Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 31

Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 31
Sunnudagur 31. ágúst 1975. TÍMINN 31 HLJOMPLOTUDOMAR NÚ-TÍMÁNS The Very Best of Poco- Poco PEG 33537 — Epic Þegar litiö er á sögu Poco mætti halda að einhver álög hvildu á hljónísveitknni. Það er sama hve góðar plötur þeir gera, aldrei kemur frægðin mikla. Black Giants — Black Giants PG 33402Columbia Biack Giants — eða svartir snillingar nefnist tvöfalt albúm, sem Columbia hefur nýlega sent frá sér meö úrvalsjassverkum blakkra tónlistarsnillinga, en þekktustu jasssnillingar þess- arar aldar eru veiflestir blökkumenn. Meðal jassleikara á þessari plötu má nefna Louis Armstrong, Count Basie, Miles Davis, Duke Ellington, Erroll Garner, Dizzy Gillespie, Ramsey Lewis, Charles Jones og fleiri og fleiri. Eins og Nú-tímalesendur sjá glöggt, eru hér saman komnir mestu snillingar jassins — nokkurs konar heimslið þess- arar tónlistarstefnu, og eru gæði plötunnar i samræmi við það. Það vill oft brenna við, að hljómplötufyrirtæki gefi út á svona fjölbrcyttu albúmi, — ,,hit”-lög viðkomandi lista- manna til að selja fram- leiösluna frekar en ella. CBS velur þó ekki þennan kostinn við efnisval á þessa plötu, þvl að nokkur laga plötunnar hafa aldrei verið gefin út á plötu áður, og allmörg lög eru Iftið sem ekkert þekkt. En þótt Poco eru að visu þekktir og virtir, en það er ekki nóg. Þeir eiga skilið miklu meira og mun veglegri sess i sögu rokksins. Poco eru búnir að gera níu stórar plötur, og tíu — með þeirri sem hér er til umsagnar, en sú heitir „The Very Best Of Poco”. Platan, sem er tvöföid, inniheldur eins og nafnið bendir til úrval af lögum þeirra félaga, og eru þau valin af átta fyrstu plötunum (Ekkert lag af þeirri nýjustu, enda gefin út af öðru fyrirtæki) Tónlist Poco er náskyld Eagles eða réttara væri að segja, að tónlist Eagles væri ná- skyld Poco, þvi að Poco voru búnir að gefa út 3 plötur þegar sú fyrsta kom út frá Eagles. i fyrstu Poco útgáfunni, sem var stofnuð 1908 af þeim Richie Furay og Jim Messina, er báðir léku saman i Buffalo Springfield — voru auk þeirra þeir Rusty plöturnar séu fjölbreyttar að efni til og á þeim komi við sögu fleiri tugir blakkra jasssnill- inga, er platan afar heilsteypt og þar eru engar hrópandi and- stæður. Að minum dómi er hér afar ákjósanleg plata fyrir allan þann stóra hóp tónlistar- unncnda, sem enn hefur ekki gefið sér tækifæri eða tfma til að hlusta á góðan jass. Hér er að finna mestu snillinga jassins, — saman og sitt i hvoru lagi — og jasstimabii það, sem plöturnar spanna yfir, er hvorki meira né minna en 45 ár — og á þeim ár- um breyttist. Elzta lag- ið er Karltöfluhausablús Armstrongs (Potato Head Blues) sem hljóðritaöur var árið 1927. Yngsta jassverkið er hins vegar Kufanya Mapenzki (Making Love( eftir Ramsey Lewis sem hljóðritað var 1972. Þessari mjög svo ágætu plötu fylgja skýringar við hvert lag á plötuumsiagi og eru þær ritaðar af Sy Johnson. Skýringarnar eru fróðlegar og segja m.a. frá bakgrunni verkanna og hvar þau voru flutt o.s. frv. Plötu sem þessa er vart hægt að gagnrýna — alltént treysti ég mér ekki til þess. Ég er hins vegar mjög hrifinn af jasstónlist og þessi plata gefur mér enn cinu sinni þá staðreynd, að jassinn er góður — óendanlega góður. Það er með þessa plötu, eins og svo margar aðrar yfirlits- plötur, að það er tilfinnanlegur skortur á öðrum plötum til viðmiðunar. Okkur vantar eitt- hvað til að miða viö — en þar sem ekkert slikt er fyrir hendi er þess enginn kostur að viöhafa stjörnugjöf I þetta sinn. Ég vona bara að þið haldið ekki að platan hafi fengið eina stjörnu — þvi að hún ætti heldur heima á hinum endanum. G.S. Young George Granthan og Randy Meisner. Með árunum hafa orðið nokkrar manna-breytingar á Poco. Fyrst yfirgaf Randy Meisner þá um sumarið 1970 og gekk yfir i Eagles — i hans stað kom Tim Schmith. Jim Messina yfirgaf þá um haustið 1970, er hann gekk i lið með Kenny Loggins (Loggins and Messina) og i hans staö kom Paul Cotton. Næstu þrjú árin urðu engar mannabreytingar á Poco en ljóst var að Richie Furay myndi yfirgefa skútuna, ef rétta tæki- færið byðist. Það bauðst 1974, er hann gekk i lið með J. H. Souther og Chris Hillman, og úr varð „The Souther Hillman Furay Band”. Eftir þetta hafa cngar manna- breytingar orðið hjá Poko og liefur vegur þeirra vaxið töluvert að undanförnu. Columbia ★ ★ ★ MAC DAVK B l U \ I \' T II I \ Mac Davis er iðinn við að gera plötur og er engu likara en að þær komi á færibandi frá hon- um. Sú nýjasta heitir „Burning Thing”, og sver hún sig mjög i ætt við fyrri plötur hans. Sem fyrr syngur hann um ástina, sveitina og fjölskyldu- lifið, og er boðskapurinn yfir- leitt jákvæöur (Happy ending) Tónlistin er country, þó ekki þetta hreina country, og þvi siður country-rokk, heldur einhvers staðar þar á milli. Eitt hefur þó þessi plata fram yfir aðrar, sem ég hef heyrt meö honum, en þaö er hljóðfæra- leikurinn. Honum til aöstoöar eru margir afburða góðir kappar eins og James Burton og Jesse Ed Davis á gitara, A1 Perkins stálgitar, Ron Tutt trommur, David Lindley slide- og bottle neck-gitar og kempan Lee Sklar á bassa. Þó svo að þetta sé ekki beint plata, sem er sniðin að minum smekk og renni átakalaust i gegn, verð ég þó að viðurkenna að hún er ósköp notaleg, falleg og reglulega vel flutt og gerð i alla st-aði, fyrir utan umslagið — sem er hörmung. -G.G. Jasmine-Nightdreams — Edgar Winter PZ 33483 — Blue Sky ★ ★ ★ Þeir bræður Edgar og Johnny Winter hafa verið sæmilega af- kastamiklir i tónlistinni um aII- langt skeið og báðir hafa þeir skipað sér á bekk með beztu hljóðfæraleikurum, — Johnny, sem gitarleikari og Edgar sem hljómborðsleikari. En þrátt fyrir mikla hæfileika hafa þeir bræður þó aldrei áunnið sér um- talsvcrða frægð, en virtir eru þeir og dáðir af mörgum engu að siður. Edgar Winter hóf tónlistar- feril sinn i hljómsveit bróður sins, og vakti strax hrifningu fyrir leik sin á saxafón og orgel — svo og fyrir mikla söngrödd. Siðar gaf Edgar út LP-plötu sjálfur og árið 1971 stofnaði hann sina eigin hljómsveit, White Trash og árið eftir stofnaði hann aðra hljómsveit: Edgar Winter Group. Nú er Edgar Winter aftur orðinn sólólistam aður og nýjasta plata hans er Jasmine Nightdreams — og þótt hann sýni nú á sér nýja hlið, er platan þvi miður langt frá þvi að teljast mjög góð. Hún er mjög fjöl- breytt og þar er að finna ýmsar helztu tónlistarstefnur okkar tima — jass, soul og rokk. Edgar Winter hefur ekki i annan tima sent frá sér plötii með jafn miklum soul- og jassáhrifum. Hins veg- ar fatast honum verulega flugið, sérstaklega hvað soul- tónlistina áhrærir, en hvað hana snertir er nær eingöngu um að ræða neina eftiröpun af tónlist Steve Wonders fyrir u..b. 4-5 árum. Bæði er uppbygging laganna svipuð svo og söngstill — og er þá litið af frumleg- hcitunum eftir. i sumum rokklögunum á plötunni blandar hann bæði : soul-og jassáhrifum saman, og oft er þar að finna ágæta út- komu. Siðari hluti plötunnar — B- hliöin að undanskildum tveimur fyrstu lögunum er einvörðungu instrumental jass — og Edgar skilar því hlutverki sinu með ágætum og sannar að hann er enginn aukvisi á hljómborðs- hljóðfæri. Er þessi jasskafli að minum dómi það bezta á plötunni. Hljóðfæraleikur er allur með ágætum enda valinkunnir hljóðfæraleikarar meö Edgar, s.s. Johnny bróðir hans og Rick Dcrringer. Hins vegar er platan alltof misgóð til að teljast af- burðaplata — og það, að Edgar skuli dirfast að stæla Wonder jafn augljóslega, er stór mínus á plötunni. _q g Spilaverksplata væntar ileg og all lir 1 júka upp einum munni... | SPILVERK ÞJÓÐANNA, sem vakti mikla hrifningu landslýðs fyrr I sumar með nokkrum hljómleikum, hefur undanfarið unnið kapp- samlega að gerð LP-plötu, sem væntanleg er innan skamms. Platan, sem tekin var upp í Hljóöriti hf. I Hafnarfirði, inniheldur eingöngu frumsamin lög Stuðverksins (?) — nei, Spil- verksins og getur Nú-timinn um það fullyrt, að hér veröur á ferðinni afburðaplata, enda er tónlistarstill þeirra „orginal”. Spilverk þjóðanna dvaldi óvenjulengi i húsa- kynnum stúdiósins og tók hljóðritun plötunnar um 150 klukkutfma, og er þá ekki meðtalinn sá timi, er varinn var til hljóðblöndunar, en það var gert fyrir örfáum dögum i Bretlandi, — og tók það eitt um 40 klukkutima. Þeir, sem hafa heyrt i Spilverkinu á þessari plötu, virðast ljúka upp einum munni um það, að platan sé stórmerkileg, — og heyrzt hefur, að upptaka af plötunni hafi verið send nokkrum erlendum hljómplötufyrirtækjum til umsagnar. Innan skamms er að vænta viðtals við Spil- verksmenn. Spilverkinu til aðstoðar á plötúnni var Riverbandiö, sem hér dvaldi eigi alls fyrir löngu. Heyrzt hefur að Spilverkið hyggi á hljómleikahald þegar platan kemur á markað- inn. Mest seldu plöturnar vikuna 18.-23. ágúst Stórar plötur: 1. Sumar á Sýrlandi — Stuömenn 2. Basement Tapes — Bob Dylan Band 3. One of These Nights — Eagles 4. Ninth — Procol Harum 5. Stuð, Stuð, Stuð — Lónlí Blú Bojs 6. American Graffity — Ýmsir listamenn 7. One Size Fits All — Zappa & Mothers 8. Biood On the Track — Bob Dylan 9. Captain Fantastic — Elton John 10. Stills — Stephen Stills Litlar plötur: 1. Black Superman — Johnny Wakelyn Muhamed Ali 2. El Bimbo — Bimbo Jet 3. Love Will Keep Us Together — Captain & Tenille 4. The Hustle — Van McCoy 5. Misty — Ray Stevens 6. Get Down Tonight — K. C. & Sunshine Band Hljómdeild FACO — Laugaveg 89, Hljómdeild FACO — Hafnarstræti 17 SENDUM I PÓSTKROFU -G.G. nnar — The Very Best Of Poco — Poco Burning Thing — Mac Davis PC 33551 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.