Tíminn - 09.12.1975, Qupperneq 3
Þriðjudagur 9. desember 1975.
TÍMINN
3
Baldur heldur á miðin
einhvern næstu daga
Að sögn Péturs Sigurðssonar,
forstjóra Landhelgisgæzlunnar,
munu allir yfirmenn á varðskip-
inu Árvakri fara yfir á Baldur, en
Árvakri verður nú lagt um sinn,
a.m.k. fram yfir jól. Pétur
Sigurðsson kvaðst hins vegar bú-
ast við þvi', að Arvakur héldi til
gæzlustarfa eftir jólin, og nefndi,
að ýmsar lagfæringar þyrfti að
gera um borð í Árvakri áður en
hann héldi til starfa á ný.
á gerðir Landhelgisgæzlunnar. —
En okkur þykir betra að hafa þá
fyrir aftan okkur en fyrir framan,
sagði Pétur.
Skuttogarinn og varðskipið
Baldur er smiðaður i Póllandi og
er 740 tonn. Mesti ganghraði
skipsins er 17 milur. Skipherra á
Baldri er Höskuldur Skarphéðins-
son.
Greint hefur verið frá þvi i
fréttum, að freigáturnar brezku
hafa yfireinhvers konar vopni að
ráða, sem sé til þess hannað að
skera klippurnar aftan úr varð-
skipunum. Pétur Sigurðsson vildi
sem minnst gera úr þessu vopni
Bretanna i gær, þegar Timinn
hafði tal af honum, og sagði, að
freigáturnar hefðu haft sams
Fátt óttast brezkir togaraskiptstjórar meira en klippur varðskipanna. Það fer samt ekki mikið fyrir
þessu skæða vopni, eins og glöggt sést á þessari mynd, en hún cr tekin um borð i varðskipinu Árvakri i
gær. Tímamyndir: Gunnar
— Árvakur í höfn fram yfir jól
Gsal-Reykjavik — i dag mun nýtt
varðskip verða afhent Land-
helgisgæziunni, en það er skut-
togarinn Baldur, sem á sínum
tima var keyptur til landsins fyrir
Hafrannsóknastofnunina. Áform-
að er að hið nýja varðskip haldi
þegar i þessari viku til gæzlu-
starfa, og verður byssu nú komið
fyrir á skipinu, og væntanlega fær
það lika sinar kiippur, Skuttog-
arinn Baldur hefur siðustu mán-
uði verið i Póilandi, þar sem ýms-
ar lagfæringar hafa verið gerðar
á skipinu með tilliti til þess hlut-
verks, sem þvi er nú ætlað.
konar tæki i siðasta þorskastriði,
og það hefði aldrei haft nein áhrif
69 hringum stolið
2 millj. verðmæti
gébé—Rvik — A sunnudagsmorg-
un var brotizt inn I skartgripa-
verzlunina að Skólavörðustig 21 Á
i Reykjavik. Náði þjófurinn eða
þjófarnir hringjum úr verzlunar-
glugganum og er álitið, að verð-
mæti þeirra geti verið hartnær 2
milljónir króna, en hver hringur
kostaði frá tiu til fimmtiu þúsund
krónur. Þjófarnir eru ófundnir.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hellert Jóhannessyni rannsókn-
arlögreglumanni, var það vegfar-
andi, sem leið átti um Skóla-
vörðustiginn á sunnudagsmorg-
un, sem tilkynnti um þjófnaðinn.
Við rannsókn kom i ljós, að fyrst
hafði verið reynt að skera rúðuna
með glerskera, en þegar það
hafði mistekist, var brotið gat á
hana og gat þá þjófurinn auðveld-
lega teygt sig inn og náð tveim
kössum af hringjum, en i öðrum
voru 40 kvenhringir, en 28 karl-
mannshringir i hinum. Auk þess
var einn stakur hringur tekinn
en annað var látið ósnert. Flest-
ir hringanna voru með dýrum
steinum.
Hellert sagði, að rannsókn
málsins væri i fullum gangi, og að
ibúar i nágrenninu hefðu ekki
orðið varir við neitt. Biður rann-
sóknarlögreglan alla þá, sem ein-
hverjar upplýsingar geta veitt til
að varpa ljósi á málið, aö láta sig
vita.
Nýjar vísnagátur
eftir Ármann Dalmannsson
Hjá útgáfufélaginu URÐ s.f.
eru komnar út nýjar visnagátur
eftir Armann Dalmannsson á
Akureyri. Sams konar bók kom út
fyrir jólin á siðastliðnu ári og
hlaut hún miklar vinsældir.
Nú hefur Armann samið fleiri
gátur og verða verðlaun veitt
fyrir réttar ráðningar. I þessu
hefti eru jafnframt ráðningar á
gátunum, sem birtust i fyrsta
hefti, svo og myndagáta.
FYRSTI FUNDUR MEÐ SÁTTA-
SEMJARA í NÆSTU VIKU
BHReykjavik. — Fyrsti samn-
ingafundur ASl og atvinnurek-
enda um kjaramál var haidinn sl.
iaugardag. Var þar ákveðið aö
visa deilunni strax til sáttasemj-
ara, en samkvæmt vinnulöggjöf-
inni hefði deilan farið til sátta-
semjara 15. desember, eða þegar
helmingur uppsagnartima samn-
inganna væriliöinn. Töldu aðilar,
að heppiiegast myndi reynast að
vinna tíma með þessu móti.
Ólafur Hannibalsson hjá ASl
sagði Timanum i gærkvöldi, að
fyrsti fundurinn með sáttasemj-
ara væri enn ekki ákveðinn, en
búizt væri við að hann yrði á mið-
vikudag eða fimmtudag. en
einnig væri reiknað með viðræð-
um við rfkisstjórnina áður en
langt liöi.
Ólafur kvað ekki um að ræða
nein viðbrögð atvinnurekenda við
samþykkt þeirri, sem kjaramála-
ráðstefna Alþýðusambandsins
gerði i byrjun mánaðarins og
birtist hér í Timanum, en á henni
myndi samninganefnd ASI
grundvalla kröfur sfnar.
Stórtjón ó
Neskaupstað
BH-Reykjavik. — Stórviðri af
norðaustri gekk yfir Neskaupstað
aðfaranótt sunnudagsins og urðu
ntiklar skemmdir á mannvirkj-
urn. Samkvæmt frásögn fréttarit-
ara Timans, Benedikt Guttorms-
sonar, urðu engin ineiðsl á fólki,
en járnplötur fuku af húsþökum
og rúður brotnuðu, auk þess sem
sjórinn skemmdi uppfyllingu
Hafnarbrautarinnar á 300-400
metra kafla.
Verst var veðrið milli klukkan
þrjú og fimm um nóttina, og var
þá stórhættulegt að vera á ferli
vegna þakplatna, sem fuku um
allt. Af Harðfiskverkuninni fauk
allt þakið, þótt ekki færi það allt i
einu. Þrátt fyrir hættuna af báru-
járninu reyndu menn eftir megni
að hemja það, sem við varð ráðið
og bera farg á plötur, sem komið
varð i skjól. Gekk veðrið á með
éljum um nóttina.
Benedikt Guttormsson kvað
erfitt að geta sér til um tjónið af
stórviðrinu, það væri að heita
mætti ókannað enn, en telja mætti
fullvfst, að þaö væri mikið, bæði á
húsum og innbúum. Bátar voru
allir i innri höfninni og væsti-ekki
um þá þar, en veður var þvi verra
sem utar dró. Tvö hús i smiðum
úti á bökkunum urðu fyrir mikl-
um skemmdum.
Benedikt kvað sunnudaginn
hafa verið annasaman hjá ibúum
kaupstaðarins, en undir kvöldið
hefði þó verið búið að koma þak-
plötum fyrir að nýju, svo og
rúðum I gluggum.
40 milljónir til
nómsmanna erlendis
gébé Rvik — tslenzkir námsmenn
erlendis geta nú andað léttar, þar
sem sýnt þykir, að þeir fái salt i
jólagrautinn I ár. Eins og kunnugt
er, hefur mikið veriö látið af
þrengingum námsmanna erlcnd-
is, vegna þess að haustlánin
brugðust, og hefur verið talið, að
fjöldi þeirra neyddist til að hætta
nánii vegna fjárskorts. Vilhjálm-
ur Hjálmarsson menntamálaráð-
herra sagði i gær, að mennta-
málaráðuneytið hefði samið, i
samráði við fjármálaráðuneytiö,
við Seðlabanka tslands um
skyndilán til Lánasjóðs íslenzkra
námsmanna að upphæð kr. fjöru-
tiu milljónir króna.
— Lánið skal notað til að flýta
afgreiðslu haustlána til náms-
manna erlendis, sagði Vilhjálm-
ur. Það skal endurgreiðast i janú-
ar með hluta af eitt hundrað
milljón króna greiðslu af fjárveit-
ingu 1976, en þá upphæð hafði
áður verið heitið að inna af hendi
til LÍN i janúar.
Keypti hassið í
Kaupmannahöfn
gébé—Rvik — Eins og kunnugt er
af fréttum, var maður nokkur
handtekinn á Keflavikur-flugvelli
s.l. föstudag, er tollverðir fundu
tvö kiló af hassi i farangri hans.
Samkvæmt upplýsingum frá As-
geiri Friðjónssyni dómara ffkni-
efnadómstólsins, hefur maðurinn
veriðúrskurðaður I allt að þrjátiu
daga gæzluvarðhald. Yfirhcyrsl-
um er ekki lokið, en maðurinn
‘segist hafa keypt hassið i Kaup-
inannahöfn.
Einn stýrimanna Arvakurs, sýnir
hér ljósmyndara Timans, hvar
klippurnar skáru á vörpu brezka
togarans, Port Vale og ekki ber á
öðru en að þetta hafi verið hin
finasta „klipping".
Aðalfundur
LÍÚ hefst
í dag
AÐALFUNDUR Landssambands
tsl. útvegsmanna hefst i
Reykjavik i dag kl. 2 að Hótel
Esju. Aðalfundurinn hefst með
setningarræðu Kristjáns Ragn-
arssonar, formanns LIÚ.
Gert er ráð fyrir að um 100
fulltrúar útvegsmannafélaga á
landinu sitji fundinn. Stefnt er að
þvi, að fundinum ljúki á fimmtu-
dag.
Siðdegis i aag mun Sigfús
Scopka ræða um ástand fiski-
stofnanna.
Niðurstaða
af krufningunni
væntanleg í dag
Gsal-Reykjavik — Að sögn
Guðmundar Kristjánssonar,
fulltrúa bæjarfógetans í Keflavik,
er að vænta I dag niðurstöðu af
krufningu stúlkunnar, sem Iézt
eftir minniháttar átök i Keflavík i
fyrri viku. Piltinum. sem úr-
skurðaður var i gæzlgvarðhald
vegna þessa máls, vgr sleppt
siðdegis s.l. föstudags, enda hafði
þá ekkert komið fram I málinu,
sem benti til þess að átökin milli
hans og stúlkunnar hefðu orðið
þess valdandi að stúlkan lézt
skömmu sföar, að sögn
Guðmundar.