Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2005, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 10.11.2005, Qupperneq 39
FIMMTUDAGUR 10. nóvember 2005 5 GOLD FUTURE DJÚPSTÆÐUR LJÓMI-RAKI-ÞÆGINDI-VINNUR GEGN LÍNUM FYRSTA ORKUGEFANDI HÚÐMEÐFERÐIN MEÐ VIRKU MÍKRÓ-GULLI „ÓNÆMI GEGN ÖLDRUN“ Varnarkerfi húðarinnar veikist með tímanum. HELENA RUBINSTEIN sækir innblástur sinn til einstakra áhrifa gullsins sem þekkt hafa verið í gegnum aldirnar í kínverskum læknavísindum. Sími: 568 5170 Verið velkomin á HELENA RUBINSTEIN daga fimmtudag, föstudag og laugardag. Kynnum m.a. enn eitt undrakremið frá Helena Rubinstein: GOLD FUTURE og haust- og vetrarlitina TSARINE. Glæsilegir kaupaukar fylgja þegar keyptar eru HR vörur fyrir 5.500 kr. eða meira. - kvef - ofnæmi - eyrnabólga - ennis og kinnholusýking Fæst í apótekum Ég nota Sterimar, það hjálpar ÍSLENSKAR LEÐURVÖRUR Í JÓLAGJAFIR TIL STARFSMANNA OG VIÐSKIPTAVINA. Löngum hafa sérvitringar rótað í gömlu dóti til að leita að týndum perlum og flóamarkaðir hafa ekki síður verið vinsælir hjá þeim sem vilja vera frumlegir án þess að eyða stórum fúlgum. Frægasti flóamarkaðurinn í París „Les puces de Saint-Ouen“ er við Porte de Clingnancourt og er hundrað og tuttugu ára. Þar er ýmislegt að finna, jafnt nýtt sem notað. Aldrei hefur sú iðja að leita verið vinsælli en í dag. Lykilorðin eru „vintage“ og „retro“. Þessi tíska er ólík þeirri sem alltaf á að vera fersk og ný. „Vintage“ er afturhvarf til fortíð- ar, eins konar endurvinnsla, jafnt í innanhússskreytingum, fatnaði og snyrtivörum. Þetta afturhvarf gengur ágætlega með vetrartískunni sem sækir mikið í smiðju sjöunda og áttunda áratugarins. Sjálfsagt er margt hægt er að draga fram eða finna á flóamörkuðum og nota í þeim tíðaranda sem nú svífur yfir vötnum. En það er ekki bara ódýrt gamalt dót sem einkennir þessa aftur- hvarfstísku. Það er ekki síður í tíðarandanum hjá ofurfyrirsætum og stjörnum að kaupa gamla kjóla fyrir hanastél og rauðdreglakvöld til dæmis frá Coco Chanel eða Christian Dior. Það voru þær Naomi Campbell og Kate Moss sem voru frumkvöðlar á þessu sviði á 9. ára- tugnum. Þá eru slegnar tvær flugur í einu höggi, að klæðaðst ein- hverju sem er einstakt og um leið að vera viss um að engin önnur verði í eins kjól! Í október bauð stórverslunin Printemps á Hauss- mann-búlvarðinum upp á flóamarkaðsstemningu á sérstöku svæði og voru viðbrögðin svo góð að verslunin íhugar að opna sérstaka „vintage-búð“ sem verður opin til frambúðar. En því miður verður þessi tíska til að hleypa upp verðinu á gamla dótinu sem verður allt í einu að fágætum forngripum. Heimilin fara ekki varhluta af þessari tísku. Ekkert er heitara hjá mörgum í dag en að búa heimilið aðeins munum og mublum sem eiga sér sögu og hafa sál. Svo eru þeir sem hafa notað sér „vintage“ tískuna og framleiða til dæmis húsgögn og húsbúnað sem er gerður gamall með ákveðinni tækni en er í raun glænýr. Reyndar er þessi framleiðsla orðin svo algeng að kaupendur vita ekki lengur hvað þeir eru að kaupa og sumir reyna að svindla á saklausum kaupendum og selja nýja vöru sem forngripi. Svo er enn ein tískan í innanhússkreyt- ingum sem verður æ vinsælli og er kallað „deco de charme“. Þá eru gömul húsgögn tekin í gegn og máluð án þess að reynt sé að leyna uppruna eða aldri; til dæmis hluta af útskornum rúmgafli sem verður að skúlptúr í stofu. bergthor.bjarnason.wanadoo.fr Afturhvarfstíska og endurvinnsla Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Tískuvikunni í London hefur verið seinkað í von um að fleiri geti sótt hátíðina. British Fashion Council tilkynnti í vikunni að London Fashion Week verði haldin frá miðvikudeginum 15. febrúar til sunnudagsins 19. febrúar. Ákveðið var að færa dag- setninguna í þeirri von að tísku- vikan í London fengi meiri athygli í tískuheiminum, Tískuvikunni í New York lýkur fjórum dögum áður en Lundúnahátíðin byrjar. Hins vegar munu fyrstu tveir dagar tískuvikunnar í London skarast við tískuvikuna í Mílanó. Með þessu minnkar heildarfjöldi sýningardaga í Evrópu. Aðstand- endur tískuvikunnar í London vonast þó til að enn fleiri hönnuðir geti tekið þátt og að fleiri gestir muni gera sér ferð til London. Tískuvika í London
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.