Fréttablaðið - 03.10.2005, Side 44

Fréttablaðið - 03.10.2005, Side 44
26 3. október 2005 MÁNUDAGUR Af Norðurbrú blasir tanginn við sem bryggjan mun setja svip sinn á í framtíðinni og þá mun bryggjuhverfið standa undir nafni. Rautt og blátt eru áberandi litir utanhúss í Sjálandshverfi. Sterk heildarmynd er á hverfinu og húsin falla vel hvert að öðru.Hallgrímskirkja og Skarðsheiðin blasa við úr gluggum. Sjálandsskóli er myndarleg bygging sem máluð er í glaðlegum litum. Örn Z. Árnason teiknaði hann. Strandvegurinn er aðalíbúðagatan. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L. Glæsilegt hverfi er að byggjast upp við Arn- arnesvoginn í Garðabæ. Það heitir Sjáland og sækir götunöfn sín til Kaupmannahafnar. Bryggjuhverfið í Garðabæ er sem óðast að taka á sig mynd. Þótt bryggjan sé ekki komin þá er búið að forma tangann sem hún verður við og á honum er húsasmíðin að hefjast. Ör uppbygging er á svæðinu sem hlotið hefur nafnið Sjáland og nú þegar hefur verið flutt inn í fjölda íbúða sem flestar eru í tveggja og þriggja hæða fjölbýlis- húsum. Lóðir eru meira að segja frágengnar sums staðar og gróður farinn að setja svip á um- hverfið. Um 760 íbúðir verða í Sjálandshverfinu þegar það verður fullbyggt, þar af 200 fyrir eldri borgara og gert er ráð fyrir að íbúar hverfisins verði um 2000 talsins. Arkitektar að flestum hús- um í hverfinu eru Björn Ólafsson, Björn Jóhann- esson og Guðni B. Pálsson. Í samræmi við heiti hverfisins hafa nöfn á göt- urnar verið sótt til gömlu herraþjóðarinnar, Dan- merkur. Þannig mun Langalína teygja sig út á tangann og verslunargatan heita Strikið. Aðal- íbúagatan heitir Strandvegur í höfuðið á einni lengstu götu Kaupmannahafnar og niður á hana gengur Norðurbrú. Höfnin sem enn er ekki fullgerð mun heita Nýhöfn og göngustígar með- fram ströndinni hafa fengið nöfnin Hafnarslóð og Sagnaslóð. er nú sjáanlegt á Íslandi Sjáland

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.