Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2005, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 10.11.2005, Qupperneq 86
 10. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR66 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Humar 1.290, kr/kg Ótrúlega gott verð á fínum humri. Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 ÓKEYPIS LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ á hverju fimmtudagskvöldi kl. 19.30 til 22.00 í síma 5511012. ORATOR, félag laganema við Háskóla Íslands. TÓNLIST Hef mikið hlustað á nýtt neðanjarðarefni frá Evrópu, sem ég hef grafið upp hér og þar. Þar á meðal má nefna finnska gæjann Aphilas, Crashed by car, Dub Jay, Aleksi Virta, Monoculture, Winterstand, Supa, Evan Valentine, Blamstraine og síðast en ekki síst ungversku hljómsveitina Anima Sound System. BORG Berlín. Ég slæptist um þá frábæru borg í september og heillaðist upp úr skónum. Mæli gjörsamlega með Austur-Berlín, þar sem er suðu- pottur nýsköpunar í tónlist, myndlist og tísku. BÓK Ég er nú ekki mikill lestrarhestur, en finnst afar gaman að glugga í góðar myndlistarbækur, ljósmyndabækur og að sjálfsögðu tónlistarbækur. Mæli með Chaos and Cyber Culture eftir Timothy Leary, Graffiti World eftir Nicholas Ganz, A fistful of Gitanes eftir Serge Gainsbourg, A century of jazz eftir Roy Carr og Hip Hop Files eftir Martha Cooper. BÚÐ Ég leita aðallega uppi Limited Sneaker Shops eða á íslensku: sér- hæfðum íþróttaskóbúðum, en þannig búðir er því miður ekki að finna á Íslandi. Finnst þó frábært að rölta Laugaveginn því þar hafa margar litlar og skemmtilegar búðir sprottið upp síðasta árið; second hand“ og hönnun- arbúðir eins og Ígulker, Nakti apinn, KronKron og Lakkrísbúðin. BÍÓMYND Ég hef verið mjög latur að fara í bíó undanfarið en langar mjög að kíkja á kvikmyndahátíðina áður en hún klárast. Sá þó rússnesku myndina Night Watch í bíó síðast og hún var alveg frábær. VERKEFNIÐ Þessa dagana erum við Troopa og Mystic að leggja lokahönd á plötu sem kemur út um jólin og við köllum Wall of Silence, en þar verður öll tónlist leikin instrumental og er rafrænn hafragrautur af bestu gerð. Platan er gefin út af Triangle Pro- ductions í aðeins hundrað eintökum, svo um að gera að fylgjast með. Ég er einnig að vinna að plötu sjálfur sem Beatmakin Troopa og Audio Improve- ment (Rain og Troopa) ásamt fleiri spennandi útgáfum og tónleikum í desember með TMC og FL. AÐ MÍNU SKAPI PAN THORARENSEN TÓNLISTARMAÐUR Berlín, listir og sérhæfðar íþróttaskóbúðir Kvikmyndin Blóðbönd, sem áður gekk undir nafninu Farangur, er nú að verða tilbúin til sýningar. Snorri Þórisson, framkvæmda- stjóri kvikmyndafyrirtækisins Pegasus, segir að þeir hafi orðið ásáttir um upprunalega nafnið enda snerti myndin einmitt blóð- bönd þegar hann er inntur eftir nafnabreytingunni. Það er Árni Ólafur Ásgeirsson sem leikstýrir myndinni en Jóhann Jóhannsson semur tónlistina og er því verki nú lokið. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Jóhann fæst við kvik- myndatónlist en hann á meðal annars heiðurinn að tónlistinni við Dís. Framleiðandinn segir að útkoman sé mjög flott og að tón- listarmaðurinn hafi meðal annars notast við Fílharmóníusveitina í Prag. Snorri og Árni Ólafur fóru fyrir skemmstu til Haugasunds þar sem þeir kynntu myndina og sýndu tuttugu mínútna brot úr henni. „Það voru allir mjög hrifn- ir og hún mæltist vel fyrir,“ segir Snorri og líkir myndinni við það sem er að gerast í danskri kvik- myndagerð. „Þetta er saga úr raunveruleikanum, gluggi inn í lífið,“ segir hann. Blóðbönd segir frá manni sem uppgötvar að hann er ekki faðir tíu ára sonar síns. Það eru Hilmar Jónsson og Margrét Vilhjálmsdóttir sem leika aðalhlutverkin auk Arons Brink sem leikur strákinn en þetta er fyrsta kvikmyndahlut- verk hans. „Hann stendur sig mjög vel,“ segir Snorri um hinn unga leikara. Handritið var hug- mynd leikstjórans og skólafélaga hans úr kvikmyndaskólanum í Tékklandi. „Jón Atli Jónasson tók síðan við því og á mikinn heiður skilinn,“ útskýrir Snorri. Blóðbönd er frekar ódýr mynd miðað við þær fjárhæðir sem settar eru í kvikmyndagerð í dag að mati Snorra en áætlaður kostnaður er í kringum níutíu milljónir. Hann segir að þeir hafi ekki ákveðið frumsýningardag enda eigi öll smáatriði að vera á hreinu. Snorri reiknar þó með því að myndin komi í kvikmynda- hús um jól eða áramót. Það er því ljóst að kvikmyndahúsagest- ir fá að minnsta kosti að melta tvær íslenskar kvikmyndir með jólasteikinni því A Little Trip to Heaven í leikstjórn Baltasars Kormáks verður að öllum líkind- um frumsýnd annan í jólum. freyrgigja@frettabladid.is JÓHANN JÓHANNSSON Semur tónlistina við myndina og notaðist meðal annars við Fílharmóníusveitina í Prag. JÓHANN JÓHANNSSON: SEMUR TÓNLIST VIÐ NÝJA ÍSLENSKA KVIKMYND Kvikmyndin Farangur verður aftur að Blóðböndum Það þykir ekki lengur „nördalegt“ að vera í skákfélagi ef marka má þær undirtektir sem skákfélag í Háskól- anum í Reykjavík hefur fengið. Forsagan er sú að átta nemendur í skólanum áttu að vera að læra undir próf síðasta vor en freistuðust í tölvur þar sem þeir fóru að tefla á netinu. Upp úr þessu uppátæki varð til félagsskapur sem nefndur er eftir brjóstsykrinum fræga Fisherman‘s Friend og skáksnillinginum Bobby Fischer. „Þetta er eiginlega brandari sem verður bara verri og verri,“ segir formaður félagsins, Gunnar Egils- son. Hann upplýsir að félaginu hafi á þessari önn vaxið ásmegin og nú sé búið að stofna Skákíþróttafélag stúdenta við Háskólann í Reykja- vík. „Það má því kannski segja að starfseminni sé skipt í tvo hluta. Annars vegar Fischerman‘s Friend sem teflir annan hvern fimmtudag á „léttu nótunum“ og svo er það Skákíþróttafélagið sem var stofn- að til alvarlegri hluta,“ útskýrir Gunnar en tekur þó fram að íþrótta- félagið hafi ekki enn formlega hafið störf. „Við höfum í hyggju að standa fyrir fjöltefli í samstarfi við Hrókinn til að leggja forseta félagsins, Hrafni Jökulssyni, lið í að safna fyrir skákborðum sem eiga að fara til Grænlands,“ segir formaðurinn. Þá bætir hann enn fremur við að verið sé að leggja drög að háskólamóti í skák. Sjálfur segist Gunnar vera arfaslakur í skák og sama gildi um aðra sex stofnfélaga. „Áttundi mað- urinn í hópnum er hálfgerð ráðgáta en hann varð Ísaksskólameistari sex ára og hætti á toppnum,“ útskýrir hann og tekur fram að eina skilyrð- ið til að komast í hópinn sé að vera nemandi í skólanum. „Háskólinn í Reykjavík hefur sýnt, ólíkt öðrum skólum erlendis, að það er töff að vera í skákklúbbi.“ - fgg Töff að vera í skákklúbbi GUNNAR EGILSSON Segist vera arfaslakur skákmaður en það hindrar hann ekki frá því að vera formaður Fischerman‘s Friend skákklúbbsins í HR. FRÉTTABLAÐIÐ / E.ÓL HRÓSIÐ ... fær Arnaldur Indriðason fyrir að hreppa Gullna rýtinginn fyrir bók sína Grafarþögn. PÉTUR OG ÁSTA Í BLÓÐ- BÖNDUM Hilmar Jónsson leikur Pétur sem kemst að því að hann er ekki faðir tíu ára sonar síns. Auk hans leikur Margrét Vilhjálmsdóttir og Aron Brink í myndinni. LÁRÉTT 2 fita 6 málmur 8 fugl 9 puð 11 tveir eins 12 teygjudýr 14 hálending 16 klafi 17 fljótfærni 18 fát 20 2 eins 21 traðkaði. LÓÐRÉTT 1 yfirhöfn 3 belti 4 klapp 5 útdeildi 7 undirförull 10 draup 13 al 15 sót 16 margsinnis 19 eldsneyti. LAUSN LÁRÉTT: 2 tólg, 6 ál, 8 lóa, 9 púl, 11 ff, 12 amaba, 14 skota, 16 ok, 17 ras, 18 fum, 20 kk, 21 tróð. LÓÐRÉTT: 1 kápa, 3 ól, 4 lófatak, 5 gaf, 7 lúmskur, 10 lak, 13 bor, 15 aska, 16 oft, 19 mó. FRÉTTIR AF FÓLKI Það blandast fáum hugur um að alheimsfrumsýningin á hryllingsmynd- inni Hostel á Októberbíófest á laugardag- inn er meiriháttar viðburður. Leikstjór- inn Eli Roth situr nú sveittur við að klára myndina í Los Angeles og kemur með sýningarein- takið í handfarangri sínum til landsins á föstudaginn en með honum í för verður vinur hans Quentin Tarantino. Hostel verður jafnvel ekki frumsýnd fyrr en í byrjun næsta árs þannig að Íslandsvinátta leikstjórans er heldur betur að gefa lands- mönnum forskot á sæluna. Framleiðendur myndarinnar hafa þó töluverðar áhyggjur af því að óprúttnir aðilar muni reyna að taka myndina upp og dreifa henni á netið löngu fyrir frumsýningu. Það verður því mikil öryggisgæsla á öllum sýningum myndarinnar um næstu helgi. Sony og Lion‘s Gate, ætla ekki að taka neina sénsa og líkt og sérþjálfaður mannskapur verður með tól og tæki í sölunum til að finna og koma í veg fyrir allar ólöglegar upptökur. Öryggisverðirnir verða þó ekki fluttir inn og síðustu daga hafa Íslendingar fengið þjálfun í því að þefa uppi bíósjóræn- ingja. Það er þó ekki útilokað að einn sérfræðingur verði í för með aðstand- endum myndarinnar sem koma hingað á morgun. Á föstudaginn kemur út bókin Skugga-börn eftir Reyni Traustason blaðamann. Í bókinni segir Reynir frá ran- sóknarleiðangri sínum um undirheima Reykjavíkur. Að kvöldi útgáfudagsins verður svo heimildarmyndin Skuggabörn frumsýnd í Regnboganum en þeir Lýður Árnason og Þórhallur Gunnars- son fylgdu Reyni eftir á undirheimaflakki sínu með kvikmyndatöku- vélar og festu ævintýri höfundarins á filmu. Myndin mun án efa ekki síður vekja athygli og umtal en sjálf bókin en eftir að tökum lauk blönduðust tveir viðmælenda Reynis inn í skelfilegan eiturlyfjaharmleik þar sem annar þeirra varð hinum að bana. tthorarinn@frettabladid.is 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.