Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2005, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 10.11.2005, Qupperneq 26
 10. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR26 Sigurbjörg Jóna Trausta- dóttir og Anna Bjarnadóttir fara út fyrir líkamann, upp til almættisins og gefa þar skipun um lækningu á sjúkdómum með breytingu á genum. „Aðalmálið er að trúa og treysta,“ segja þær. DNA-heilun, eða theta-heilun, byggist á því að nota hugarorku til að fara út fyrir tíðnisviðið og gefa þar skipun um lækningu eða end- urröðun á genum. Allt er hægt að lækna, hvort sem það eru viðhorf eða ættgengir sjúkdómar. Heilarar segja að vel heppnuð DNA-heilun skili sér til afkomendanna, hvort sem þeir eru þegar fæddir eða ekki. Heilunin byggist á því að með- ferðaraðilinn róar hugann og fer markvisst í theta-ástand sem er ástandið sem allir fara í mitt á milli svefns og vöku. Heilarinn tekur alla orku frá iljum og leiðir hana upp í gegnum líkamann og hvirfilinn út fyrir líkamann upp í efsta ljós alheimsins eða eins langt og hann kemst með vitundina. Þar tengir hann sig við almættið og setur fram skipanir um það hvern og hvað eigi að lækna. Vel þjálfaður heilari segist geta komist í theta-ástand á mjög skömmum tíma. Hann notar snertingu til að tengja sjálfan sig og sjúklinginn og komast í þetta ástand. Með snertingu gengur þetta ferli hraðar og betur, lík- aminn og hugurinn róast betur og viðkomandi slakar betur á. Snerting er samt ekki nauðsynleg. Einnig er hægt að komast í theta- ástand án snertingar. Sigurbjörg Jóna Traustadóttir og Anna Bjarnadóttir reka saman heilunarstöðina Hugveisluna að Stórhöfða 33 í Reykjavík. Þær hafa lagt stund á DNA-heilun með reiki og annarri heilun frá því í vor og báðar stefna þær að því að öðlast kennararéttindi næsta vor. Þær vinna ýmist hvor í sínu lagi eða saman og verður meðferðin þá mun kröftugri. Anna tekur einnig á móti fólki heima hjá sér og þar eru þær líka með reglulega fundi. Sigurbjörg og Anna segja að til að geta tekið við heiluninni og náð bata þurfi þiggjandinn sjálf- ur að trúa og treysta á heilunina. Heilarinn fer í theta-ástandið upp í uppsprettu alls sem er. Þar fram- kvæmir heilarinn skipun um heil- un, upphátt eða í hljóði, og horfir síðan á eftir orkunni inn í vitund og líkama viðkomandi og fylgist með því að heilun eigi stað. „Aðalmálið er að fá viðkomandi til að trúa því sem er að gerast, ekki ósvipað dáleiðslu. DNA-heil- unin byggist alfarið á því að þiggj- andinn trúi og treysti því að hann geti orðið heill. Heimurinn er orðinn þannig að allt sem maður biður um fær maður,“ segja þær. Misjafnt er hversu mörg skipti þarf til að verða heill. Stundum þarf þiggjandinn bara að koma einu sinni. Stundum þarf hann að koma aftur eftir nokkra mánuði þannig að leita megi að orsökinni og vinna bug á henni. Ef þiggjand- inn verður veikur fyrir síðar í líf- inu, til dæmis andlega eða tilfinn- ingalega, þá getur sjúkdómurinn blossað upp aftur. Í öllum tilvikum gildir samt sú regla að þiggjandinn verður að vilja bata og verður að trúa og treysta til að öðlast hann. „Fólk þarf sjálft að vilja þetta. Við getum tekið burt verkina en fólk þarf sjálft að vilja laga rót vand- ans,“ segja Sigurbjörg og Anna. Lækna genin með heilun FARA Í THETA-ÁSTAND TIL AÐ BREYTA GENUM Sigurbjörg Jóna Traustadóttir og Anna Bjarnadóttir leggja stund á DNA-heilun. Þær segja að með heiluninni sé hægt að breyta viðhorfum og lækna arfgenga sjúkdóma, jafnt hjá þiggjandanum sem afkomendum hans. Hér eru þær í theta-ástandi með þiggjanda á bekknum. Þiggjandinn þarf að trúa og treysta á heilunina til að hann verði heill á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Talið er að um 70-80 Íslendingar hafi lært DNA-heilun en aðeins um fimmtíu stunda DNA-heilun sem atvinnu hér á landi. Hinir nota kunnáttuna fyrir sjálfa sig að talið er. Engin föst gjaldskrá er til en búast má við að tíminn kosti um 4.000 krónur. Ef heilararnir eru tveir tvöfaldast gjaldið og á virknin þá að verða mun meiri. Miðað við að heilari taki á móti fimm þiggj- endum á dag getur hann haft um 400 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Misjafnt er hversu marga tíma þarf til að ráða bug á vandanum. Grunnurinn er sá að sjúklingurinn vilji bata og trúi og treysti einlæglega á meðferðina. Stund- um þarf þiggjandinn að koma allt að tíu sinnum. Meðferð getur tekið allt upp í tíu ár. DNA-heilun stendur enn sem komið er fyrir utan félagsskap heilara og græð- ara. Vianna Stibal hefur kennt DNA- heilunina hér á landi ásamt þeim Birnu Smith og Eldey Huld Jónsdóttur. Um 50 heilarar að störfum HEILUNARSTEINAR Grunnurinn að bata í gegnum heilun er að sjúklingurinn vilji bata og trúi og treysti einlæglega á meðferðina. Í sumum tilfellum heilunar eru steinar notaðir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sigurður Guðmundsson landlæknir segir ekki heila brú í því að hægt sé að laga viðhorf og lækna sjúkdóma með DNA-heilun, lýsingin á henni gangi gegn allri þekkingu, bæði í almennri líffræði og samsetningu DNA og RNA, og standist hreinlega ekki. Það gildi einu hvort um sé að ræða breytingu á viðhorfum eða lækningu á líkamlegum kvillum. „Þeir sem halda fram að með þessu sé hægt að bæta heilsu og lækna sjúkdóma, allt frá smærri kvillum í alvarlega sjúkdóma, eru að slá ryki í augu fólks og vekja falskar vonir. Það er alvarlegt mál, sérstaklega þegar um er að ræða fólk með alvarlega sjúkdóma,“ segir Sigurður. Stór hluti sjúklinga, þar á meðal um 90 prósent Íslendinga með krabbamein, leitar í óhefðbundnar lækningar. Sumar aðferðir óhefð- bundinnar meðferðar segir Sigurð- ur að séu gagnlegar, sérstaklega þær sem lúta að návist og nærvist, samhygð og snertingu en hann telur fáránlegt að hægt sé að breyta genum með heilun. „Í DNA-heilun er verið að stíga skrefið miklu lengra en í öðrum óhefðbundnum lækningum og bein- línis að halda fram ósannindum. Ef gjöld eru tekin fyrir þessa meðferð þá er verið að hafa fólk að féþúfu á fölskum forsendum og þá er þetta klassísk skilgreining á skottulækn- ingum. Ég vara fólk við að setja pen- ing í þetta. Það er margt annað sem gagnast betur,“ segir hann og telur að varla trúi nokkur maður því að heilarar geti endurraðað erfðaefn- inu. Sigurður telur að ekki sé heldur hægt að lækna neikvætt viðhorf eða breyta viðhorfum með því að hafa áhrif á erfðamengið. Hægt sé að breyta uppbyggingu erfðaefnis- ins með erfðalækningum og setja þá inn nýja búta af nýju DNA inn í erfðamengi þess sem þjáist af sjúk- dómi en enginn hafi verið læknaður til langtíma með slíkum aðferðum. Starfsmenn Landlæknisembætt- isins hafa ekki skoðað starfsemi þessarar nýju stéttar DNA-heilara. Sigurður kveðst hafa rekist á síðu um DNA-heilun fyrir nokkrum mán- uðum. Vel komi til greina að skoða þessa starfsemi nánar ef verið sé að féfletta fólk. Það verði þá gert með tilliti til laga um skottulækningar. Fólk er haft að féþúfu Sigurður Guðmundsson landlæknir segir DNA-heilun skottulækningar af klass- ískri gerð. Ekki sé hægt að lækna sjúkdóma með DNA-heilun en með slíkum loforðum sé verið að vekja falskar vonir. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON LANDLÆKNIR Sigurður telur að DNA-heilarar séu að slá ryki í augu fólks með yfirlýsingum um að geta læknað sjúkdóma. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Vianna Stibal er upphafsmaður DNA- heilunar. Hún greindist með beinkrabba- mein árið 1995 og styttist fótur hennar um þrjá sentimetra. Allt benti til þess að hún myndi missa fótinn og að krabba- meinið myndi smám saman breiðast út um allan líkamann þegar hún ákvað að taka ráðin í sínar hendur. Vianna segir frá því í bók um reynslu sína og kenningar, Farðu upp og starf- aðu með Guði, að hún hafi farið út úr sjálfri sér í gegnum hvirfilstöðina, beðið til guðs og skipað síðan heilun á sjálfri sér. Beinkrabbameinið lagaðist nánast samstundis og fóturinn náði fyrri lengd. Vianna á þetta skjalfest. Vianna hefur komið hingað til lands til að halda námskeið í DNA-heilun. Hún kennir grunninn og þróar síðan hver heilari sína eigin aðferð út frá grunninum sem hún gefur. Vianna Stibal Þróaði DNA-heilun FRÉTTASKÝRING GUÐRÚN H. SIGURÐARDÓTTIR ghs@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.