Fréttablaðið - 10.11.2005, Síða 64

Fréttablaðið - 10.11.2005, Síða 64
 10. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR44 menning@frettabladid.is ! Stjórnar með sellói gul tónleikaröð í háskólabíói Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30 Hljómsveitarstjóri og einleikari ::: David Geringas David Geringas, einn af frægustu sellistum heims leikur einleik me› Sinfóníuhljómsveitinni á fimmtudaginn og stjórnar einnig hljóm- sveitinni. Efnisskráin er tilhlökkunarefni og geislar af fjöri og lífsgleði. SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Pjotr Tsjajkovskíj ::: Capriccio Italien Luigi Boccherini ::: Sellókonsert í D-dúr Antonín Dvorák ::: Sinfónía nr. 8 tónleikar í kirkjuhvoli, safnaðarheimili keflavíkurkirkju Á MORGUN, FÖSTUDAGINN 11. NÓVEMBER KL. 20.00 Hljómsveitarstjóri ::: Kurt Kopecky Einsöngvari ::: Sigrún Hjálmtýsdóttir Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleika í Kirkju- lundi, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Þar mun okkar ástsæla söngkona Sigrún Hjálmtýsdóttir – Diddú – flytja margar af sínum uppáhalds perlum. Perlur og skrautaríur eftir Händel, Bellini, Mozart, Offenbach, Bernstein og Verdi Sinfónían í Bítlabænum Kl. 19.30 Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói stendur hinn virti sellóleikari David Geringas við stjórnvölinn, auk þess sem hann leikur einleik á sellóið. Flutt verða verk eftir Tsjaíkovskí, Boccherini og Dvorák. Þjóðleikhúsið er að taka upp nýtt sýningafyrirkomu- lag, þannig að leiksýningar á verkefnaskrá leikhúss- ins verða aðeins sýndar í takmarkaðan tíma. Hins vegar verða þær sýndar þeim mun þéttar þann tíma sem þær eru í sýningu. Fyrsta sýningin á Stóra sviði sem sýnd hefur verið með þessum hætti er Halldór í Hollywood eftir Ólaf Hauk Símonarson. Sýningar á þessu verki hafa verið að jafnaði þrjú til fjögur kvöld í viku, frá frumsýningu 14. október sl. Sýningum lýkur fyrir jól og Halldór í Hollywood víkur þá fyrir nýrri sýningu, Túskildingsóp- erunni eftir Kurt Weil og Bertholt Brecht. Þetta sýningarfyrirkomulag er vel þekkt í evrópsk- um leikhúsum, enda viðurkennt að mun hægara er fyrir sviðslistamenn að ná öruggum tökum á hlut- verkum sínum þegar sýnt er ört en þegar sýningar eru með löngu millibili. Þjóðleikhúsið segir ávinninginn af þessu nýja sýningarfyrirkomulagi umtalsverðan, ekki einungis í listrænu tilliti heldur einnig rekstrar- legu, meðal annars vegna þess að ekki þarf að skipta um leikmyndir um nætur og helgar, og kostnaður við sýningar er minni þegar sýnt er þétt í afmarkaðan tíma. Með hinu nýja sýningarfyrirkomulagi skapast aukið fjárhagslegt svigrúm, sem leikhúsið getur nýtt til annarra þarfa. Um síðustu helgi var uppselt á nánast allar sýn- ingar Þjóðleikhússins, til að mynda sáu tæplega 1000 manns Halldór í Hollywood á Stóra sviðinu. Halldór sýndur hratt Halldór í Hollywood. Kvennakór Hafnarfjarðar fagn- ar tíu ára afmæli sínu með því að halda tvenna afmælistónleika, aðrir verða í Seltjarnarneskirkju í kvöld og hinir í Víðistaðakirkju á laugardaginn. Kórinn hélt nýverið nokkra tón- leika á Spáni í tilefni afmælisins. Það var Kórasamband Katalón- íu sem skipulagði tónleikahald í Barcelona en í Torredembarra hélt kórinn tónleika í boði Obra Musical de l´Orgue Barroc og Menninga- málanefndar Torredembarra. Í klausturkirkjunni á Montserrat- fjalli söng kórinn síðan fyrir kirkjugesti er troðfylltu þessa stóru, frægu kirkju sem talin er einn helgasti staður Spánar. Allir tónleikar kórsins voru mjög vel sóttir og lýstu tónleika- gestir óspart ánægju sinni með sönginn. Það ríkti svo sannarlega glað- leg og skemmtileg stemning hjá kátum Katalóníubúum sem komu og hlustuðu á kórinn. Stjórn- andi Kvennakórs Hafnarfjarðar er Hrafnhildur Blomsterberg og píanóleikari Antonía Hevesi. Fyrri afmælistónleikarnir hér á landi verða í Seltjarnarneskirkju í kvöld klukkan 20 og þeir síðari í Víðistaðakirkju á laugardaginn klukkan 16. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt að vanda. ■ KVENNAKÓR HAFNARFJARÐAR Nýkominn úr tónleikaferð um Spán en heldur afmæl- istónleika í Seltjarnarneskirkju í kvöld, og síðan í Víðistaðakirkju á laugardaginn. Afmælistónleikar kvennakórs „Þetta er spunatónlist sem við ætlum að spila. Samt er þetta ekki djass, held ég, en þó er þetta skylt djasstónlist,“ segir Simon Jermyn gítarleikari, sem verður með tón- leika í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld ásamt Hilmari Jenssyni gít- arleikara. Að mestu leyti verða tónleik- arnir byggðir á spuna, en þó taka þeir eitthvað af lögum sem hafa verið samin fyrirfram, í það min- nsta eitt eftir Simon og væntan- lega annað eftir Hilmar. Simon er frá Írlandi, nýflutt- ur til landsins en hafði áður lokið meistaraprófi í djassgítarleik í Hollandi. Hann kom meðal ann- ars fram á Kirkjulistahátíð í Hall- grímskirkju í sumar. ■ Spinna í kirkjunni HILMAR JENSSON OG SIMON JERMYN Tveir gítarleikarar með spunatónleika í Fríkirkjunni. > Ekki missa af ... ... einleiknum Manntafl í Borgarleik- húsinu, þar sem Þór Tulinius flytur eigin leikgerð á frægri smásögu Stefans Zweig. ... einleiknum Ég er mín eigin kona í Iðnó, þar sem Hilmir Snær Guðnason fer á kostum. ... sýningu Þórs Vigfússonar í gallerí i8 við Klapparstíg. Danska ævintýraskáldið H.C. Andersen og þýska leikritaskáldið Friedrich Schiller verða báðir í aðalhlutverki á tónleikum Ágústs Ólafssonar baríton- söngvara í Salnum í kvöld. Tónleikana nefnir Ágúst „Ævin- týramaður og rómantíker“, sem á einkar vel við þar sem á efnis- skránni eru sönglög og aríur eftir Grieg, Schumann, Schubert, Ross- ini og Verdi við texta eftir danska ævintýraskáldið og þýska róm- antíkerinn. Sem kunnugt er hafa Danir verið að halda upp á það að 200 ár eru liðin frá fæðingu Andersens, en mikið hefur líka verið við haft í Þýskalandi þar sem menn hafa í ár verið að halda upp á að 200 ár eru liðin frá andláti Schillers. „Schiller var talinn Shake- speare Þýskalands á sínum tíma,“ segir Ágúst, sem kemur fram ásamt japanska píanóleikaranum Izumi Kawakatsu. „Hvorki Andersen né Schiller eru sérstaklega þekktir fyrir ljóð- in sín. Þeir eru mjög ólík skáld, en báðir sömdu þeir ljóð og við Izumi höfum lengi haft augastað á tónverkum sem voru byggð á ljóð- um þeirra. Okkur fannst gott að nota þetta tækifæri til að minnast þeirra, ekki síst vegna þess hvað þeir voru ólíkir. Þetta býður upp á býsna fjölbreytilegt einsöngs- kvöld.“ Izumi Kawakatsu hefur búið í Þýskalandi í ein sex ár þar sem hún hefur stundað nám í ljóðasöngsundirleik. „Ég hitti hana þar sem ég var í ljóðasöngsnámi í Karlsruhe. Síðan var okkur skömmu síðar boðið að taka þátt í tímum í ljóðasöng hjá Dietrich Fischer-Dieskau. Upp frá því fórum við að starfa saman sem dúó og höfum haldið tónleika víða.“ Þau hafa einnig sótt tíma hjá hinni virtu söngkonu Elisabeth Schwarzkopf og tóku á síðasta ári þátt í alþjóðlegri ljóðasöngs- dúókeppni í Stuttgart þar sem þau lentu í öðru sæti. Ágúst býr í Finnlandi en er með annan fótinn í Þýskalandi þar sem hann kemur reglulega fram á tón- leikum. „Við Izumi vorum meðal ann- ars með tónleika í gamalli höll í Bruchsal núna í október. Nýlega tókum við líka þátt í norrænum ljóðasöngstónleikum með norsk- um og finnskum söngvurum, og stundum kíki ég líka í tíma hjá Elísabetu.“ Ævintýrin og rómantíkin ÁGÚST OG IZUMI Þau hafa starfað saman sem dúó í nokkur ár og koma fram á tónleikum í Salnum í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.