Tíminn - 24.10.1976, Qupperneq 21

Tíminn - 24.10.1976, Qupperneq 21
20 TÍMINN Sunnudagur 24. október 1976 BÆNDASKÓLARNIR á Islandi hafa fyrir löngu öölazt ákveöinn sess i menningarsögu þessarar þjöðar og viðleitni hennar til þess að veita börnum sinum þekkingu. Þetta vita allir, og þarf ekki um aö ræða. Og flestir, sem einhverja þekkingu hafa á islenzkum land- búnaði og sögu hans, munu vita deili á Kristjáni Karlssyni, sem var skólastjóri á Hólum i Hjalta- dal um aldarfjóröungs skeið, — og rösklega þó, — bjó ung bænda- efni undir ævistarfiö, mótaði verðandi bændur og kom þeim til þroska. „Hér leiðist aldrei neinum” Kristján Karlsson er nú horfinn af sviðinu, en ekkja hans, Sigrún Ingdlfsdóttir, er mitt á meöal okkar. Hún leiðbeinir gestum, sem koma á Þjóðminjasafn Is- lands, og býr búi sinu i Reykja- vik. 1 þessu greinarkorni munum viö Sigrún ekki ræða eingöngu um Hóla og veru hennar þar, heldur einnig, — og ekki siður — um ræt- ur hennar sjálfrar. Svo gott og gagnlegt sem það er að þekkja sem allra flesta einstaklinga til þeirrar kynslóðar á Islandi, sem hefur skilaö þjóöinni „til áfang- ans þar sem viö stöndum”, þá er ekki siður girnilegt til fróöleiks að kunna skil á þeim jarðvegi, sem þessir einstaklingar eru sprottnir úr, þvi að vitanlega var hann með ýmsu móti, og bar margt til þess. Og þá eru það spurningarnar: — Hvenær komst þú fyrst að Hólum, Sigrún? — Ég fluttist þangað voriö 1938, en ég hafði einu sinni komið þar áður, svo þetta var ekki alveg fyrsta ferö min þangaö. Við Kristján gengum I hjónaband á Akureyri 3. júni og fluttumst að Hólum daginn eftir. Þá var vor 1 lofti og ákaflega fallegt i Hjalta- dal. Ég gleymi þvi ekki, þegar ég kom suöur fyrir húsið, morguninn eftir aö við komum á staðinn, og sá suður eftir dalnum. Það var fögur sjón, sem þá blasti við mér, égkunni strax vel við mig, og það hélzt alla þá stund, sem ég átti þar heima. Gamall maður sagði lika við mig, stuttu eftir að ég kom að Hólum: „Hér er aldrei strok i nokkurri skepnu, og hér leiöist aldrei nokkrum manni”. En hann hafði nú lika verið lengi á Hólum og hafði mikiö dálæti á staönum. Hólar eru einhvern veg- inn þannig, aö það er eins og þeir taki mann i fangið. Þaö liggur þar eitthvaö gott i loftinu, sem ekki er svo auövelt að útskýra, en annars getur veöurfarið átt sinn þátt i þessu, þvi það er framúrskarandi gott. Staðviðri eru mikil, oft logn langtimum saman, og dalurinn liggur þannig, að venjulega hreyfir þar ekki vind i noröanátt. — Ég var óvön þessu úr heima- högum minum i Þingeyjarsýslu, þvi að þar geta komið snörp norð- anveöur. Ingólfur i Fjósatungu — Já, þú ert Þingeyingur I húö og hár? — Já, ég fæddist og ólst upp i Fnjóskadal, dóttir Ingólfs Bjarn- arsonar, bónda og alþingismanns i Fjósatungu, og Guöbjargar Guðmundsdóttur. Hún var lika úr Fnjóskadalnum. Pabbi fæddist suður á landi, aö Haga I Hrepp- um, þótt foreldrar hans væru úr Þingeyjarsýslu. Þau voru vinnu- hjú Asmundar á Stóruvöllum og fluttust með honum suður i Hreppa, — þaö var farinn Sprengisandur.Þauhéldu siðan á- fram að vera vinnuhjú Ásmundar i Haga, og þegar þau höfðu verið þar I fjögur ár, fæddist pabbi. En þau gengu ekki i hjónaband, og þegar pabbi var á öðru ári, drukknaöi faðir hans, — suður i Njarðvikum, minnig mig, — þvi að þá var enn sá siöur að senda vinnumenn i verið. Amma min var áfram vinnukona hjá As- mundi bónda, og Sigurlaugu konu hans, sem var móðursystir henn- ar, en þegar pabbi var orðinn sjö ára gamail, fór amma með dreng sinn noörur á æskustöðvarnar, og Asmundur bóndi fylgdi þeim myndarlega á leiö ásamt fleira fólki. Ég hef þaö fyrir satt, að hann hafi ekki snúið við fyrr en sá til byggða i Þingeyjarsýslu og „hallaöi norður af”. Hann hefur viljað vera viss um að ekkert amaði að snáðanum á leiðinni, og nú voru örlög föður mins ráðin. Upp frá þessu var hann bundinn ættarslóðum sinum i Suöur-Þing- eyjarsýslu órjúfandi böndum. Pabbi ólst svo upp með móöur sinni, fyrst á Fornastöðum, en svo giftist hún manni sem Sigur- jón hét og var frá Leifshúsum á Svalbarðsströnd. Þau áttu heima á ýmsum stöðum i Fnjóskadal, en bjuggu litiö, þvi aðhann var mik- ið til sjós. Ekki eignuðust þau börn saman, en pabbi óist upp hjá þeim, og þau kostuðu hann i Mööruvallaskóla. Siðar drukknaði Sigurjón, eins og faðir pabba hafði lfka gert á sinum tima, og þar með var amma min búin að missa báða menn sina i sjóinn, þótt að sönnu væri hún ekki gift afa mlnum, fööur pabba. Faöir minn fór i Möðvuvalla- skóla sextán ára gamall, og var yngstur nemenda þar, Honum þótti skólavistin skemmtileg og notfærði sér hana vel. Eftir þetta stundaði hann kennslu, verzlun- arstörf og fleira. Hann var meöal annars sýsluskrifari á Akureyri, bæði hjá Guölaugi sýslumanni og Klemenz landritara. A þeim ár- um var hann oft settur sýslumað- ur og bæjarfógeti um stundarsak- ir. Foreldrar minir áttu heima á Akureyri, fyrstu búskaparár sin, Kristján Karlsson. en þegar afi minn, Guðmundur Daviðsson, hætti að búa i Fjósa- tungu, fiuttust ungu hjónin þang- að, og bjuggu siðan allan sinn bú- skap i Fjósatungu, og við þann bæ er pabbi jáfnan kenndur. Mér þykir vænt um, þegar ég hugsa til þess nú að ég náði i skottiö á gamla timanum, þegar ég var aö alast upp. Ég man eftir vinnukonum, vinnumönnum og mörgu gömlu fólki, sem mér þótti vænt um frá þvi ég man eftir, og sem passaði okkur börnin að mjög verulegu leyti, — og væri þó synd aö segja að foreldrar okkar heföu ekki sýnt okkur fyllstu um- önnun og ástriki. Ég svaf fyrir of- an ömmu mina, Ingibjörgu frá Fornastöðum, hún las fyrir mig, sagði mér sögur og lét mig lesa bænir. Ég er ekki að halda þvi fram, að ég hafi verið sérlega trú- rækin i æsku, sumar bænir þóttu mér leiðinlegar, aðrar ekki. En hvað sem öllum trúarviðhorfum liður, þá er það áreiðanlega ó- metanlegt fyrir börn að sofna út frá einhverju fallegu, — ein- hverju góðu. Mig tekur sárt til blessaðra barnanna, sem eru núna að horfa á kúrekamyndir, eða eitthvað annað verra, alveg þangaö til þau fara að sofa, og sofna svo með hugann fullan af endurminningum um ofbeldi, morð og alls konar byssuleiki. Fólk veitekki hvaðþað eraðleiða yfirbörnin sin með þvi að úthluta þeim ööru eins. Einsdæmi i íslandssögunni? — Dróst ekki faöir þinn snemma inn i opinber afskipti og umsýslan, sem hafði i för meö sér feröalög og alls konar ónæði? — Ekki held ég að það hafi ver- ið teljandi, fyrr en pabbi og mamma voru komin austur i Fnjóskadal og farin að búa i Fjósatungu, en að vísu var þaö lika snemma á árum. Pabbi var frá unga aldri mikill glimumaður „Bláir eru dalir I , • 9: þimr... kvað Hannes Pétursson skáld um „byggð sina í norðrinu\ Eins er Sigrúnu Ingólfsdóttur innan brjósts, þegar hún rekur minningar sínar frá Hólum og úr Fnjóskadal í þessu viðtali og hafði alltaf mikiö yndi af glimu. Hann sagði mér, aö þegar hann hefði verið á Fornastöðum, hefði hann oft staðiö úti og gætt að, hvort ekki kæmi einhver strákur, sem hann gæti glimt við. Jú.hann fórnokkuð snemma að gefa sig að sveitarmálum, og hann varð framkvæmdastjóri Kaupfélags Svalbaröseyrar til dauðadags. Þá var ekki neinn sveitarsimi, heldur aðeins ein simastöð i sveRinni, og þangað fór hann oft, þvi að hann þurfti viða að reka erindi. Ekki var bil- unum til að dreifa, enda vorum við börnin ærið oft send eftir hest- um. Fyrst ég minntist á kaupfélags- skapinn, er rétt að geta þess um leiö, að samvinnufélagsskapur- inn var pabba alla tið mikið hjart- ans mál. Hann var formaður Sambands isl. samvinnufélaga frá 1925-1936, og mikill vinur Hall- grfms Kristinssonar og bræöra hans, svo og annarra frumherja samvinnuhreyfingarinnar á landi hér. Seinna varö faðir minn alþing- ismaður, en um þingmennsku hans veit ég ekki mjög mikiö, ut- an aö hann mun lengst af hafa verið formaður fjárveitinga- nefndar Alþingis. Annars held ég að hugur hans hafi ekki staðiö til mikilla mannvirðinga. Ég man, að einu sinni kom maður sunnan úr Reykjavik til okkar i Fjósa- tungu, og settist á tal við fööur minn. Ég var hjá og heyröi allt. Þá fór þessi maður að spyrja pabba, hvort hann vildi ekki verða bankastjóri i Reykjavik, en maðurinn hafði veriö sendur norður með fullu umboði gagn- gert til þess að bjóöa pabba þessa stöðu. En pabbi svaraöi neitandi og sagöist ekki hafa neinn hug á sliku. — Timarnir breytast, og margt er nú ólikt þvi sem þá var. Nú hygg ég að fáir myndu fúlsa viö þvi að verða bankastjórar, ef þeirættu þess kost, og ekki kæmi mér á óvart, þótt ég væri eina manneskjan á Islandi, sem hefur hlustaö á föður sinn neita banka- stjórastööu — i fullri alvöru. Fé i krafstri er fögur sjón — Svo þú ólst upp i Fnjóska- dalnum, og sannarlega er failegt þar, einkum á sumrin. En hvað fannst þér nú skemmtilegast, þegar þú varst að slita barns- skónum á þessum fögru stöðv- um? — Skepnurnar og útiveran. Ég var alltaf að snúast I kringum fjármennina, hvort sem þeir voru i fjárhúsum og hlöðu eöa aö reka fé til beitar. Fjármenn pabba voru menn nokkuð viö aldur, á- kaflega barngóðir, og leyfðu mér að elta sig, svo að segja hvert sem þeir fóru, Á kvöldin stóðum við systkinin i kringum féð, þegar verið var að hýsa það, — það var alltaf kallað að „standa I kring”. Á vorin hófst mikill dýröartimi, Ég efast um aö ég hafi nokkurn tima verið hamingjusamari á uppvaxtarárum minum en þegar ég var að ganga við lambærnar og aö reka úr túni á vorin. Það var fuglasöngur, skógarilmur og lækjarniður, — með öörum oröum islenzkt vor, eins og það getur orðið dýrlegast. Umgengni við skepnur er börnum ómetanlegt hnoss. Ég hef oft hugsað um sveitabörnin i gamla daga, sem áttu ekki neitt sérlega gott, sum hver, en þau höfðu þó alltaf skepnurnar og gátu leitað til þeirra, ef eitthvað bjátaði á. En i bæjum er ekki i það skjólið að flýja, ef maður lendir eitthvaö upp á kant við tilveruna. Þaö er alltaf verið að tala um það, hve krakkar séu óþæg, skemmi mikiö, og annaö eftir þessu, en ég held að fólk átti sig ekki á þvi, svona yfirleitt, að þetta stafar mest af þvi, að börnin skortir við- fangsefni. Hérgeta skólarnir ekki leyst allan vanda. Fyrst og fremst geta nú börnin ekki verið öllum stundum innan veggja skólans, og i öðru lagi eru þau alls ekki öll gefin fyrir lærdóm og set- ur á skólabekkjum langtimum saman, Þau geta veriö greind og á margan hátt ágæt fyrir þvi. Skólanám hentarekki öllum, þótt greindir séu. — Já, það getur sjálfsagt verið alveg eins þroskavænlegt aö snú- ast við lambær norður i Fnjóska- dal. — Ég hafði aö minnsta kosti gott af þvi. Mér fannst ég verða eitt með landinu, — landinu sjálfu. Það var eins og ég væri hlutiaf þeirrijörö.semég gekk á. Ég man ekki eftir þvi að hafa fundið þessa tilfinningu eftir að ég varð fulloröin, en mér hefur oft orðið hugsað til hennar siöan. — Og þér fannst Ilka gaman að reka fé til beitar á veturna? — Já, ekki sizt að horfa á það i krafstri, þaö er falleg sjón að sjá margt fé dreifa úr sér í góðum krafstri og ryðja frá sér mjúkum, þurrum snjó. Seinast sá ég fé i krafstri I Vest- ur-Húnavatnssýslu fyrir mörgum árum. Við Kristján vorum þar á ferð i bil fyrri part vetrar og sá- um fjárhóp á beit álengdar, Við stönzuðum og fórum út úr bflnum til þess að horfa á féð. Þá hugsaði ég með mér: Þetta verður nú i seinasta skiptiö, sem ég sé kindur i krafstri, og svo fór, að siðan hef ég ekki séð þá sjón, og á þaö tæp- lega eftir hér eftir. — En þetta skilja vist ekki aörir en þeir, sem einhvern tima hafa reynt eitthvað þessu likt. Öllum var hún góð — Lifðir þú ekki mikið i heimi sagna og ævintýra, þegar þú varst barn? — Jú, ég átti góöa og fróöa for- eldra, en þó held ég að gamla fólkið á bænum hafi talaö ennþá meira við okkur börnin en for- eldrar okkar. Þetta gamla fólk las fyrir okkur ævintýri og sagði okkur sögur, en það voru ekkert endilega hefðbundnar og alkunn- ar barnasögur, heldur engu siður sögur úr þeirra eigin lífi. Þetta varð ákaflega lifandi og eðlilegt, og alltaf siðan hefur mér þótt svo gaman að lesa um lif fólksins i landinu, ég tek það gjarna fram yfir að horfa á sjónvarp og hlusta á útvarp, þótt þaö sé út af fyrir sig gott og blessað, þegar þar er vönduð dagskrá á annað borð. Og gamla fólkið, sem ég var að minnast á, gerði meira en að lesa fyrir okkur og segja okkur sögur úr lifi sinu. Það kenndi okkur bænir og talaði við okkur um gæzku Guðs, en allt var það i frjálslyndum anda. Aldrei var haldið að okkur neinum ákveðn- um kennisetningum, og aldrei heyrði ég minnzt á helviti. Ég held, aö islenzkt alþýðufólk hafi alltaf verið miklu frjálslyndari i trúarefnum en grannar okkar á hinum Norðurlöndunum. Fjórar af þessum gömlu mann- eskjum, sem voru á æskuheimili minu, dóu heima I baðstoíu, innan um okkur börnin. Liklega þætti þetta ekki gott nú á dögum, en enginn tók til þess þá, og þegar ég hugsa um þetta núna, finnst mér það hafa verið holl og góð reynsla. Vist fannst okkur það sorglegt, þegar fólkið var að deyja, og við gengum hægt um og vorum stillt, en þó var þetta allt eins og eölilegt og sjálfsagt. Mér er nær að halda aö ég sé og hafi alltaf veriö minna hrædd við dauðann, sökum þessarar reynslu, en ég hefði annars oröið. Mér er i minni eitt vor. Stjúpa mömmu, seinni kona afa mins, — ég kallaði hana „afa-ömmu”, þegar ég var litil — var lögzt banaleguna. Hún hét Guðfinna Gisladóttir, og Skarða-GIsli var afi hennar. Nú var ég einhverju sinni send með mat til hennar, og þá fór ég, eins og krökkum er tit-, aö hafa orð á þvi, hve fagurt væri úti, það væri alveg komið vor. Þá sagöi Guðfinna: „Já, það er kom- ið blessaö vor, en nú fer ég að ganga inn i eilifðarvorið, Rúna min”. Mér varð svo við þessi orö hennar, að ég fór að brynna mús- um, en þá sagði gamla konan: „Blessuð vertu ekki að gráta út af þessu. Það vor er miklu betra en vorið úti, sem við höfum hérna”. Hólar i Hjaltadal. Sunnudagur 24. október 1976 TÍMINN 21 Ágætt starfsfólk— góður heimilisbragur En þetta gekk allt vel, ekki sizt vegna þess, hve ágætu fólki við höfðum á að skipa, alla tið. Það voru svo margir hjá okkur á Hólum, að mér er engin leið að nefna þá alla með nöfnum. Þess vegna ætla ég að gera alla jafna og nefna hér engan meö nafni nema bróður Kristjáns, Sigurö Karlsson. Hann var ráösmaður á Hólum i ein tuttugu ár, og alla stund önnur hönd bróður sins, enda voru þeir miklir vinir og unnu vei saman. Siguröur var og erfrábær hirðumaður, sem fylgd- ist með öllu, smáu og stóru. Og hann var svo mikill hirðir — i bókstaflegri merkingu þess orðs — aö annars eins má lengi leita, Það var hrein unun að sjá hann umgangast skepnur. Þegar hann kom inn i hús til sauöfjár eða hesta, þá hrukku skepnurnar ekki i kút með hræöslusvip, enda var ekki gengið hranalega um dyr, þar sem Sigurður var á ferð. All- ar skepnur vissu aö þær áttu vini að mæta, þar sem Sigurður var, og skepnur eru aö þvi leyti eins og börn, að þær vita hvaö að þeim snýr. Sigurður var lika frábær- lega barngóöur maöur, og þetta held ég að fari oft saman. Barn- góðir menn eru oft einhverjir beztu menn i allri umgengni við skepnur. Já, það var gott fólk á Hólum, enda reyndum við hjónin mikið til þess. Okkur var ekki nóg að menn væru duglegir til verka, við vild- um lika að þeir væru góðir heimilismenn og að þeirsettu við- felldin og menningarlegan svip á staöinn. Heimilisbragurinn skipti ákaflega miklu máli, ekki sizt vegna þess, aö allir bjuggu i sama húsinu, hjón meö börn, starfsfólk og skólapiltar. Þannig var það fyrstu tiu árin sem ég var á Hól- um, þrettán ár af veru Kristjáns þar, þvi að hann var búinn að vera skólastjóri þar 1 þrjú ár, þegar við giftumst. Ég sagði stundum við Kristján, að það skipti miklu meira máli hvernig stúlkurnar minar væru, sem unnu með mér innan húss, heldur en karlmennirnir, sem unnu meðhonum utan dyra. Þær settu miklu meiri svip á heimilis- braginn, sagði ég. Auðvitað var þetta að sumu leyti striðni hjá mér, en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Ég var lika ekki siður heppin með mitt samstarfsfólk en bóndi minn meö sitt. Starfsstúlk- urnará Hólum voru bæði margar og góðar, og ég hef oft hugsað með þakklæti til þeirra. Ég get ekki talið þær upp hér, þótt þær ættu það meira en skilið, en mig langar að senda þeim öllum hlýj- ar kveðjur meö þessum linum. Og það var ekki nóg með að heimilisfólk á Hólum, konur og karlar, legðu fram krafta sina i til eflingar þessum stað. Fólkið i dalnum var okkur ákaflega hjálplegt og vinsamlegt, og ég held mérsé óhætt að segja, að all- ir Skagfirðingar hafi hugsað vel til Hóla og viljað veg þeirra sem mestan. Það er Skagfirðingum til sóma, hvern hug þeir bera til þessa forna menningarseturs. Glaður barnahópur — Var ekki lika mikið af börn- um á Hólum og fleiri hjcn sem voru að eignast börn en þið, skólastjórahjónin? — Jú, það má nú segja. Þar var margt barna, og þau voru lika mörg jafngömul. Viö vorum þarna fern hjón, sem öll áttum börn, og ef mig ekki misminnir, þá munu hafa verið um skeið fjórtán börn heimilisföst á Hól- um, og ekkert þeirra eldra en tiu eða tólf ára. Ég hef ekki kynnzt öðrum hópi fólks, þar sem sam- komulag hefur verið jafngott inn- byrðis. Ég veit eiginlega ekki, hverju það var að þakka, það var að minnsta kosti ekki eingöngu fyrir tilverknaö okkar, foreldr- anna. Liklega hefur staðurinn sjálfur átt mestan þátt i þvi, hve vel þetta gekk. Börnin gátu veriö hvar sem þau vildu, þau léku sér saman eftir aldri, eldri börnin gættu þeirra sem yngri voru, án þessaðnokkur bæði þau þess, það kom af sjálfu sér, — og þau fóru snemma að hjálpa fulloröna fólk- inu, utan bæjar og innan. Eg minnist þessara barna með gleði, og sömuleiðis foreldra þeirra. Hjónin, sem áttu heima á Hólum samtimis okkur Kristjáni, voru öll mesta ágætisfólk. Börnin fengu að ganga á milli heimil- anna eins og þeim sýndist, enginn klagaði eða bar sögúr á milli, enda þurfti þess ekki, — og hefði enda ekki þýtt, á slikt hefði ekki verið hlustaö. Börnin á Hólum höföu sinn eigin dómstól, þar sem þau gerðu út um miskliðarefni sin, ef einhver voru, en slikt og þvilikt var fátitt — jafnvel undar- lega fágætt, þar sem svo mörg böm áttu hlut aö máli. — Og fleira ungt fólk var á Hól- um en börnin sem voru að vaxa úr grasi. Þar hafa ófáir bændur dvalizt á unglingsárum sinum og mótazt um leið og þeir bjuggu sig undir ævistarf sitt? — Já, já, og margt ungt fólk yfirleitt. Ég er óminnug á tölur, en ég hygg, aö um fimm hundruð bændaefni hafi stundað nám á Hólum þau tuttugu og sex ár, sem Kristján var skólastjóri þar. Þegar Kristján kom aö Hólum sem skóiastjóri, var hann ekki nema tuttugu og sex ára. Á þeim árum fóru ungir menn yfirleitt ekki eins snemma i skóla og seinna varð, og fyrstu árin var ekki ýkjamikill aldursmunur á honum og nemendum hans. En það átti eftir að breytast mikiö, þvi að Kristján eltist vitanlega eins og aðrir menn, en aftur á móti uröu nemendurnir alltaf yngri og yngri. Nú eru margir af nemendum fyrstu áranna orðnir sextugir menn, eða þaðan af eldri, en ég á óksöp bágt með að hugsa mér þá sem roskna bænd- ur. Mér finnast þeir alltaf vera ungir og upprennandi, jafnvel unglingar, þvi að þannig kynntist ég þeim, Þetta er einkennilegt: ég get einhvern veginn aldrei sætt mig við að þeir eldist. Sama er að segja um stúlkurnar „mfnar”, sem hjá mér voru. Mér finnast þær alltaf vera ungar. Margar þeirra urðu eiginkonur skólapilt- anna, og ég held að það hafi allt saman fariö vel. Það var að minnsta kosti sérlega ánægjulegt að vita það gerast, og vonandi hefur gæfan fylgt þeim öllum. Þetta voru allt ágætismanneskj- ur. Seinasta kveðja hans til nemenda sinna — Nú hafa nemendur skólans vitaskuld dreifzt um allt tsland. Héldust tengsl með þeim og Kristjáni — eöa ykkur hjónunum, — eftir að leiðir skildi á Hólum að námi loknu? — Já, já. Sumir þeirra héldu á- fram að vera kunnugir okkur, Kristján frétti alltaf frá þeim annað slagið og hafði vakandi auga á hvernig þeim gengi i lif- inu, hvort sem þeir áttu heima i sveitum eða bæjum, þvi auðvitað urðu þeir ekki allir bændur, og sizt ævilangt. Það var eittmesta áhugamál Kristjáns að vita hvernig þessum mönnum reiddi af, þvi að honum þótti svo vænt um þá alla, „drengina sina”, eins og hann kallaði þá. Mig langar aö segja hér aö lok- um eina sögu. Hún sýnir vel, hvað það er, sem i raun og veru er aðalatriðið, þegar öllu er á botn- inn hvolft. Eftir að við Kristján vorum flutt hingað til Reykjavikur, ferð- aðisthann mikið meðal bænda, og ég var oft með honum á þessum ferðum. Svo var þaöeinu sinni, að við komum til bónda, langt frá Reykjavik sem endur fyrir löngu hafði verið nemandi á Hólum. Þetta var skömmu áður en Krist- ján dó. Á þessum bæ var bersýni- lega prýðisvel búið, snyrti- mennskan alger, bæði utan bæjar og innan, mikil ræktun, og fallegt um að litast, hvort sem horft var nær sér eða fjær. Auðvitað þarf ekki að spyrja að viðtökunum, enda varauðséö, aðhérleið öllum vel, mönnum og málleysingjum. Þegar við Kristján vorum kom- in út fyrir túnhliðið, sneri ég mér við, horfði heim að bænum og sagði: „Það má þó segja, aö hér er myndarlegt, bæði úti og inni.” Þá svaraði Kristján, á sinn hóg- væra og hlýlega hátt, sem honum var svo laginn, — og það finnst mér mega vera siðasta kveðja hans til nemenda sinna: „Já, þeir búa margir vel, drengirnir minir.” —VS algengast var á hverjum tima. Lengi vel voru um fimm hundruö fjár á fóðrum, og á siðari árum sex hundruð. Fyrstu árin voru um tuttugu mjólkandi kýr, en svo var fjósið stækkað, og eftir það voru kýrnareitthvað á milli þrjátiu og fjörutiu, þær sem i mjólk voru, og svo geldneyti og kálfar þar að auki. Hestar voru alltaf margir, en ekki veit ég nákvæmlega hversu margir þeir voru, enda var það misjafnt. Oftast voru þeir á milli fimmtiu og sextiu. A Hól- um var hestakynbótabú. Sigrún Ingílfsdóttir. Svo fór hún að tala eitthvað meira við mig, þvi aö hún var enn ekki neitt m jög langt leidd þegar þetta var. Jú, ég hlustaði, eins og vant var, og lét huggast. Svona voru uppeldisár min. Vor og vetur, líf og dauði, voru sjálfsögð og eðli- leg, og mótuðu hugi okkar barn- anna. Þetta var einfaldlega sá skóli, sem náttúran hefur sjálf komið á fót. Mig langar að ljúka þessu spjalli um æskuheimili mitt meö þvi að minnast á móður mina. Blessuð sé minning hennar. Hún var hin styrka stoð heimilisins. Hún hjúkraði gamla fólkinu til hinztu stundar, og hún annaðist okkur börnin með allri þeirri ást- úð og kostgæfni, sem góö móðir á til. Hjá okkur voru lika aðkom- andi unglingar, og sumir heilsu- litlir. Þá annaðist hún eins og sin eigin börn, enda urðu þeir eins og fóstursystkin okkar, barnanna á bænum. Ég hef lika veitt þvi eftir- tekt, að fólk minnist móöur minn- ar með hlýju og þakklæti. Hún mátti ekkert aumt sjá, hvorki menn né málleysingja. öllum var hún góð og þeim bezt, sem minnst máttu sin. Einn langur og glaður starfsdagur — Næst langar mig aö vikja talinu aö veru þinni á Hólum. Þú segist fijótt hafa kunnað vel við þig þar? — Já, ég kunni strax vel við mig þar, en starfiö sjálft fannst mér erfitt, einkum fyrst i stað. Mér hefur alltaf þótt gaman að búa i sveit og njóta sambýlis við náttúru og skepnur. Það fylgir þvi sérkennileg öryggistilfinning að vita þeim skepnum liða vel, sem maður hefur undir höndum. Og svo eru það „kaflaskiptin” i nátt- úrunni, vetur, sumar, vor og haust, kvöld og morgunn, nótt og dagur. Allt þetta verða menn miklu meira varir við i sveit en borg, þótt auðvitaö komi vor eftir vetur og haust eftir sumar i bæj- unum lika. En fólk skynjar þær breytingar allt öðru visi i borg en sveit. — Var ekki alltaf stórt bú á Hólum, lika á fyrstu árúm þinum þar? — Jú, það held ég verði að telj ast, þegar miðað er við það sem — Var ekki líka unnið með hestum, að minnsta kosti framan af árum? — Jú, en það stóð nú samt ekki lengi eftir að ég kom i Hóla. Ég man eftir þvi að heyi var ekið heim á vagni sem þrfr hestar drógu, og gaman þótti mér að taka þátt i heyskap, þar sem margtfólk og hestar unnu samán. Það er einkennilegt, hve samstarf manna — margra i senn — getur orðiö náið viö slikar aðstæöur. Þaö er allt annað en þegar stór- virkar véiar vinna aöalverkiö. Þegar ég haföi aöeins verið fá ár á Hólum, komu þar tvær Farmal-dráttarvélár, báðar rauðar aö lit. Þá breyttist margt, og svo var vélaöldin gengin i garð, eiginlega áður en nokkur vissi af. Það var rás timans, og auðvitað ekkert við því að segja. En eitt hef ég oft undrazt, þegar églit um öxl til þessara ára: Þaö er, að aldrei skyldi verða neitt stórslys á Hólum öll þessi ár, svo margir sem unnu þar, og bæði með hestaverkfærum og dráttar- vélum. Auðvitað voru ekki allir jafn gætnir, hvorki i meðferð hesta né véla, en það var eins og ýfir þessu væri einhver hlifð. Það var eins og hvert annað „guðs til- lag”, eins og gamla fólkið sagöi stundum. — Þú sagðir, að þér hefði fund- izt starf þitt á Hólum erfitt, eink- um fyrst i stað. En var ekki alltaf ákaflega mikið að gera þar, bæði utan bæjar og innan? — Jú, enginn þurfti aö kvarta undan atvinnuleysi þar á bæ. En maðurinn minn, Kristján Karls- son, var ákaflega duglegur mað- ur. Hann fór fyrstur á fætur á morgnana og seinastur i rúmið á kvöldin, og hann kenndi sjálfur fyrstu kennslustundirnar i skól- anum. Um hannmátti segja, eins og stendur i einni af smásögum Einars Kvarans, að hann hafði yndi af allri áreynslu. Þá var hann glaöastur, þegar mest var að gera og allir unnu, samtaka og ánægðir. — Þegar ég hugsa til þessara daga nú finnast mér þeir allir hafa verið einn langur og glaður starfsdagur. Já, langur var dagurinn oft, og sjálfsagt hef ég verið eins og Marta forðum, sem var áhyggjufull, mæddist i mörgu og gerði sér vafalaust stundum áhyggjur að óþörfu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.