Tíminn - 14.09.1975, Qupperneq 2

Tíminn - 14.09.1975, Qupperneq 2
TÍMINN Sunnudagur 14. september 1975 2 Myndlista- og Handíðaskóli íslands NÁMSKEIÐ fró 1. október 1975 til 20. janúar 1976 I. Teiknun og málun fyrir börn og unglinga 1. n. 5,6 og 7 ára mánudaga og fimmtudaga kl. 10.40-12.00 Kennari: Sigriöur Jóna Þorvaldsdóttir. 2. fl. 5,6 og 7 ára mánudaga og fimmtudaga kl. 14.00-15.20. Kennari: Jóhanna Þórðardóttir. 3. fl. 8,9og lOáraþriðjudaga og föstudaga kl. 9.00-10.20. Kennari: Jóhanna Þórðardóttir. 4. n. 8,9 og 10 ára mánudaga og fimmtudaga kl. 15.40-17.00 Kennari: Jóhanna Þórðardóttir 5. fl. 11 og 12 ára mánudaga og fimmtudaga kl. 17.10-18.30 Kennari: Jóhanna Þóröardóttir. 6. fl. 13,14og 15ára þriðjudaga og föstudaga kl. 17.10-18.30 Kennari: Jón Reykdal. II. Teiknun og málun fyrir fullorðna 1. n. Byrjendanámskeiö mánudaga og fimmtudaga kl. 17.50-19.50. Sérstaklega ætlað þeim, er hyggja á nám I dagdeildum skólans. Kennari: örn Þorsteinsson. 2. fl. Byrjendanámskeið þriöjudaga og föstudaga kl. 17.50-19.50. Kennari: Richard Waltingojer. 3. fl. Framhaldsnámskeiö mánudaga og fimmtudaga kl. 19.50-21.50. Kennari: örn Þorsteinsson. 4. fl. Byrjendanámskeið þriðjudaga og föstudaga kl. 19.50-21.50. Kennari: Þórður Hall. III. Bókband 1. fl. mánudaga og fimmtudaga kl. 17.10-19.10 2. fl. mánudaga og fimmtudaga kl. 19.50-21.50 3. fl. þriðjudaga og föstudaga kl. 17.10-19.10 4. fl. þriöjudaga og föstudaga kl. 19.50-21.50 5. fl. mánudagaogfimmtudaga kl. 14.00-16.00 Kennari Helgi Tryggvason. IV. Almennur vefnaður Byrjendanámskeið þriöjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 19.10-21.50. Kennarar: Steinunn Pálsdóttir og Sigurlaug Jóhannsdóttir. V. Myndvefnaður 1. fi. Byrjendanámskeið mánudaga og fimmtudaga kl. 19.10-21.50 Kennari: Asa Olafsdóttir 2. fl. Byrjendanámskeiö þriðjudaga og föstudaga kl. 19.10-21.50 Kennari: Asa ólafsdóttir Námskeiðin hefjast fimmtudaginn 2. október. Innritun fer fram daglega kl. 9-12 f.h. á skrif- stofu skólans, Skipholti 1. Námskeiðsgjöldin greiðist við innritun, áður en kennsla hefst. Skólastjóri. Skipholti 1 - Sími 19821 Menntamálaráðuneytið. Fóstra — Fósturheimili Fóstra óskast I hálft starf við Blindraskólann sem er til húsa i Laugarnesskóianum EnnfremuF óskar ráðuneytiö eftir að koma fötluðu barni I fóstur 5 daga vikunnar. Upplýsingar veittar I sima 18048 eftir klukkan 19. ÞAÐ GERÐIST KRAFTAVERK Bunton-tviburarnir eru þannig stúlkur, að fólk snýr sér við á götunni og horfir á eftir þeim. Þær eru laglegar, glaðlegar og fjörlegar. En þegar þær fæddust fyrir 17 ár- um voru læknarnir ásáttir um að þær hefðu enga möguleika á þvi að halda lifi. Ginny og Teresa fæddust sem siamiskir tvihurar og það heldur af verri gerðinni. Og engir skurð- læknar höfðu hingað til þorað að reyna til við slikt. Tviburarnir voru samvaxnir á höfðunum. Læknarnir á spitalanum, þar sem fæðingin átti sér stað, voru svartsynir frá upphafi. Það var ómögulegt að aðskilja tvíburana með uppskurði, af þvi að liklega hefðu þeir sameiginlegan heila. Unga móðirin var örvingluð. Maður hennar, Raymond, hafði látizt þrem mánuðum áður er þessi erfiða fæðing átti sér stað. En hún vildi ekki trúa, að bömin ættu ekki möguleika á að lifa þó að þau væru siamiskir tviburar og væru aðeins 3500 grömm að þyngd. Andlit telpnanna þrýstust sam- an, svo að móðirin gat ekki gefið þeim brjóst. Þær voru of mátt- lausar til að geta sogið pela. Svo að það leit bara út fyrir að þær hlytu að deyja af fæðuskorti. — Ég tók nærri mér að hjúkrunarkonurnar virtust hræddar við telpurnar. Þær höfðu ekki hugmynd um hvernig þær áttu að meðhöndla þær. Þær vildu helzt ekki snerta þær. Ég varð að fara af sjúkrahúsinu eins fljótt og mögulegt var. Og það skeði 10 dögum eftir fæðinguna. — Þá pakkaði ég telpunum saman, eins og Virginia lýsir þvi. Móðirin fór heim til foreldra sinna i Butler, Tennessee, Banda- rikjunum. Hér fór telpunum að fara fram. Virginia gerði alls konar tilraunir og fann að lokum aðferð til að gefa þeim næringu. Hún notaði augnsprautu til að mata þær á mjólk, appelsinusafa og þvi liku. — Það hafði mikil áhrif á okkur öll hvað hún var þolinmóð og viljasterk. Hún reyndi aldrei að fela bömin vegna þessarar van- sköpunar. Flestar mæður hefðu gert það. — Alltaf var fjöldi fólks i hús- inu, af þvi að mikið var skrifað um tviburana. Fólk kom inn af götunni og Virginia sýndi þvi börnin. En það kom fljótt i ljós, að börnin myndu ekki lifa áfram nema þau yrðu aðskilin. Þau skiptu öllu með sér, gráti, veik- indum, sársauka. Þau klóruðu stöðugt hvort i annað til að losna úr þessu nábýli. Virginia varð að taka erfiða ákvörðun. Atti hún að biðja lækn- ana um að skilja telpurnar að, þrátt fyrir að liklegast væri að þær lifðu það ekki af. Hún leitaði til fjölda lækna og enginn þeirra var bjartsýnn. Hún fékk að vita að mjög fáir upp- skurðir höfðu verið gerðir á siamiskum tviburum sem vom samvaxnir á höfði. Og jafnvel þótt þeir hafi haft hvor sinn heila, höfðu þeir ekki sloppið við and- legar skemmdir. En Virginia varð vonbetri, þeg- ar hún fékk að vita að dætur hennar höfðu ekki sameiginlegan heila. Nótt eina vaknaði hún við að önnur telpnanna grét sárt. En hin svaf róleg. Þetta hlaut að þýða það, að þær hefðu hvor sinn heila.. Virginia hrópaði upp af gleði. Faðir hennar, John McCloud, baptistaprestur, heyrði hávaðann og kom hlaupandi. Hann óttaðist að eitthvað hefði komið fyrir börnin. En Virginia kallaði bara afturogaftur: Þærhafa hvor sinn heila! John McCloud sagði alvarleg- ur: — Þaðþýðir að þær geta lifað. Þetta er Guðsgjöf til okkar! Stuttu seinna samþykkti skurð- læknirinn Maitland Baldwin að framkvæma skurðaðgerð. Hann undirstrikaði fyrirfram hve mikil áhætta þetta væri fyrir lif barn- anna Uppskurðurinn fór fram i tveim áföngum. Ekki mátti ofgera þess- um litlu verum. I fyrra skiptið vom tviburarnir 3ja mánaða gamlir.Þetta varaðgerð upp á lif og dauða. Lækninum létti þegar hann sannfærðist um að þær hefðu hvor sinn heila, eins og móðirin hafði haldið fram. Eng- inn t imi haf ði verið til að ganga úr skugga um það með rannsókn. Mánuði seinna var gerð seinni að- gerðin, og að henni lokinni mátti aka litlu telpunum aðskildum i rúminsin. Nú var bara að biða og vona. Fáum dögum siðar veiktist Augtýsitf í Tímanum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.