Tíminn - 24.10.1976, Side 26
26
TÍMINN
Sunnudagur 24. október 1976
KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR —
KVIKMYNDA-
HORNIÐ
Umsjónarmadur
Hallddr ,
Voldimarsson
einvörðungu fyrir þá sök að þaö
skiptir svo litlu máli i upphafi.
Svo sem verða vill þróast
sambönd Mille við aðrar mann-
verur áfram, án þess hún fái að
verulegu leyti ráðið þvi hverja
stefnu þau taka. 1 upphafi hafði
hún gengið til sambúðar við
sambýlismann sinn i þeim til-
gangi að hjálpa honum til að
vinna bug á þunglyndi, einrænu
og óvanalega miklum skorti á
sjálfstrausti.
Þegar frá líður getur hún þó
ekki tekið þeim kröfum, sem
hann gerir til hennar, og þvi
stendur hún um siðir frammi
fyrir þvi, að hjálpin hefur að
nokkru haft þveröfug áhrif við
það sem ætlunin var.
Svo er einnig um önnur sam-
bönd, þvi þótt^ hún laðist að
mannverum, kemur alltaf eitt-
hvað það i ljós sem hrindir
henni frá aftur.
Það verður ekki annað um
kvikmynd þessa sagt en að hún
er æði forvitnileg og ánægjulegt
til þess að hugsa, að Danir skuli
farnir að huga að alvarlegri mál-
efnum. Það er raunar ekki að
fullu sanngjarnt að segja að þeir
hafi alls ekki gert það hingað til,
þvi við höfum jú þegar séð eina
alvarlega mynd frá þeim, þar
sem er myndin Per.
Þess verður ekki langt að biða
að við fáum að sjá „Violer er
blaa”, þvi forstjóri Stjörnubiós
gaf þær upplýsingar fyrir helgi
að hún yrði tekin til sýninga i
nóvembermánuði.
Væntanleq í Stiörnubíó:
Alvarlegt
grín um
kynferðis-
legar
venjur og
siðfræði
Stjörnubfó mun innan tiðar
taka til sýninga kvikmyndina
„Violer er blaa”, sem er dönsk
að uppruna og hefur vakið tölu-
verða athygli þar sem hún hefur
farið um lönd.
Við höfum á liðnum árum séð
bregða fyrir á hvita tjaldinu
ótölulegum sýnishornum af
kvikmyndaframleiðslu Dana,
þannig að sýningar danskrar
myndar er i sjálfu sér ekki í frá-
sögur færandi. Hins vegar
vekur þessi mynd athygli fyrir
það að i henni kveður nokkuö við
annan tón en i þeim „löndum”
hennar sem yfirleitt berast
okkur.
Hér er ekki um að ræða grin-
mynd af þvi tagi sem algengast
er í dönskum kvikmyndum,
hvorki Dirch Passer húmor né
rúmstokksgrin. Hér er raunar
ekki um grin að ræða, nema að
takmörkuðu leyti, þvi alvaran
situr i fyrirrúmi, og jafnvel ekki
laust við að i verki þessu gæti
nokkuð áhrifa af suma þvi sem
nágrannar Dana, Sviar, hafa
verið að fást við undanfarin ár.
„Violer er blaa” fjallar um
einkalif ungrar konu, frétta-
manns sjónvarps, og tengsl
hennar við aðrar mannverur.
Unga konar, Mille, þráir að
finna einhvern grundvöll i vin-
áttuböndum við aðra, starfi eða
ástarlifi, og fjallar myndin að
miklu leyti um tilraunir hennar
til þess.
Mille hefur einkum samgang
við fáar mannverur, það er
sambýlismann sinn, sem er
taugaflak og brýtur oft með af-
brýðiskenndum kröfugerðum
niður það sem henni hefur tekizt
að byggja upp, vinkonu eina,
Susanne, sem starfar i nudd-
stofu og notar fleira en hend-
urnar við starf sitt, auk ann-
arra, sem koma minna við sögu.
Mille reynir að nota starf sitt
til að ná tengslum við umhverfi
sitt, meðal annars með þvi að
fara að nokkru út fyrir þann
ramma sem henni er settur.
Hún reynir að leita uppi það
fólk, sem miðar lif sitt við eigin
langanir og skoðanir, án tillits
til þess sem umheimurínn kveö-
ur, og reynir að finna hjá þvi
stefnumörkun sem hún sjálf
gæri tileinkað sér og byggt lif
sitt á.
Mille reynir einnig að ná
tengslum við aðrar mannverur
með kynferðislegu móti, bæði
karlmennog konur. Hún stofnar
til sambanda, sem hvert á fætur
öðru vekja með henni vonir um
að hún hafi nú fundið það sem
leitað var að, en ávallt fylgja
vonbrigðin i kjölfarið, þvi að
lífsmat og stefna fólksins reyn-
ist ekki sú, sem i fyrstu var
gefið i skyn.
Það sem einna helzt virðist
veita fullnægju inn i lif hennar
er samband við aðra vinkonu,
kynferðislegt, sem þó virðist
sársauka og vonbrigðalaust nær
KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR —