa ekki verið gerður að fyrirliða liðsins í leik gegn Grindavík fyrr í mánuðinum, en fyrir tímabilið mun hafa verið ákveðið að Guðni Rúnar yrði fyr- irliði í fjarveru Vals Fannars Gíslasonar og Finns Kolbeinsson- ar, eins og raunin var gegn Grindavík, en þess í stað ákvað Þorlákur að láta Helga Val Dan- íelsson bera fyrirliðabandið. Þá ákvörðun mun Guðni Rúnar hafa verið mjög ósáttur með. Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, er sterklega orðaður við stjóra- stöðuna við Fylki en hann vildi lít- ið um málið segja við Fréttablaðið í gær. „En það er aldrei að vita hvað gerist eftir tímabilið,“ sagði Ólafur. - esá, - vig HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 28 29 30 31 1 2 3 Miðvikudagur ÁGÚST ■ ■ LEIKIR  18.30 ÍA og Breiðablik mætast á Akranesi í Landsbankadeild kvenna.  18.30 Stjarnan tekur á móti Keflavík á Störnuvelli.  18.30 KR og ÍBV mætast á KR-velli í Landsbankadeild kvenna.  18.30 FH og Valur mætast í Kapla- krika í Landsbankadeild kvenna. ■ ■ SJÓNVARP  07.00 Olíssport á Sýn. Þátturinn er endursýndur þrisvar sinnum til 09.00 og svo aftur klukkan 18.00.  18.30 Enski boltinn á Sýn. Leikur Leeds og Crystal Palace úr 1. deildinni.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.25 Formúlukvöld á RÚV. „Það hefði auðvitað verið betra að ná að vinna þennan leik, en ég er samt mjög ánægður með leik liðsins í dag,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari íslenska liðsins, eftir leikinn í gær. Magnús Þór Gunnarsson var stigahæst- ur íslenska liðsins með 21 stig, en Hlynur Bæringsson kom næstur með 18 stig og hirti 11 fráköst. Eftir að liðið tapaði illa fyrir Kínverjum í fyrri leik liðanna á dögunum, sagði Sigurður að allt annað hefði verið að sjá til strákanna í gær. „Vörnin gekk miklu betur hjá okkur í gær og baráttan meiri, auk þess sem langskotin voru að detta hjá okkur,“ sagði Sigurður og bætti við að liðið væri komið á gott skrið fyrir leikinn mikilvæga gegn Dön- um í Keflavík á laugardaginn. „Ég hef engar áhyggjur af leiknum við Dani ef við spil- um í líkingu við það sem við vorum að gera hérna í dag, því þetta kínverska lið er auðvitað gríðarlega sterkt. Við misstum Hlyn og Friðrik báða út af með fimm villur í leiknum og máttum ekki eiga neina slæma kafla, því þá var okkur refsað strax,“ sagði Sigurð- ur, en íslenska liðið var með forystu 24- 22 eftir fyrsta leikhlutann, en eftir það tóku Kínverjar leikinn í sínar hendur og unnu eins og áður sagði með 16 stiga mun. „Ég get ekki annað en hrósað öllum strákunum fyrir frammistöðuna í dag og þetta er búið að vera frábært ferðalag hérna út. Fólkið hérna er mjög hrifið af körfubolta og hrósaði þeim Hlyni og Magga fyrir leik sinn í dag. Stemningin er ólýsanleg og það er bara eins og við séum að túra með sjálfum Elvis hérna, þvílík eru lætin í kringum Yao Ming,“ sagði Sigurður, sem ásamt strákunum í landsliðinu fékk lögreglu- og herfylgd í burtu frá höllinni þar sem leikurinn var spilaður. ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Í KÖRFUBOLTA: TAPAÐI FYRIR KÍNA, 96-80, Í SÍÐARI LEIK LIÐANNA Í GÆR: Eins og a› fer›ast me› Elvis Presley ÞORLÁKUR ÁRNASON Verður ekki á hliðarlínunni hjá Fylki næsta sumar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.