Tíminn - 16.11.1975, Síða 5

Tíminn - 16.11.1975, Síða 5
Sunnudagur 16. nóvember 1975. TtMINN 5 LUDWIGSHAFENSJÚKRA- HÚSID Á ÞYRLU Christopher 5 hefur nú fariö hvorki meira né minna en eitt þúsund feröir til bjargar sjúk- um og slösuöum. Christopher þessi er þyrla, sem er i eigu sjúkrahússins i Ludwigshafen i Þýzkalandi, en þyrla þessi er sérstaklega send út, ef aöstoöa þarf fólk, sem lent hefur i bruna, eöa oröiö fyrir miklum skaöa af völdum bruna. Þyrlan er alltaf til staöar, og tilbúin til flugs, og sömuleiðis er áhöfnin ætlö reiöubúin til þess að fara hvert sem þörf krefur. 1 áhöfn þyrlunnar eru flugmaöur, lækn- ir, sem er sérfræðingur i skyndihjálp, og auk þess er i vélinni aðstoðarmaður læknis- ins, sem einnig er sérþjálfaður i að veita aöstoð á slysstaö. Þyrl- an er búin öllum nauðsynleg- ustu tækjum, sem þörf kann að vera á, ef slys ber aö höndum. Tækjunum er öllum sérlega haganlega fyrir komiö, og þau rúmast mjög vel i vélinni. DANSKA FATAFELLAN Þessa glæsilegu mynd tók ljós- myndari Timans, Róbert, af dönsku fatafellunni Evu Nielsen ööru nafni Mariu Teresu, sem dvelst hér á landi um þessar mundir og fellir af sér föt fyrir þá, sem sjá vilja og sækja þá skemmtistaði, sem hún kemur fram á, en þeir munu vera nokkr ir hér f Reykjavik og nágrenni, aö minnsta kosti. Eva mun dveljast hér á landi i nokkrar vikur, en svo heldur hún aftur heim á leið til Danaveldis. SAGAN AF MICHAEL ROCKEFELLER Ted Neeley, sem lék Jésúm i kvikmyndinni „Jesus Christ Superstar”, hefur tekið að sér að leika i kvikmynd um Michael Rockefeller, sem við sjáum hér mynd af. Þessi mynd var tekin árið 1961, stuttu áður en hann lagði i sina siðustu för. Margir muna eftir þvi, aö Michael Rockefeller, yngsti sonur Nel- sons Rockefellers varaforseta Bandarikjanna, týndist árið 1961 i mannfræöileiðangri í frumskógum Nýju Gineu. Það var mikil leit gerð að honum, en ekkert fannst, sem benti til þess, hver örlög þessa efnilega unga manns hefðu orðið. Lik hans fannst aldrei, og þvi voru getgátur uppi um það, að mann- ætur, sem enn fyrirfinnast á þessum slóðum, hefði orðið honum að bana. Til stóð að taka kvikmyndarinnar, sem reyndar heitir „Maður étur mann”, færi fram á svipuðum slóðum og atburðurinn gerðist, en hætt var við það vegna þess, hve hættulegt er talið að fara um þessi svæði, sem eru byggð mjög frumstæðum þjóðflokki. Myndin var gerð i frumskógum Venezuela, —• i 12.500 milna öruggri fjarlægð frá þessum hættulega stað. TÖFRAR MENN TIL FRANKFURT | Þessi töfrandi sextándu aldar mær, sem ef til vill er Lucretia Borgia, og hefur verið gerð ódauðleg i oliulitum af lista- manninum Bartolomeo da Venezia, hefur verið notuð til þess að reyna að draga menn til Frankfurt am Main i Þýzka- landi. Myndin, sem fannst i listasafni I borginni, er nú á auglýsingaspjöldum, sem sýnd voru á alþjóðlegri sýningu, sem haldin var og var ætlað að sýna sitt af hverju, sem vekja átti at- hygli ferðamanna á hinum margvislegustu stöðum viðs vegar um heiminn. Auglýsinga- spjöld þessi hlutu silfurverðlaun á sýningunni. Fyrirtæki og sölu- menn, sem hafa það að aðal- starfi að selja ferðamönnum farmiða og fyrirgreiðslu, hafa sýírt myndinni af Lucretin Borgia mikinn áhuga, þar .sem þeir telja, aö auglýsingasp jaldið muni verða til þess að vekja enn meiri athygli á Frankfurt en verið hefur fyrir hendi til þessa, þrátt fyrir það að borgin hafi verið mjög vinsæl sem ferða- mannaborg og ráðstefnustaður. Á siðasta ári voru til dæmis haldnar yfir 5000 ráðstefnur i Frankfurt.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.