Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 29

Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 29
Sunnudagur 14. september 1975. ItMINN 29 —— Sparíð fé og fyrirhöfn VIÐ TÖKUM af ykkur ómakið UM LEIÐ og þiö pantið gistingu hjá Hótel Hof i látið þið okkur vita um ósk- ir ykkar varðandi dvölina í Reykjavík og við útvegum m.a. bílaleigubíla með hagkvæmum kjörum, aðgöngumiða í leikhús eða að sýningum, borð í veitingahúsum og ýmislegt annað. Hótelið er lítið og notalegt og því á starfsfólk okkar auðvelt með að sinna óskum ykkar — og svo eruð þið mjög vel sett gagnvart strætisvagnaferðum (rétt við Hlemm). Kynnið ykkur okkar hagstæða vetrar- verð. Sérstakur afsláttur fyrir hópa og langdvalargesti. markaði og þar sem karlar eru naegilega öruggir um eigin mann- dóm, til að þeir þurfi ekki að vera með leikaraskap til að sanna hann. Það, sem kom mér mest á óvart eftir að bók mtn „Hrædd við að fljiíga” kom út var, hvernig margir karlmenn virtust lita svo á, að konur, sem eru færar i starf i hlytu jafnframt að vera „dómin- erandi”. Hvað eftir annað hef ég hittmenn,sem hafa sagt við mig: „Mér kemur á óvart, hvað þú ert kvenleg”, „Ég er hissa, hvað þú hefur mjúka rödd” og „Mér kem- ur á óvart, að þú ert ekkert ógn- vekjandi”. Við hverju bjuggust þeir eiginlega? Valkyrju með haglabyssu? Slikar athugasemdir særðu mig — þangað til ég fór loks að skilja, að þær sýndu ekki persónuleika minn heldur hug- myndir þessara manna um kon- ur, sem komast áfram. Þær skyldu vera háværar, dóminer- andi, herskáar. Kannski settu þessir menn ómeðvitað jöfnunar- merki milli árangurs kvenna i starfi og sadisma, hörku og hat- urs á karlmönnum. Ég vildi óska, að dóttir min ælist upp i heimi, þar sem þetta væri ekki svo lengur. Ég vildi að hún ætti þess kost að vera dugleg i starfi og ástrik við elskhuga sina og vini án þess að finna til tog- streitu milli dugnaðar og kær- leika. Allt of oft fela konur dugnað sinn, eða leggja ekki rækt við hæfileika sina, til þess að vekja ekki öfund hjá mönnunum, sem þær elska. Allt of oft eru konur svo hræddar við að keppa við karla, að þær nota aðeins hluta af hæfileikum sinum og orku. Hvað gera þær við það, sem eftir er af orkunni?-Nota hana til að elska, annast' og uppörva eig- inmenn (og börn). Ég hef ekkert á móti þvi að elska, annast eða uppörva — en ég vildi, að dóttir min yxi upp i heimi, þar sem konur fá eins mikið af þessum gæðum frá karlmönnum eins og menn frá konum. Bæði kynin þarfnast þessa, og ekki er réttmætt, að konurnar séu svo oft gefendur en sjaldan þiggjendur. Bæði kynin þarfnast ástar, um- önnunar og upporvunar og það virðist óréítmætt, að konunum einum sé a-ílað að hugga og ann- ast l)i, i . ?m.\- er vissulega ljóst, að mi:„v" er á kynjunum, en ég tel ek:. sú staðreynd, að kon- an hefui : ;..; feli þar með i sér, aí/ koiv.: ...; séu færar um að þvó blej yr tappa banana og sei ja plár: sár hné. Fordæmi skortir Ég skrifa þessa grein um ófædda dóttur i staðinn fyrir ófæddan son, af þvi að ég álit, að vandamál mæðra og dætra séu miklu flóknari og erfiðari en vandamál mæðra og sona. Við byggjum heim, þar sem konur eiga i hugarstriði vegna hlutverks sins sem konur — við lifum á timum, þegar skoðanir kvenna á sjálfuj sér eru i mótun — og næstum alltaf bitnar þessi kvenna á sjálfum sér eru i mótun — og næstum alltaf bitnar þessi togstreita á dætrunum. Þær eiga oft auðveldara með að sýna dætr- um sinum einlæga ástúð. Konum er i mun að gera dærtum sinum hið sama og mæður þeirra gerðu þeim eða þá að bæta það upp, og samband móður og dóttur ein- kennis þvi oft á fölskum vonum og hiki, sem veldur mikilli óvissu hjá þeim. Afleiðingin verður sú, að þær eru hræddari við að vera yfirgefnar og lata ást einhvers, hræddari við frama, og hneigðari til að fórna persónulegum þörfum fyrir ást karlmanns. Hve margar okkar eiga mæður. sem hafa leyst þann vanda að láta starf og ást fara saman og geta verið okkur jákvætt fordæmi? Mjög, mjög fáar? Ég hef talað við aðrar konur, sem gengur vel i starfi, og það sem þeim er eink- um sameiginlegt (burtséð frá þvi hvers konar vinnu þær gegna) er, að þeim finnst þær vera að brjóta nýtt land tilfinningalega, að þær hafi hvergi fordæmi. Venjulega hafa mæður þeirra verið heima og þeim kosti hafna þær þegar i stað (þar sem þær þekkja svo vel, hve ófullnægjandi hann er) Þess i staðreyna þær að likjast feðrum sinum —sem er út af fyrir sig gott, þegar um er að ræða starf og vtri afrek, en tæpast að gagni, þegar um er að ræða tilfinninga- legar (og liffræðilegar) hliðar þess að vera kona. Vist ertu Iijúkrunarkona Þannig sitjum við uppi með togstreituna. Við eigum okkur engar fyrirmyndir. Okkur finnst við alltaf vera brautryðjendur. Annar helmingur segir. „Vertu eins og mamma og njóttu öryggis.” H'inn helmingurinn segir: „Vertu eins og pabbi og gerðu eitthvað úti i heiminum.” En hvorugur hefur rétt fyrir sér. Þvi við vitum, að mamma var ekki örugg i raun og veru : :or að sjálfsögðy énginnijog viö vit- um. aö ef við revnum að likiast pablia og skeyta stundum engu um ij.ilskyldu, heimili og börn, allt til að komast áfram, áfram áfram), verður hlutskipti okkar að lokum vonbrigði og ófullnæg- ing. En hvernig er hægt að gera hvort tveggja? Hvernig er hægt að gera konum framtiðarinnar kleift (og ófæddri dóttur minni þar á meðal) að þroska báða þessa þætti eðlis sins? Þær verða að eiga sér fyrirmyndir. Og við erum þessar fyrirmyndir — hvort sem við viljum viðurkenna það eða ekki. Þess vegna veldur það mér óróa, að svo margar ungar konur.sem eru gáfaðarog gengur vel — og svo margar ungar kven- réttindakonur — eignast ekki börn. Það eru þær, sem geta sýnt dætrum sinum fram á, að hægt sé að gera hvort tveggja. Það eru þær, sem geta skapað fordæmi. Þar sem ég hef dregið svo lengi að eignast barn, er ég i éinstæðri aðstöðu. ef ég geri það. Þegar dóttir min fæðist mun hún alast uppmeð móður,sem eyðira.m.k. fimm klst. á dag við ritvélina, sem flytur fyrirlestra við háskóla og litur á ritstörfin, sem sitt annað eðli. Eins og öll börn mun hún hafa truflandi áhrif vegna þeirrar gleði, sem ég mun hafa af henni, og þarfar hennar fyrir um- önnun. En það, sem hún fær út úr þessu — þegar hún sjálf verður Framhald á bls. 35. siðu. Bílavara- hlutir Notaðir varahlutir í flestar gerðir eldri bíla m a,: Chevrolet Nova ’66 Willys station ’55 VW rúgbrauð ’66 Opel Rekord ’66 Saab ’66 VW Variant ’66 Öxlar í aftaníkerrur til sölu frá kr. 4 þús. Það og annað er ódýrast lijá okkur. BJLAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9—7 alla virka daga og 9—5 laugardaga. xtt j i ri-Li n i i 1:0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.