Tíminn - 14.09.1975, Side 19

Tíminn - 14.09.1975, Side 19
Sunnudagur 14. september 1975 TílVÍÍNN 19 iJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aðalstræti 7, sfmi 26501) — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasfmi 19523. Verð f lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Er nýtt þorska- stríð í vændum? Eins og nú horfir, má alveg eins búast við þvi, að nýtt þorskastrið hefjist á Islandsmiðum eftir 13. nóvember næstkomandi. Af hálfu Breta er þvi yfirlýst, að eftir 13. nóvember muni þeir ekki viðurkenna nema 12 milna mörkin við Island og haga sér samkvæmt þvi, ef samningar nást ekki fyrir þann tima. Þvi til áréttingar vitna þeir til þess, að i samkomulaginu, sem var gert i októbermánuði 1973, sé skýrt tekið fram, að það hafi ,,ekki áhrif á lagaskoðanir aðila og réttindi”. Bretar telja þvi, að meint réttindi þeirra séu hin sömu, þegar samkomulagið fellur úr gildi, og þau voru áður en það var gert. Alþjóðadómstóllinn hafi lika staðfest þetta sjónarmið þeirra. Þótt íslendingar viðurkenni ekki þetta sjónar- mið Breta, þýðir ekki annað en að reikna með þvi,að þeir muni haga sér samkvæmt þvi. Bretar munu þá reyna eftir 13. nóvember að halda hér áfram veiðum i trausti þess, að islenzka land- helgisgæzlan sé ekki fær um að hindra þær, nema að takmörkuðu leyti, þar sem hún muni einnig þurfa að glima áfram við vestur-þýzku veiði- þjófana. En þótt Bretar gefi þetta i skyn og muni senni- legast ekki láta sitja hér við orðin tóm, má þetta ekki hafa áhrif á afstöðu Islendinga. Takmark þeirra er i senn, að draga úr heildarafla á íslandsmiðum og að auka jafnframt eigin veiðar. Ef þetta takmark næst ekki fram með samningum, sem nú virðast vafasamar horfur á, verður að beita landhelgisgæzlunni eftir föngum til að hindra veiðiþjófnað innan fiskveiðimark- anna og þó einkum innan 50 milna markanna, þar sem mestra hagsmuna er að gæta. Þess er að sjálfsögðu ekki hægt að vænta, að unnt verði að hindra allar veiðar útlendinga, ef til slikrar styrj- aldar dregur, en það ætti að vera hægt að draga stórlega úr þeim og veita fiskstofnunum þannig aukna vernd. Það er lika aðalatriðið'. Islendingar verða svo að treysta á, að timinn vinni með þeim. Hafréttarráðstefnan kemur saman næsta vor, og vonir standa til, að þar fáist fram enn frekari stuðningur við þau sjónarmið, sem Islendingar byggja aðgerðir sinar á. Verði niðurstaðan hins vegar sú, að hafréttarráð- stefnan dragist enn á langinn eða renni alveg út i sandinn, má fastlega gera ráð fyrir, að ýmis riki við Norður-Atlantshaf, eins og Bandarikin, Kanada og Noregur, færi fiskveiðilögsögu sina út i 200 milur. Það er meira að segja liklegt, að Bretar geri það sjálfir. Þá skapast íslendingum bætt aðstaða til að halda máli sinu til streitu. Eins og nú standa sakir, má búast við þvi, að hér geti verið hörð átök framundan. Þau geta skapað þjóðinni aukinn efnahagslegan vanda og hafa raunar þegar gert það. Það kann að þurfa að stórauka framlög til landhelgisgæzlunnar umfram það, sem annars er ráðgert. Allt er þetta tilvinnandi. Sigur getur þó þvi aðeins unnizt, að þjóðin standi saman og sé fús til að taka á sig auknar byrðar. Deilur um önnur mál mega ekki sundra kröftum hennar, ef til slikra úrslitaátaka kemur. ERLENT YFIRLIT Harðri kosningahríð er lokið í Noregi Verkamannaflokknum spáð sigri Steen hcfur verið vigreifur i kosningabaráttunni. NÆSTKOMANDI sunnudag og mánudag fara fram sveitarstjórnarkosningar i Noregi. Kosningabaráttan hefur verið 'óvenjulega hörð, enda er þvi spáð, að þau geti haft veruleg áhrif á þróun landsmálanna. Einkum beinist nú athyglin að þvi, hvort Verkamannaflokkurinn muni vinna aftur nokkuð af þvi fylgi sem hann tapaði i þingkosningunum 1973, og hvort sósialiska kosninga- bandalagið muni halda þvi fylgi sem það fékk þá. Skoðanakannanir hafa ekki farið fram, nema i Osló, en þar benda siðustu niðurstöður til þess, að Verkamanna- flokkurinn muni vinna mikið á miðað við úrslit þing- kosninganna 1973 > en tapa örlitlu miðað við úrslit sveitarstjórnarkosninganna 1971. í sveitarstjórnar- kosningunum 1971 fékk Verka- mannaflokkurinn 40.2% af greiddum atkvæðum i Osló, i þingkosningunum 1973 ekki nema 33,6%, en nú spá siðustu skoðanakannanir honum frá 38.7-41%. Skoðanakannanirnar spá hins vegar þvi, að sósialiska kosningabandalagið biði ósig- ur i Osló. Það fékk 13.5% i þingkosningunum 1973, en nú spá skoðakannanir þvi, að það fái ekki nema 8.1- 9%. Hægri flokkunum er spáð allmikilli aukningu i Osló, og stafar það mest af þvi, að fylgið hefur hrunið af nýja flokknum, sem fylgir stefnu Glistrups. Einnig er Kristilega flokknum og Miðflokknum spáð nokkru tapi i Osló. Hins vegargizka margir á, að þess- ir flokkar vinni á utan Osló, einkum þó Kristilegi flokkurinn. Þvi veldur ekki sizt andstaða hans gegn nýju lögunum, sem heimila fóstur- eyðingar. í MAl siðastl. horfði orðið illa hjá Verkamannaflokkn- um, ef dæmt var eftir skoðanakönnunum fyrir landið allt. Hann átti þá að fá ekki nema 31,9%, en hann fékk 35,5% iþingkosningunum 1973. En siðan i mai hefur hann stöðugt verið að vinna á. Fari svo, að flokkurinn vinni veru- lega á i kosningunum, getur það orðið til að styrkja stöðu Brattelis forsætisráðherra og orðið þess valdandi að hann haldi áfram. A þingi flokksins i vor, sagði hann af sér sem flokksformaður og var þá reiknað með þvi, að hann myndi ■ hætta bráðlega sem forsætisráðherra. Það gerðist hins vegar á flokksþingingu, að mikið ósamkomulag varð við formannskjörið unz þegjandi samkomulag náðist um, að Reiulf Steen yrði for- maður flokksins, en Oddvar Nordli, sem er formaður þing- flokksins yrði forsætis- ráðherra, þegar Bratteli léti af þvi starfi. Bratteli hefur ekkert látið uppi um hvenær hann ætli að hætta. Talið er að fylgismenn Steens vilji að Bratteli sitji sem lengst og geti þá farið svo, að Steen taki við af honum sem forsætis- ráðherra. t kosninga- baráttunni nú hefur borið mikið á Steen og þykir hann hafa styrkt aðstöðu sina. ASTÆÐAN til þess, að held- ur horfir illa hjá sosialiska kosningabandalaginu, er vax- andi ágreiningur innan þess. Það var stofnað fyrir þing- kosningarnar 1971 og stóðu að þvi þrir aðilar eða Sosialiski þjöðflokkurinn, Kommúnista- flokkurinn og klofningsdeild úr Verkamannaflokknum. Á siðastl. vori var þvi breytt i flokk, Sosialíska vinstri- flokkinn, en mikið ósamkomu lag varð strax á stofnfundin- um. Kommúnistar kröfðust þess, að flokkurinn byggði stefnusina á kenningum Marx og Lenins, en sosialistar höfnuðu þvi og lauk þeirri deilu þannig að frestað var að taka endanlega afstöðu. Sam komulag náðist um að Sos- ialiski þjóðflokkurinn og kommúnistaflokkurinn hættu að gefa út blöð sin, en i staðinn kæmi nýtt blað ,er gefið væri út af nýja flokknum. Hið nýja blað, Ny Tid, hóf göngu sina i ágúst, og hætti þá blað Sosialiska þjóðflokksins, Orientering að koma út. Hins vegar heldur Friheten, blað Kommúnistaflokksins, ■ áfram að koma út. Kommúnista- flokkurinn heldur flokksþing i næsta mánuði og vepður þá endanl. ákveðið hvort hann verður lagður niður.en það er skilyrði fyrir áframhaldandi þátttöku kommúnista i hinum nýja flokki. Margir af forustu- mönnum kommúnista- flokksins vilja að flokkurinn starfi áfram, þótt kommúnistar starfi jafnframt ihinum nýja flokki. Þetta get- ur orðið mikið deilumál á flokksþinginu. Þá hefur risið mikil deila milli framkvæmdastjórnar nýja flokksins og Finns Gustavsens, sem hefur verið aðalleiðtogi Sosialiska þjóðflokksins. Deila þessi varð fyrst opinber, þegar fram- kvæmdastjórinn ákvað að Gustavsen tæki ekki þátt i sjónvarpsumræðum nú fyrir kosningarnar. Gustavsen mótmælti þessu með þvi að leggja niður þingfor- mennskuna hjá nýja flokkn- um. Sitthvað þykir benda til, að Gustavsen sé að búa sig undir að alveg slitni milli hans og kommúnista. . ÞÖTT undarlegt kunni að þykja, virðist það hafa styrkt Verkam annaflokkinn að ýmis kreppumerki hafa kom- ið I ljós að undanförnu og litilsháttar atvinnuleysi myndast. Nú eru taldir um 15 þús. atvinnuleysingjar i Noregi og er þvi spáð, að þeir geti orðið 30 þús. i vetur. Þá hefur myndazt stóraukinn halli i verzluninni við útlönd. Gizkað er á, að hann geti orðið 16 milljarðar norskra króna á þessu ári. Sfjórnarand- stæðingar deila á stjórnina fyrir eyðslusemi, en ráðherrarnir segja, að væntanlegur oliugróði muni jafna þetta og meira til. Aðrir efast nokkuð um oliugróðann, þvi að vinnslan verður dýr. Sá áróður Verkamannaflokksins virðist fá meiri hljómgrunn, að komist Ihaldsflokkurinn og miðflokkarnir til valda, muni þeir taka upp samdráttar- stefnu og auka þannig efna- hagsvandann. Verkamanna- flokkurinn reynir jafnframt að koma af stað ágreiningi milli Ihaldsflokksins annars vegar ogmiðflokkanna hins vegar og verður nokkuð ágengt i þeim efnum, m.a. vegna þess, hvemig thaldsflokkurinn hag- ar áróðri sinum. Það kynni að geta dregið úr vaxandi ágreiningi milli thalds- flokksins og miðflokkanna, ef Verkamannaflokkurinn ynni verulega á. Þeir hafa i undir- búningi eftir kosningar sér- stakan fund til að ræða um væntanlegt stjórnarsamstarf þeirra eftir þingkosningarnar 1977, ef þeir fengju þá meiri- hluta á þingi. úrslit kosninganna nú geta orðið nokkur visbending um, hvort það sé liklegt, þótt margt geti breytzt á þremur árum. -Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.