Fréttablaðið - 10.11.2005, Side 74

Fréttablaðið - 10.11.2005, Side 74
 10. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR54 Það eru að koma jól og þá koma ekki bara út bækur. Popparar, líkt og skáldin, hugsa sér gott til glóðarinnar þegar kemur að jólainnkaup- um landans. Svokallaðir kareoke - diskar hafa verið vinsælir í pökkunum en það hefur smám saman verið að fjara undan þeim á undanförnum árum. Það hefur kvissast út að óþe- kkt plötufyrirtæki ætli að gefa út safnplötu til að varðveita þennan mikilvæga menningararf. Þar eiga margir af nafntoguðustu einstaklingum Íslands að syngja lög sem eiga vel við hæfi. Hér skortir hvo- rki persónulega túlk- un né innlifun. Ef þessi diskur selst ekki í bílförmum er ljóst að tón- l istasmekkur þjó ða r i n na r er á hraðri niðurleið. Það var lagið ... Í blaðinu í gær birtist mynd af Maríu Fjólu Pétursdóttur og Þóru Margréti Baldvinsdóttur. Þar voru þær báðar titlaðir hönnuðir hárgreiðslustofunnar Senter. Þóra Margrét er ein hönnuður stofunn- ar. Lesendur eru beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. Leiðrétting OPNUNARPARTÍ HÁRGREIÐSLUSTOFA RADISSON HÓTEL María Fjóla Pétursdóttir og Þóra Margrét Baldvinsdóttir, hönnuður stofunnar. Hann ætlaði að taka prófkjörið með trompi en hafði ekki erindi sem erfiði. Þrátt fyrir frek- ar slæma útreið þá hefur Gísli ekki lagt árar í bát og ber harm sinn í hljóði. Með þessum magnaða flutningi á lagi Sólstrandagæj- anna heldur frambjóðandinn ekkert aftur af sér og hleypir öllum sínum tilfinning- um út. Hjartnæmur söngur sem lætur engan ósnortin. Af hverju get ég ekki lifað eðlilegu lífi Af hverju get ég ekki lifað business lífi keypt mér húsbíl og íbúð Af hverju get ég ekki gengið menntaveginn þangað til að ég æli? Ég er rangur maður á röngum tíma í vitlausu húsi. Gísli Marteinn Baldursson / Rangur maður á röngum tíma Haraldur Johannessen / Lög og regla Ríkislögreglustjórinn hefur tekið öllum ásökunum sem dunið hafa á hann með stóískri ró og sýnt að hann er maður með stórt hjarta og breitt bak. Það reyndist enda plötuútgefendanum erfitt að fá hann til liðs við útgáfuna en þegar Haraldur gekk inn í hljóðverið var ekki að sökum að spyrja. Kraft- mikill flutningur sem slær öllu við sem áður hefur heyrst á karókí- diskum. Það eru hvorki tónleikahaldarar né skemmtistaðir sem halda partí ársins heldur forsetafrúin Dorrit Moussai- eff. Hún er aðdáandi númer eitt hjá glamúrsveitinni Trabant og er sögð vera einhver besti gestgjafi landsins og þótt víðar væri leitað. Þegar Ólafur þarf að fara í löng og leiðinleg ferðalög til að halda fyrirlestra á Norðurlönd- unum er Dorrit frekar heima og setur Mannakorn í botn. Þessi einstaki flutn- ingur ætti að vera enn ein rósin í hnappa- gat forsetafrúarinnar og fleyta henni í efsta sæti X-Dominos listans. Steinunn Valdís / Ó borg, mín borg Borgarstjórinn í Reykjavík þarf á næstunni að heyja mikla baráttu um efsta sætið á lista Samfylkingarinn- ar í Reykjavík. Miðborgin hefur átt sérstakan hug Steinunnar Valdísar enda lýsti hún því yfir í viðtali að borgarstjóranum þætti gaman að fara út á lífið. Það þarf heldur ekki mikinn spámann til að sjá að emb- ættið sem hún gegnir ætti að koma Steinunni fram fyrir hinar löngu raðir pöbbanna. Í þessum óði til borgarinnar gefur hún hvorki Hauki Morthens né Björk neitt eftir í flutn- ingi sínum. Sérstakur stíll sem er útfærður af krúttkynslóðinni í 101. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir / Manstu ekki eftir mér Hún er komin aftur. Steinunn Ólína fylgdi manni sínum út til Ameríku þar sem hann reynir fyrir sér í kvikmyndaborginni Hollywood. Hún hefur hins vegar gefið leiklistinni frí og lagt lag sitt við skáldagyðjuna. Steinunn er nú komin á Klakann til að kynna bókina sína sem þegar hefur valdið titringi meðal ráð- settra manna enda er hún ekki þekkt fyrir að skafa neitt af hlut- unum. Með „dassi“ af rokki snýr Steinunn til baka í leðurbuxum. Flutningur hennar á Stuðmanna- laginu Manstu ekki eftir mér á eftir að hrista v e l upp í í s le n sk u þ j ó ð f é - lagi. Dorrit Moussaieff / Komdu í partí Veistu hvað ég gerði þarna á gamla Fordinum bauð þeim öllum þremur far og kveikti á Kananum Ég spurði hvert skal aka og hvort einhver ætti vín, þær sögðu: „Komdu, komdu, komdu í partí til mín.“ Mans‘t ekki eftir mér? Mikið líturðu vel út beibí, frábært hár Mans‘t ekki eftir mér? Hvar ertu búin að vera öll þessi ár? Ó borg, mín borg, ég lofa ljóst þín stræti, þín lágu hús og allt sem fyrir ber. Og þótt tárið oft minn vanga væti er von mín einatt, einatt bundin þér Ekki benda á mig segir varðstjórinn þetta kvöld var ég að æfa lögreglukórinn Spyrjið þá sem voru á vakt, Ég ábyrgist þeir munu segja satt Í haust er skótískan uppfull af skóm sem amma hefði verið stolt af. Hver hefði haldið að gamal- dags skór með rúnaðri tá og stæði- legum hæl í ömmustíl gætu verið svona sexí. Þeir eru akkúrat málið við dömulegu gamaldags pilsin og aðsniðnu jakkana sem hafa birst í tískuverslununum undanfarið. Jarðlitir eru það alheitasta, sér- staklega brúnir, grænir og gylltir tónar sem fara bæði vel við tweed- efnin og líka við svarta litinn sem er allsráðandi í vetur. Þetta eintak er frá Anthropologie í París en Kron á Laugaveginum er með allskyns glæsilegar útfærslur sem þú verður að ná þér í. Mundu svo bara að passa þig á svell- inu. Svalir ömmuskór

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.