Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 28

Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 31. ágúst 1975. LÖNGUNIN TIL AÐ LIFA - LÖNGUNIN TIL AÐ DEYJA Lyndon Johnson fyrrum forseti dó úr hjartaslagi i janúar 1973, 64 ára gamall. Siðustu mánuði ævi sinnar lifði hann i nær algerri einangrun á búgarði sinum í Texas. Hann var mjög þunglyndur, sem algengt er I kjölfar hjartaáfalls. DAG EINN 1944 þegar brezki her- inn tók Burma, var komið með japanskan liðsforingja á her- sjúkrahúsið i Sylhet i Austur- Pakistan. Hann var fyrsti japanski liösforinginn, sem tek- inn var til fanga á þessu svæði, og Bretar vonuðust til að hann gæti gefiö þeim mikilvægar upplýsing- ar. Það var mjög óvenjulegt að tækist að taka Japana til fanga, einkum og sér i lagi liðsforingja. Flestir þeirra frömdu heldur sjálfsmorð, sprengdu sig i loft upp. Japanski liðsforinginn neitaði að borða og drekka og ungur her- læknir fékk það verkefni að halda i honum lifinu með þvi að gefa honum næringu I æð. Fræðilega séð hefði átt að vera unnt að halda i honum lifinu óendanlega þvi maðurinn var hvorki særður né veikur. En eftir nitjan daga dó hann. Enginn læknanna gat út- skýrt hvers vegna. En það að hafa verið tekinn til fanga var slik auðmýking fyrir Japanann, og læknarnir gátu ekki gefið honum lifslöngunina aftur. Nixon fyrrum forseti. Er llfsvilji hans brostinn? Það sem mestu skiptir fyrir heilsu hans er að lifs- löngunin kvikni á nýjan leik. Læknavisindin viðurkenndu ekki til skamms tima að fólk gæti dáiö af hræðslu, eða af þvi það vildi ckki lifa lengur. t þessari grein er sagt frá hvernig visindamenn færa nú sönnur á sambandið milli heilans og hjartáns. Allt bendir til að streita geti oröið banvæn. Menn geta glatað lifslönguninni og þeim getur fundizt þeir horn- rekur i samfélaginu, en þeir geta lifað vikum og mánúðum saman niðurdregnir og örvinglaðir. Lyndon Johnson og Neville Chamberlain dóu báðir eftir að hafa séð að stjórnmálastefna beirra var mistök. Svo virtist sem lifsneystinn i þeim hefði slokkn- að. Richard Nixon, sem sviptur var forsetaembætti, hefur mátt þola mikinn heilsubrest. Læknar sögðust hafa komið honum til góðrar heilsu, en þó virtist sem hann hefði misst alla lifslöngun. Alþýðuskáldin hafa fjallað um hve mikilvægur lifsviljinn er, og þetta viðfangsefni ber einnig oft á góma i siðari tima fagurbók- menntum, en fram til þessa var þaö staöreynd, sem læknavi'sind- in reiknuðu ekki með. Smátt og smátt hafa verið færð- ar sönnur á hve mikilvæg lifs- löngunin er og hvernig menn geta dáið úr hræðslu, hjartasorg eða vegna þess að þeir eru andlega niðurbrotnir. Aðalorsök þessara fyrirbæra er andlegt álag. Það vex að þvi marki þegar likaminn þolir það ekki lengur, og endalok- in verða hjartaslag, eða hröö lik- amleg hrörnun. Beztu dæmin um að menn missi lifslöngunina er að finna hjá frumstæðum þjóðfélögum, þegar töframaðurinn bendir með kjöt- beini á einhvern i hópnum, sem þá fer inn i kofa sinn og er dáinn innan fárra daga. Fyrirbæri þetta er kallað „Voodoo-dauði”, og er svo velþekkt að ekki verður geng- ið fram hjá þvi lengur. Eina von manns, sem hefur verið bannfærður, er sú að töfra- maöurinn aflétti bannfæringunni eða að annar gefi út ennþá áhrifa- meira bann. Mannfræðingurinn Arthur B. Cannon hefur skráð slikt tilfelli. Nebo, voldugur töfralæknir i Norður Queensland i Ástraliu, benti á Rob aðalaðstoðarmann trúboðsstöðvarinnar með beini. Rob varð þegar i stað alvarlega veikur og mjög veikburða, en þegar læknir skoðaði hann, fann hann engin sjúkdómseinkenni. Þegar læknirinn fékk að heyra um bannfæringuna sendi hann eftir töfralækninum og hótaði að stöðva matvæladreifingu og reka kynþáttinn burt ef eitthvað kæmi fyrir Rob. Nebo sagði þá við Rob að allt saman heRii verið mis- skilningur, hann hefði ekki I raun og veru bent á hann með beini. Rob hresstist þá fljótlega aftur. í okkar þjóðskipulagi getur af- hending gullúrs og heiðursræða haft svipub áhrif og beinið hjá frumstæðu þjóðflokkunum. Fólki, sem fer á eftirlaun er sagt kurt- eislega að nú sé þeirra ekki óskað lengur. Og ef það hefur ekki gert áætlanir um hvernig það ætli að eyöa lifinu eftir það, deyr það stundum innan fárra mánaða eða jafnvel vikna. Bezta lyf Nixons Richard Nixon er settur enn meira hjá sem leiðtogi, er sviptur hefur verið völdum. Það eina sem getur hjálpað honum til að finna sér sess i lifinu er sú staðreynd að nýi þjóðhöfðinginn er honum hlið- hollur. Ford forseti gaf honum bezta meðalið — náðun. Þessi náðun hefði kannski getað læknað Nixon, ef hún hefði ekki verið for- dæmd svo mjög af almenningi. 1 nóvemberbyrjun i fyrra heimsótti Ford Nixon og beitti meðali sinu. Nixon virtist hressast . við heim- sóknina, en ekkert meðal er nógu sterkt til að gefa honum lifslöng- unina aftur til langframa. t okkar samfélagi á það sér sjaldan stað að fólk deyi vegna bannfæringa töframanna, en aðr- ir jafnsterkir orsakavaldar eru þar sem orsaka sálrænt og lfkam- legt álag, sem lýkur með skyndi- legum dauða. George L. Engel, sem er sálfræðingur við Rochest- erháskóla i New York hefur rann- sakað sérstaklega aðstæður fólks sem dáið hefur snögglega. Hann safnaði saman 170 dæmum, sem greint var frá I dagblaði bæjarins á sex ára timabili. TIu af þessu fólki dó á þvi tima- bili i lifinu, sem þjóðfélagsstaða þess hafði beðið hnekki eða það skorti mjög sjálfstraust. „Kunnur 41 árs gamall iþrótta- maður var sannfærður um að hann yrði útnefndur fram- kvæmdastjóri atvinnukeppnis- liðs, og hafði þegar gefið i skyn sjálfur við fjölmiðla, að það stæði til. Hann og fjölskyldan biðu út- nefningarinnar þegar vonbrigðin komu. Fas hans bar vott um kjarkleysi þegar hann gekk út úr húsinu ásamt mági sinum. A þvi augnabliki stökk ókunnur maður upp I bifreið mágsins og ók af staö. tþróttahetjan hélt að þarna væri þjófur á ferð og hljóp að sin- um bil og elti. Hann fannst látinn við stýrið spölkorn frá húsinu.” „57 ára gamall maður lézt tveim vikum áður en rifa átti hóteliö þar sem hann hafði unniö I þrjátiu ár.” ,,56 ára maður lézt viku áður en fyrirtækið sem hann og bróðir hans höfðu stofnað 32 árum áður var leyst upp.” Dr. Engel kom með yfir 36 dæmi um að fólk hefði dáið eftir að hafa fengið fregnir um lát ná- ins vandamanns. 1 flestum tilfell- anna var um að ræða eiginmann eða eiginkonu. Flestaf þessu fólki var roskið en tvennt voru þó ung- lingar. Fjórtán ára gömul stúlka datt niður dauð þegar hún frétti um lát sautján ára bróður sins, og átján ára stúlka dó, þegar hún heyrði að áttræður afi hennar væri dáinn. Sumt af þessu fólki dó eftir að hafa lýst þvi yfir að það gæti ekki lifað án hins aðilans. Dauðsföll ári eftir andlát vandamanna í 36 tilfellum dó fólkið allt frá fáum klukkutimum upp I sextán dögum eftir að það hafði orðið fyrir áfalli. Flestir af þessum 36 dóu úr hjartaslagi. Þrir voru með krabbamein, sem ekki var komið á lokastig, þegar þeim skyndilega versnaði og þeir dóu. 21 dó þegar nánir ættingjar eða vinir voru i lifshættu eða ári eftir lát einhvers náins vandamanns. 56 af fólkinu, sem dr. Engel sagði frá, dóu úr hræðslu — það lézt skyndilega þegar hætta eða ógn steðjaði að. Tvær konur sem lentu I sjávarháska gáfust upp og dóu þegar þær fengu að vita aö börnum þeirra hafði skolað fyrir borð. „35 ára gamall maður á- kærður fyrir rán, sagði við verj- anda sinn: Ég er dauðhræddur!, siðan brotnaði hann saman og dó samstundis. Þriggja ára gamalt barn dó þegar það lenti i steypi- regni, og fjögurra ára snáði dó i tannlæknastólnum þegar verið var að draga úr honum tönn.” Maður getur misst alla lifslöng- un þegar hann stendur augliti til uaglitis við atburði sem ekki sést fyrir endann á og fylla viðkom- andi skelfingu og kviða. Harmleikir meðal dýra Dr. Engel álitur, að dýr geti einnig dáið af völdum tilfinninga- legra áfalla. Hann segir frá lamadýrum, sem kölluð voru Charlie og Jose- fina, og voru óaðskiljanlegir vinir i þrettán ár. 1 hrlðarbyl flýðu þau úr girðingu sinni. Eftir flóttann gerðist Charlie mjög uppreisnar- gjam, og lögreglan taldi tryggast að svipta hann lifi. Josefina, sem var nærri, gekk hægt til hans og lét sig falla niður á hnén. Hún De Gaulle hershöfðingi lét af störfum sem forseti I mai 1969 eftir að hafa beðið ósigur i þjóðar- atkvæðagreiðslu. Hann lézt rúmu ári siðar, ekki af elli heldur heila- blóöfalli. lagöi höfuðið niður á blóðugan lik- amann og vildi ekki hreyfa sig. Greinilegt var að hún var slegin takmarkalausum harmi. Fimmtán minútum siðar var hún dáin. Lifslöngun er sjúklingi, sem á að fara i uppskurð, mjög nauð- synlegur. Sjúklingar, sem eru mjög hræddir róast venjulega, en greinilega getur ekkert breytt af- stööu þeirra fáu sjúklinga, sem raunverulega halda að þeir muni deyja. Geðlæknarnir dr. Avery Weisman við Læknaskólann i Harward og dr. Thomas Hackett við Massachusetts General Hospital hafa grandskoðað fimm slik tilfelli. Þeir segja frá 61 árs gömlum innflytjanda, skraddara, sem fékk taugaáfall þegar hann komst til meövitundar eftir meinlausa skuröaðgerð vegna bólgins eista. Skurðlæknirinn skildi ekkert i þessu. Þegar konu sjúklingsins var sagt frá heilsufari mannsins sagði hún: „Spákonan hafði sem sagt rétt fyrir sér, hann deyr.” Fjörutiu árum áður hafði spá- kona sagt skraddaranum að hann myndi deyja á sextugasta aldurs- ári. Hann uppgötvaði bólguna i eistanu rétt eftir afmælið, en dró uppskurðinn á langinn alveg þangað til líftryggingafélag hans var farið að hóta að segja upp lif- tryggingunni hans. Þegar skraddarinn hresstist eftir tauga- áfallið, sagði hann geðlæknunum, að hann hefði verið viss um að hann myndi deyja, en eftir á hló hann að öllu saman. Þeir; sem snúa sér til veggjar Læknir, sem segir manni að hann sé með krabba, getur orðið til þess að hann deyi um aidur fram.Flestum léttir þegar þeir fá að heyra sannleikann og gleðjast yfir að þeim skuli gefið ráðrúm til að ganga frá málum sinum,enda þótt þeir eigi kannski mörg ár eft- ir. En sumir bregðast við eins og kveöinn hafi verið upp yfir þeim dauðadómur, sem þegar i stað skuli framfylgt, og þeir deyja fljótlega, áður en að versta skeiði sjúkdómsins kemur. Krabbameinssjúklingar. sem finnst að enginn geti gert neitt fyrir þá,missa auðveldlega lffs- löngunina. Ef sjúklingar, sem þannig er ástatt fyrir eru fluttir á annað sjúkrahús, þar sem lækn- amir sýna þeim aukinn áhuga, fá þeir venjulega endurnýjaða lifs- löngun, jafnvel þótt ekki hafi tek- izt að stöðva sjúkdóminn. Flestir sem deyja skyndilega á aldrinum 20-64 árá, deyja úr hjartasjúkdómum. Menn hafa taliö að þeir sem deyja úr hjarta- slagi geri það af þvi að blóðtappi stifli kransæðarnar og hindri súr- efnið I að komast að sjálfum hjartavöðvanum. Margir sem verða bráðkvaddir eru með kransæðar sem eru þröngar eða stiflaðar, en 20% þeirra sem deyja af hjartaslagi eru með ný- myndaöa blóðtappa i kransæðun- um. Engu að siður er flest þetta fólk með hjartavöðva, sem eru slitnir á ákveðnum stöðum. En jafnvel þessi skaði nægir ekki til að verða þeim að bana. Svo virðist sem eitthvað annað en blóðtappi eða skemmd I hjartavöðva, sé megin- dánarorsökin I þessum tilfellum. Sennilega orsakast andlát fólks- ins af þvi að hjartan fer skyndi- lega aö slá ójafnt. Ef komið er að manni með slikt áfall er strax hægt að lífga hann við, hann getur lifað lengi og jafngóðu lifi og áður. Heilinn kemur þessu af stað Hjartasjúkdómar eru algeng- asta dánarorsökin i Evrópu og Norður-Ameriku. Skyndileg áhrif andlegs Alags sem breyta hjart- slættinum eru sennilega bein or- sök margra, já kannski flestra þessara dauðsfalla. Fólk, sem þegar hefur veilt hjarta — e.t.v. vegna stöðugrar spennu og álags, sem valdið hefur æðaþrengslum — er i mestri hættu, en skyndileg dauðsföll vegna óreglulegs hjart- sláttar koma fyrir hjá alls konar fólki, burtséð frá hvernig það er á sig komið likamlega. Dr. Bernard Lown, sem er leið- togi vlsindamanna við Harvard- háskóla, sem vinna að rannsókn- um á hjartanu, hefur verið braut- ryðjandium mikilvægustu atriðin Imeðferð hjartasjúklinga sem nú tiðkast, og hann hefur komizt að áðurnefndum niðurstöðum eftir miklar tilraunir með hunda. Dr. Lown og dr. Richard Ferrier og dr. Ramon Corballon komust að þvi að þrjú minniháttar raf- magnsstuð i röð gerðu það að verkum að hundshjartað varð viðkvæmt fyrir ójöfnum hjart- slætti — þ.e.a.s. óreglulegum samdrætti neðri hjartahólfanna, sem stöðvar blóðrásina. Venju- lega þarf öflugt rafmagnssjokk til að koma af stað óreglulegum hjartslætti. „Aðalvaldur ójafns hjartsláttar i mörgum alvarleg- um og óeðl’ilegum tilfellum er að öllum likindum ekki sjálft hjartað heldur heilinn og miðtaugakerf- ið.” segir dr . Lown. Dr. Lown og starfsbræður hans komust einnig að þvi að bein áhrif á heila hundsins, geta orsakað ójafnan hjartslátt. Þeir uppgötv- uðu að ef þeir hengdu hundana i snörur — á hinn sigilda hátt, sem Pavlov fyrstur notaði — þurfti mun minni straum en ella til að framkalla hjartaslag. Þessar til- raunir sýndu að streita, sem Neville Chamberlain var að falla saman I samningunum við Hitler, sem lauk með Munchenarsamn- ingunum. Hann lét af embætti 10. mai 1940 og dó 9. nóvember sama ár. Striðið batt endi á allar vonir hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.