Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 31. ágúst 1975. Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla dgga? AAanstu gamla daga? Grlmar I Varmá SÍÐARI HLUTI VIÐTALS BH VIÐ GRÍAAAR JÓNSSON UM UPPHAFSÁR HAND- BOLTANS Á ÍSLANDI OG FLEIRI ÁHUGAMÁL „ÞETTA HEFÐI EKKI VERIÐ GAMAN FYRIR PENINGA.. III. flokkur Vals 1948, snaggaralegir strákar. Þjálfarann vantar á myndina. Strákarnir eru: Jón, Rafn, Elli, Kristján, Magnús, Höröur, Gunnar f aftari röö, og I fremri rööinni eru: Gunnar, Þorbjörn, GIsli, Pétur og Siguröur. VIÐ vorum byrjaðir á að rifja upp gamla daga, við Grimar Jónsson, Grimar i Val, eða Grímar i Varmá, eins og fleiri munu kann- ast við hann. Grimar kom nefnilega þó tals- vert við sögu á fyrstu árunum, sem handbolti var stundaður hér á landi. Hann komst eiginlega I kynni við hann um leið og þessi vinsæla íþrótt nam hér land, og II. flokkur Vals áriö 1941, sem lfklega hefur veriö einhver leiknasti flokkurinn, sem Valur hefur átt. Þessir strákar voru saman I liöi í mörg ár, fyrst I 4. flokki, siöan 3. og hér eru þeir komnir upp I 2. flokk. Standandi eru: Guöbrandur, ólafur, Anton, Hafsteinn, ólafur, Jón, Jónas, Gunnar og Daviö. t fremri röð eru: Iialldór, Geir, Ingólfur, Albert og Snorri. hann átti sinn stóra þátt i að brjóta íþróttinni braut, og það var ekki alltaf auðvelt. Þeir voru nefnilega til, sem litu ekki á handboltann sem iþrótt, heldur bara djöfulgang, sem ætti ekkert erindi inn I raðir iþróttamanna. Og Grimar fylgdi þessu áhuga- máli sinu eftir. Miklar eru breyt- ingarnar, sem á eru orðnar siðan fyrst var leikinn handbolti hér- lendis, — og ef til vill ekki allar til hins betra. En Grimar Jónsson á svo ótal mörg áhugamál, þegar iþróttirn- ar eru annars vegar, og þá er það fyrst og fremst fótboltinn..... Við höfum rakið söguna fyrstu árin, eiginlega allt fram undir strið. Það er orðinn hálfur annar áratugur sem islenzkir áhuga- menn hafa spilað handbolta, fyrst með léttum bolta, á stærð við fótbolta, innan i tusku, en nú er skinnboltinn kominn til sögunnar. Það er lika farið að etja kappi við erlenda aðila, og piltar Hitlers, stæltir sveinar, sem hvarvetna áttu að bera hróður Þýzkalands og nasismans út um heim, fengu að kenna á þvi, að islenzku pilt- arnir i Val voru fljótir að læra, og stóðust þeim alveg snúning. Og öll reynsla verður að gagni. Allt er notað til þess að bæta sig og verða snjallari I listinni. Fyrsta mótinu startað 1940 Fjórði áratugur aldarinnar er að liða, og það er styrjöld i nánd, þegar við tökum þráðinn upp að nýju... — Það er þá á seinustu árunum fyrir striðið, sem þróunarárum handboltans lýkur og mótin fara að taka á sig alvörusvip? Knlk vn A onrtio KoA TTm Kotto leyti gerist það, að Jón Þorsteins- son byggir sitt fina iþróttahús og það er stórt skref i rétta átt. Þá fara iþróttafélögin hér i Reykja- vik að taka við sér i sambandi við innanhússæfingarnar. Valur fékk tvo tima á viku, — við vorum þarna til dæmis kl. 9-10 á laugar- dagskvöldum. Vissulega væri gaman að sjá iþróttamenn æfa á þeim tima núna, en það gerist vist ekki lengur. Það var alltaf fullt hús, þvi að viðbrigðin voru mikil að komast i almennilegt hús. Þá er Vikingur i fullu fjöri i knattspyrnunni, og svo auðvitað Valur, að maður gleymi ekki KR. Svo eru það 1R og Fram, og Ar- mann og Háskólinn, það er mikið æft þar, og svo Haukar i Hafnar firði. Nú, svo er farið að spekúlera i þvi að starta móti, og það verður af þvi árið 1940, að fyrsta mótið er haldið. Hálogaland kemur til sögunnar — Voru þá keppnisreglurnar komnar i fast form? — Já, já, það er keppt i tuttugu minútur á hvort mark, nema hvað 2. flokkur keppir i 15 minút- ur, og svo kvennaflokkurinn i 15 minútur. Ég keppi auðvitað með Val, og Valur er tslandsmeistari fyrstu þrjú árin, svo eru Haukar Islandsmeistarar i eitt ár, en siðan Valur aftur 5. árið. Fyrstu árin hjá Jóni getum við spilað i sex manna liðum, og þá er skipt- ingin 3-2-1. Það er fljótlega eftir að brezki herinn er búinn að reisa iþróttahúsið að Hálogalandi og farinn, sem við förum að keppa þar, og þá batnar aðstaðan hjá okkur enn til muna, það er að segja, við komumst i stærri sal. — Svo að hin raunverulega eld- AAanstu gamla daga? AAanstu gamla daga? AAanstu gamla daga? AAanstu gamla daga?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.