Fréttablaðið - 10.11.2005, Síða 6

Fréttablaðið - 10.11.2005, Síða 6
6 10. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Netverð frá Su marsól Takmarkað sætaframboð á þessu verði! Flugáætlun Flug fram og til baka með flugvallarsköttum. Verð miðast við að bókað sé á Netinu, ef bókað er í síma eða á skrifstofu bætast 2.000 kr. við hverja bókun. 7.,19. og 29. apríl, 17. maí og síðan alla miðvikudaga í sumar. 16.900kr. Sumarhúsaeigendur og a›rir farflegar til Spánar! Alicante Beint leiguflug me› Icelandair í allt sumar! JARÐGÖNG Niðurstöður rannsóknar á berggrunni hugsanlegrar jarð- gangaleiðar milli lands og Vest- mannaeyja benda til að kostnaður við frekari rannsóknir á verkinu muni hlaupa á hundruðum millj- óna króna. Íslenskar orkurannsóknir unnu rannsóknarskýrsluna fyrir Vegagerðina og er vonast til að hún muni varpa frekara ljósi á fýsileika ganga milli lands og Eyja. Í henni kemur meðal annars fram að Eyjamegin þurfi göng- in að fara í gegnum 200 metra þykka, óreglulega jarðmyndun og er hluti hennar bæði hrungjarn og lekur. Skýrsluhöfundar telja að ef ákveðið verði að halda áfram undirbúningi verkhönnunar þurfi að leggja út í rannsóknir sem gætu kostað hundruð milljóna króna. Guðjón Hjörleifsson, alþingis- maður og fyrrverandi bæjarstjóri í Eyjum, leggur áherslu á að Vega- gerðin hafi fengið tvo sérfræð- inga til að grandskoða skýrsluna og þeir skila niðurstöðum eftir sex vikur. Síðan fjallar faghópur samgönguráðuneytisins nánar um málið. „Það er nauðsynlegt fyrir okkur Eyjamenn að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst ef við þurfum að snúa okkur að einhverju öðru. Ég er samt töluvert svartsýnni en áður.“ - shg Rannsóknakostnaður við Eyjagöng mun hlaupa á hundruðum milljóna: Dregur úr líkum á göngum til Eyja BERGIÐ ER ERFITT VIÐUREIGNAR Berggrunnurinn við Eyjar er sagður bæði hrungjarn og lekur. MYND/GVA GUÐJÓN HJÖR- LEIFSSON Kveðst svartsýnni en áður á að göngin verði að veruleika. KJÖRKASSINN Á Fjármálaeftirlitið að birta hvaða fyrirtæki hafa brotið af sér við verðbréfaviðskipti? Já 93% Nei 7% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að stytta nám til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú? Segðu skoðun þína á vísi.is DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- ness fann í gær Phu Tién Nguyén sekan um manndráp og hættu- lega líkamsárás að auki en hann var valdur að dauða Phong Van Vu í blokkaríbúð að Hlíðarhjalla í Kópavogi í maí síðastliðnum. Hlaut hann sextán ára fangelsis- dóm og var dæmdur til að greiða rúmar tólf milljónir króna í skaða- bætur auk alls sakarkostnaðar. Atvikið átti sér stað að kvöldi hvítasunnudags 15. maí síðast- liðinn en þá réðst Nguyén að Van Vu í veislu eftir að hafa deilt um hríð hvor þeirra ætti að sýna hinum meiri virðingu vegna aldurs. Hófust átök milli mann- anna þegar á leið sem endaði með því að Nguyén greip hníf og bar til Van Vu. Hlaut hann djúp stungu- sár í brjóstkassann báðum megin auk annarra áverka á handlegg og andliti. Bæði stungusárin í brjóst- kassa mannsins voru lífshættuleg en stungan hægra megin dró hann hratt til dauða þar sem sárið gekk inn í lungnaslagæð. Var hann lát- inn þegar lögregla og sjúkralið kom að. Ákærði játaði strax verkn- að sinn fyrir lögreglu en bar við sjálfsvörn sem dómurinn féllst ekki á meðal annars vegna þess að morðvopnið hafði hann haft með sér í veisluna umrætt kvöld. Þótti allur framburður hans óljós og ruglingslegur að öðru leyti auk þess sem hann var mjög ölvaður þegar lögregla handtók hann síðar kvöldið örlagaríka. Hlaut Nguyén einnig dóm fyrir líkamsárás en hann lagði til annars manns sem reyndi að stöðva átökin með þeim afleiðing- um að sá hlaut slæmt stungusár við mjöðm. Einn dómari við réttinn skilaði séráliti þar sem hann lýsir sig í meginatriðum sammála dómnum en telur þrettán ára fangelsisdóm nægan þar sem Nguyén hafi ekki gripið til hnífsins fyrr en átök höfðu staðið yfir um hríð milli mannanna tveggja. Auk þess hafi ákærði ekki haft orð á sér fyrir ofbeldishneigð né haft haturs- eða heiftarhug til fórnarlambsins. albert@frettabladid.is Fékk sextán ára dóm fyrir hnífstunguárás Phu Tién Nguyén var í gær fundinn sekur um að hafa banað Phong Van Vu í íbúð í Kópavogi fyrr á þessu ári. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi enda þótti dómi sannað að um morð að yfirlögðu ráði hefði verið að ræða. SEXTÁN ÁR BAK VIÐ LÁS OG SLÁ Phu Tién Nguyén hlaut þungan dóm fyrir morðið á Phong Van Vu enda þótti dómnum að mestu sannað að um ásetning hefði verið að ræða af hans hálfu. FRÁ VETTVANGI Í HLÍÐARHJALLA Átök mannanna voru blóðug en fórnarlambið hlaut fjölmarga skurði á höndum og andliti fyrir utan þær tvær stungur í brjóstkassann sem drógu hann til dauða á skömmum tíma. NEYTENDAMÁL Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, telur mikil- vægt að skoða verðtryggingu lána með tilliti til hagsmuna neytenda og er það eitt af þeim málum sem hann hefur sett í forgang hjá emb- ættinu. Einnig hyggst Gísli skoða á næstunni gjöld í bankakerfinu, umgjörð fasteignamarkaðarins, markaðssókn gagnvart börnum og unglingum og fleiri mál sem tengjast neytendum. Þetta kom fram í erindi sem Gísli hélt á félagsvísindatorgi Háskólans á Akureyri í gær en þar kynnti hann embætti tals- manns neytenda sem sett var á fót 1. júlí síðastliðinn, á grunni laga sem samþykkt voru á Alþingi í vor. Gísli segir of snemmt að fullyrða að svo komnu máli að hagsmunum neytenda væri betur borgið ef verðtrygging lána væri afnumin en hann telur rétt að skoða það vel. „Menn hafa bent á að gegnsæi og valfrelsi séu á meðal mikilvæg- ustu réttindamála neytenda og verðtrygging er hvorki gegnsæ né valfrjáls,“ segir Gísli. Embætti talsmanns neytenda er með aðsetur hjá Neytendastofu en tilgangur embættisins er að standa vörð um hagsmuni og rétt- indi neytenda, ásamt því að stuðla að aukinni neytendavernd. - kk Talsmaður neytenda kynnir forgangsröðun verkefna: Brýnt að skoða verðtryggingu lána GÍSLI TRYGGVASON Eitt af forgangsmálum hjá embætti talsmanns neytenda er að skoða markaðssókn gagnvart börnum og unglingum og segir Gísli að þeirri markaðs- sókn verði hugsanlega settar hömlur með reglugerð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.