Tíminn - 14.09.1975, Page 8

Tíminn - 14.09.1975, Page 8
8 TÍMINN Sunnudagur 14. september 1975. Geim- ferjan Allt frá þvi að geim- ferðaáætlun Bandarikj- anna hófst fyrir alvöru þ.e. i byrjun sjöunda áratugsins hafa verið skiptar skoðanir um hana, ekki einungis þar i landi heldur um heim allan. Margvislegar spurningar hafa vakn- að: Hvers vegna er ver- ið að varpa öllum þess- um fjármunum út i geiminn? Hvaða erindi eiga menn þangað á meðan ótal vandamál biða óleyst hér á jörðu niðri? Af hverju eru þessir peningar ekki notaðir til rannsókna á tæknisviðinu, i þágu læknisfræðinnar eða annarra visindagreina, sem geta orðið mann- kyninu til góðs? Sannleikurinn er raunar sá, að ekki grænum eyri hefur verið ,,varpaö” út i geiminn. beir pen- ingar sem hafa verið notaðir til þess að hrinda þessari áætlun i framkvæmd hafa verið notaðir hér á jörðunni. Allir þeir fjár- munir, sem hafa verið notaðir til rannsókna á geimnum hafa til þessa fyllilega skilað sér, en hvað framtiöin ber i skauti sér er erfitt að segja fyrir um. Fyrstu geimferðaáætluninni er nú senn lokið og næst liggur fyrir að framkvæma annan kapitula geimferðasögunnar. Hann mun hefjast áriö 1979, þegar geimferj- an „Space Shuttle”, verður send út i geiminn búin fullkomnustu rannsóknartækjum og um borð verða hæfustu visindamenn, sem völ verður á. Upp frá því mun ávallt verða ein slik ferja úti i geimnum. begar einni slikri ferð er lokiö, kemur ferjan inn til lend- ingarrétteins og hver önnur flug- vél og eftir umhleðslu er hún send aftur á loft. bað sem hægt er að framkvæma með aðstoð slikrar ferju er ævintýri likast, en fyrst er þó rétt að lýsa sjálfri ferjunni litils háttar. Fréttamönnum var gefinn kost- ur á að skoða geimferjuna, þar sem hún stendur i flugskýli Rock- well Internationals i Downey i Kaliforniu. Hún er ekki ósvipuð venjulegri DC-9 farþegaflugvél, ef frá eru taldir vængirnir og aft- urhlutinn, en þar eru þrir geysi- stórir eldflaugahreyflar. Lengd ferjunnar er 37 metrar, vænghaf- iö 24 metrar og þar sem hún gnæf- ir hæst þ.e. fyrir ofan stýrisút- búnaðinn er hún 17 metrar. 1 sjálfu geymslurýminu er hægt að koma fyrir fullbúinni rannsókn- arstofu og fjórum mönnum elleg- ar þremur gervihnöttum. bað er 18 metrar á lengd og 5 metrar i þvermál. Möguleikar framtiðarinner eru næstum óendanlegir, en til þess að byrja með er ætlunin að nota geimferjuna sem rannsóknar- stofu úti i geimnum i framhaldi af Skylab. Auk þess verður ferjan Termel RAFMAGNSOFNAR Barnið finnur — og reynslan staðfestir — að Finnsku TERMEL olíufylltir rafmagns- ofnarnir — gefa þægilegasta hitann í íbúðina Leitið upplýsinga um verð og kjör Kjölur sf Tjarnargata 35 — Keflavik Simar: 92-2121 & 92-2041 9 '% m* >1» Bandariskir geimfarar hafa hringsólað um jörðina.... notuð til þess að koma veðurat- hugunar- og öðrum gervihnöttum á sporbraut umhverfis jöröu, annast viðgerðir á þeim ef eitt- hvað fer úrskeiðis eöa koma þeim til viðgerðar niðri á jörðu og siðan aftur út i geiminn. Suma gervi- hnetti þarf að senda i allt að 36.000 km hæö. begar ferjan er á spor- braut er hægt að nota hana sem skotpall til þess að koma gervi- hnetti I fyrrgreinda hæð og nægja þá minnstu og ódýrustu eldflaug- ar. Ferjan getur farið eftir fýrir- fram ákveðinni braut umhverfis jörðu og hægt er að lenda henni á venjulegum flugvelli. Eftir 24 tima er hún svo aftur tilbúin til flugtaks. bessi ferja verður fyrst reynd áriö 1979, en þegar áætlunin er komin vel á rekspöl þ.e. árið 1980 veröa fimm ferjur i notkun, þann- ig að ávallt verða ein eða tvær á lofti samtimis. Geimferðastofnun Bandarikjanna hefur þegar ráð- gert 750 slikar ferðir á niunda áratugnum, svo að þessar fimm ferjur munu áreiöanlega ekki standa ónotaðar. Hver ferð mun taka 7—14 daga og sumar allt að 30 daga. Sérhver ferja á aö geta farið 100 slikar ferðir, áður en hún þarf aö fara i gagngera skoðun. betta þýðir að þessi geimferðaá- ætlun verður mun ódýrari en sú fyrri. En þá liggur beinast við að spyrja, hvað svona fyrirtæki muni kosta? Jú, ein geimferja kostar 10,5 milljónir dollara mið- að við gengi ársins 1971. Hún verður útbúin tveimur hjálpar- eldflaugum og stórum geymi meö eldsneyti fyrir eldflaugahreyfla sjálfrar ferjunnar. Hjálpareld- flaugarnar verða látnar falla til jarðar eftir að ferjan er komin upp i 50 km. hæð. bær m unu lenda i fallhlifum og skip látin sækja þær, en siðan verða þær notaðar aftur. Til þess að koma Appollogeim- fari á braut þarf að notast við Satúrnuseldflaug, sem kostar 58 milljónir dollara (1971), en hana er einungis hægt að nota einu sinni. Venjulegum gervihnetti er hægt að skj.óta á loft meö Atlas- flugskeyti, sem kostar 18 milljón- ir dollara eða Titan, en hún kostar 30milljónir. bessar eldflaugar er heldur ekki hægt að nota aftur og ef eitthvað kemur fyrir sjálfan gervihnöttinn, er hann þar með úr sögunni. t framtiðinni verður hægt að gera við hann. Hvað snertir mönnun geimferj- unnar, þá verða þrfr menn um borö, en auk þess pláss fyrir fjóra farþega, sem ekki þurfa endilega að vera sérstaklega þjálfaðir geimfarar. í rannsóknarstöðinni veröur þrýstingurinn jafn, þannig að visindamaðurinn getur unnið viö sömu skilyrði og á jörðu niðri, nema hvað hann þarf auövitað að venjast þyngdarleysinu. í sér- stökum tilvikum getur ferjan tek- ið allt aö tíu manns. Ef eitthvaö kemur fyrir um borð i ferjunni, er hægtaðsenda aðra upp til þess að sækja mennina. Fleiri spurningar eru óneitan- lega áleitnar. Hver er eiginlega tilgangurinn með þvi að láta svona geimferju hringsóla þarna uppi? Við getum þegar státaö okkur af raunhæfum sigrum á sviði geimvisinda. Fyrst og fremst skal nefna veður- og fjar- skiptahnettina, sem senda upp- lýsingar dag hvern um viða ver- öld. Fyrir nokkrum árum bárust fréttir af fellibylnum „Camille” það fljótt, að það reyndist unnt að bjarga ótal mannslifum og verð- mætum, sem skiptu milljónum. Samt er þróunin á þessu sviði ein- ungis á byrjunarstigi. 1 dag geta veöurfræðingar aðeins spáð i tvo eöa þrjá sólarhringa fram í tim- ann. Eftir nokkur ár munu þeir geta sagt fyrir um veöur i allt að þrjár vikur. bótt mikið sé rætt um krabba- mein og hjartasjúkdóma, þá er það þrátt fyrir allt hungrið, sem hrjáir mannkynið mest. Til þess að finna lausn á þvi vandamáli, veröur að skoða jörðina utan úr geimnum. Fjöldi mynda hafa þegar verið teknar úr „Skylab” rannsóknarstöðinni. bess má geta aö öll lifræn efni innihalda klórsambönd, sem í okkar augum virðast vera græn á litinn, en á þessum myndum koma þau fram sem ýmis blæbrigði af rauðu. Ein myndin er t.d. af Imperial Valley, sem er nálægt landamær- um Suður-Kaliforníu. Hin frjó- samari héruð eru dökkrauð og lit- brigðin ein segja nákvæmlega til um það, hvar landamæri Mexikó liggja. Sérfræðingar geta sagt okkur ótal hluti bera með því einu að skoða hin ýmsu afbrigði rauða litarins. beir geta ekki einungis séð, hvað er ræktað á hverju ein- asta bóndabýli, heldur lika hvort gróðurinn er nýr eða gamall og hvort hann er lifvænlegur eða haldinn einhverjum plöntusjúk- lent á tunglinu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.