Tíminn - 24.10.1976, Blaðsíða 7
Sunnudagur 24. október 1976
TtMINN
7
MEGINHLUTI islenzku þjóöar-
innar vill aö hér á landi viöhald-
ist lýöræöislegt stjórnarform.
Undir þessu stjórnarformi hefur
þjóöin unniö'sina stærstu sigra.
Þjóöfélagiö hefur umbreytzt úr
örbirgö i velferöarþjóöfélag á
tiltöl ulega örstuttum tfma.
Þetta á sér staö þrátt fyrir þaö,
aö flestir aörir en viö, telja ís-
land, vegna haröbýlis, óbyggi-
legt land.
Sennilega hefur engin þjóö i
veröldinni, meiri þörf fyrir lýö-
ræði og persónufrelsi en is-
lenzka þjóöin. Þaö gerir skap-
gerðokkar,saga og uppruni.En
hvernig er það, eru menn ekki
farnir að taka þetta sem of
sjálfsagðan hlut, aö lýöræöi og
frelsi fylgi okkur á hverju sem
gengur og hvernig sem viö bú-
um að þvf? Hefur sagan i öllum
löndum heims ekki sýnt, aö lýö-
ræði og frelsi hefur aldrei áunn-
izt einni eöa neinni þjóö eða við-
haldizt, án baráttu viö niöurrifs-
öfl pólitfskra ofstækismanna
eöa æfintýramanna, sem ekk-
ert er heilagt annaö en þeirra
eigið ,,ég”?
Til þess að lýöræðið i landi
okkar viðhaldist og þróist f eöli-
legum takt viö tfmann, megum
viö ekki láta pólitisk sundrung-
aröfl og tætingslið fæla okkur
frá öflugu starfi f stjórnmála-
flokkunum. Það er grundvallar-
atriöi til verndar og eflingar
lýöræöinu f landinu.
Viss öfl f þjóðfélaginu hafa um
langan tfma unnið aö þvi aö
sannfæra almenning um aö
stjórnmál séu leiðinleg og ó-
merkileg og stjórnmálamenn ó-
heiðarlegir og hugsi ekki um
nema sina eigin hagsmuni og
flokka sinna. Segja má aö svona
fullyrðingar séu ekki svara-
verðar. Til þess eru þær of öfga-
fullar. Auðvitað eru menn sem
fást við pólitik misjafnir að
gæöum. Hvaöa stétt eða starfs-
hópar eru það ekki? Af minum
kynnum af alþingismönnum um
langt árabil tel ég þá að flestu
leyti betur gerða en aöra starfs-
hópa þjóðfélagsins. Þetta er aö
ýmsu leyti mjög eölilegt. Al-
þingismenn eru valdir af þjóö-
inni sjálfri, og við skulum ætla
að hún sé ekki að kjósa sér til
forsvars sorann úr þjóöfélaginu.
Auk þess er ljóst, aö hin marg-
breytilegu viðfangsefni þing-
manna og náið samband viö
fólkiö i landinu, lif þess og starf
hljóta að hafa áhrif á þá til góðs.
En hvers vegna er þá rótaö upp
öllu þessu moldviðri i sambandi
við stjórnmálamenn? Sjálfsagt
eru ástæöur margar. Sam-
Þráinn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins:
„H/N
NÝJA
8TÉTT
vv
keppnin er hörð um fylgið. Mig
langar að benda á eina ástæöu
sem ég tel aö eigi drjúgan þátt i
þeim miskunnarlausu sleggju-
dómum, sem oft eru viðhaföir
um stjórnmálamenn almennt og
stjórnmálasamtök.
I öllum stjórnmálaflokkum
hafa verið einstaklingar og
jafnvel hópar manna, sem
vegna skaplyndis eöa ofmetnaö-
ar og tillitsleysis til allra ann-
arra en sjálfra sin, hafa viljað
troðast fram fyrir aöra I áhrifa-
stööur i flokkum sinum. Þessir
,,ég menn” hljóta sjaldan þann
skjótfengna frama, sem þeir
telja sig eiga kröfu á. Þeir fyll-
ast öfgafullri reiöi á lýðræöis-
legri stjórnmálastarfsemi.
Þeim finnst hún tefja fyrir þeim
skjótfengna frama, sem þeir
höfðu ætlað sér. Þessi reiöi bitn-
ar ekki siztá þeim aðilum, sem i
forystusveit standa hverju sinni
og þar er engin miskunn sýnd.
Þessir vonsviknu hópar i öll-
um flokkum vinna ótrúlega oft
saman, beint og óbeint, aö
niðurrifsstarfsemi sinni og oft,
aö minnsta kosti um stundar-
sakir, með allmiklum árangri.
En þegar þessir aöilar eiga svo
aö fara aö starfa saman, undir
sama merki, endurtekur sagan
sig og bræöravigin hefjast á ný.
Þaö merkilega við menn af
þessu tagi er þaö aö svo
gjörsneyddir eru þeir sjálfs-
gagnrýni, aö þeir telja sig hina
einu sönnu lýðræöisunnendur,
sem vilji bæta og fegra stjórn-
málastarfiö i landinu. Ég held
jafnvel, að þarna finnist menn,
sem trúa þvi i einlægni aö þeir
séu aö vinna þarft verk, enda
þótt starf þeirra sé að stærstum
hluta fólgið I neikvæöu þrasi um
aukaatriði, og að hinu leytinu
mannskemmandi rógi og mann-
orðsniði, oftast um þá sem sizt
skyldi. Menn, sem vegna mann-
kosta og almannatrausts sam-
herja sinna hafa á lýöræðisleg-
an hátt valizt til hinna æöstu
trúnaöarstarfa i flokkunum.
Málefnaleg gagnrýni er
hverjum manni nauðsynleg.
Stjórnmálaflokkar og forsvars-
menn þeirra hafa aldrei þurft aö
liða fyrir það, eftir þvi sem ég
þekki, að þeir fengju ekki eöli-
legt aðhald frá hinum margvis-
legu félagssamtökum innan
flokkanna.
Er ekki einnig nokkuö ljóst
fyrir öllum, sem eitthvað hafa
fylgzt með islenzkri pólitik, aö
hin harða samkeppni stjórn-
málaflokkanna, oft i tvisýnni
baráttu i kjördæmunum, um
fylgi kjósenda, leiðir af sér, að
hver og einn leitar eftir snögg-
um bletti, sem hægt er aö nota á
andstæðing sinn eöa andstöðu-
flokk?
Engin starfsemi i landinu er
undir annarri eins smásjá og
stjórnmálastarfsemi. Engir
einstaklingar hafa veriö og eru
undir eins haröri gagnrýni og
stjórnmálamenn. Viö þessu er
ekkertnema gott að segja, meö-
an menn gæta velsæmis i gagn-
rýni sinni, en þaö er nauösyn-
legt ekkert siöur þeim, sem
gagnrýna en þeim sem fyrir
henni veröa.
En hvernig stöndum viö i dag,
hvaö þetta snertir? Er þaö
nokkur ósanngirni aö segja að
við séum komnir langt af réttri
leið? Eru ekki dæmin ljóslifandi
fyrir okkur? 1 staö heilbrigörar
málefnalegrar gagnrýni, bööl-
ast menn áfram með allskyns ó-
rökstuddum sleggjudómum,
lymskulegum rógi, hvar sem
þvi er við komiö, dylgjum um
„tengsl” stjórnmálamanna við
glæpaverk og yfirhylmingu
þeirra viö slika iðju.
Þaö sem hlýtur aö vekja hvaö
mesta furðu þeirra sem um
þessi mál hugsa er, að harðast
er sótt að þeim stjórnmála-
mönnum, sem þekktastir eru
fyrir festu og heiöarleika i störf-
um sinum. Nægir I þessu sam-
bandi að minna á aöförina aö
dómsmálaráðherranum. Hvaö
vakir fyrir þeim sem þessa iöju
stunda? Hvaö getur hún gott af
sér leitt? Er hún likleg til þess
að ýta undir aö stjórnmálamenn
eða aörir leggi sig fram um
heiðarleik og samvizkusemi i
'störfum? Eöa er henni ætlaö aö
fæla þá menn frá pólitisku
starfi, sem hafa andúö á óheiö-
arleik og lágkúru?
Er ekki kominn timi til þess
aö almenningur risi upp gegn
þessum ósóma? Sýni I verki aö
hann er andvigur óvönduöum
skrifum hinnar „nýju stéttar”,
sem meö sjálfbirgingshætti
hefur sett sig á dómarabekk og
dæmir nú i hverju málinu á fæt-
ur ööru, áöur en rannsóknar-
dómarar hafa aflað sér lág-
marksmálsgagna og jafnvel
áður en nokkur rannsókn hefur
farið fram.
Þessi „nýja stétt” I islenzkri
blaöamennsku og stjórnmála-
starfsemi hefur þvi miöur fram
aö þessu getaö leyft sér flest, án
þess aö viö þeim sé blakað, eöa
þeir þurfi að standa reiknings-
skap gjöröa sinna. Þaö er ekki
langt siöan, aö saklaus maður
var I flestum fjölmiölum út-
hrópaður sem banamaöur sonar
sins. Ég hefi ekki heyrt, aö
nokkur fjölmiöill hafi beðizt af-
sökunará þessu framferöi, sem
þó hefur skilið eftir djúp sár er
seint munu gróa. Það eru þessir
piltar, sem þyrftu aö fá aukið
aöhald frá almenningsálitinu,
enda þótt þeir sjálfir telji sig
vendi i þágu réttlætisins. Aö
minum dómi er þarna um aö
ræöa óvandaða sakamenn.
Menn, sem vilja aö dómsstörfin
séu flutt út á götuna, þar sem
æran er rænd af mönnum eftir
geöþótta þeirra orðhvötustu.
Ég minntist á þaö i upphafi
þessara oröa, að okkur Islend-
ingum væri sennilega meira
virði en nokkrum öörum að
njóta lýðræðis og frelsis. Frelsis
til frjálsrar hugsunar, sköpunar
og starfs. Ekki til niðurrifs og
afskræmingar á flestu sem gert
er og gert hefur verið. Það er
eitthvað meira en litiö að i upp-
eldi þess fóiks, sem telur sig
helzt geta öðlazt pólitiskán
frama með þvi aö afskræma
alla hluti. Ef svo er komið hjá
okkur er stutt i þaö, að lýöræö-
inu sé hætt og þar meö þvi frelsi
sem við njótum. öfgaöflin i
þjóöfélaginu munu fagna þvi aö
þessi darraöadans haldizt sem
lengst. Þetta virkar fyrir þau
eins og sjálfmalandi kvörn.
Er ekki nauðsynlegt að al-
menningur hætti aö láta sér
nægja að vera mataður i póli-
tik? Heldur taki virkan þátt i
pólitisku starfi stjórnmála-
flokkanna og kynni sér þannig
af eigin reynd störf þeirra og
markmið.
Þráinn Valdimarsson.
BILA-
PARTA-
SALAN
auglýsir
Nýkomnir varahlutir í:
Buick
Volvo Duett
Singer Vogue
Peugeot404
Fiat 125
Willys
VW 1600
BILAPARTASALAN
Höfðatúni 10.
Simi 1-13-97.
Sendum um allt land.
I MIDPUNKTI
©
VIÐSKIPTANNA
Vetrarverö i sólar-
hring rneð morgunveröi:
Eins manns kr. 2.500
2ja manna kr. 4.200
Vetrarverð í viku
-meö morgunverði:
Eins manns kr. 13.500
2ja manna kr. 22.600
HÓTEL HOF
Electrolux
Eö
Z 325 & Z 305
ryksugurnar
eru traust og góð
heimilishjálp
Vijrumarkaðurinn lif.
Armúia 1A — Slmi 8-16-60
/
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræöingar óskast á hinar ýmsu legudeildir
Borgarspitalans.
Nánari uppiýsingar á skrifstofu forstööukonu i sima
81200.
0
í
Reykjavik 21. okt. ’76
k
w
S
T'v
Tíminn er
. peningar
J Auglýsitf .
iTimanum \ > * ^
Borgarspitalinn.
0