Tíminn - 24.10.1976, Page 30

Tíminn - 24.10.1976, Page 30
30 TÍMINN Sunnudagur 24. október 1976 Þeim tekst að vera skemmtilegir textum og siðan er bætt viö nokkrum islenzkum lögum eftir hljómsveitarmenn sjálfa, eink- um Gunnar Þórðarson, og þá eru þaö yfir höfuö lög, sem eru einfaldari en gengur og gerist hjá Gunnari. Þetta leiöir óumflýjanlega til þess, aö menn flokki tónlist Lónli Blil Bojs undir söluvarning fyrst og fremst. En eitt hefur Lónli Blú Bojs þó tilsins ágætis, og þaö er söngur- inn. Þaö er ekki hægt aö neita þvi, aö söngur þeirra fjórmenn- inga er frábær, hvort heldur er einsöngur eða röddun. Björgvin og Engilbert eru án efa meðal okkar albeztu söngvara, og einkum viröist þó Björgvin vaxa við hverja raun. Þá er heldur ekki hægt aö halda þvi fram, aö hijóöfæra- leikur á plötum Lónli Blú sé lé- legur. Hann er að visu heldur átakalaus, en smekklegur og fellur vel aö lögunum. Þessi þriðja plata Lónli Blú Bojs er þeirra bezta til þessa, þótt plöturnar séu allar meira og minna i svipuöum gæöa- flokki. Þessi plata hefur þaö hins vegar fram yfir hinar tvær, Hljómar (1974) og Lónli Blú Bojs eru skipaðir sömu mönnum, þótt tónlist þess- ara tveggja hijómsveita sé talsvert ólik. að lögin eru öllu betri, textarnir heldur betri en fyrr, og söngur- inn alveg skinandi. Af innlendum lögum semur Gunnar þrjú lög á plötunni, Björgvin eitt og Rúnar eitt. ölí þessi lög eru einföld og kemur lag Björgvins nokkuð á óvart, en bezta lagið af þessum fimm er þó lag Gunnars „Allir halda aðra vera sjálfa sig” við ágætan texta Ölafs Hauks Simonarson- ar. Erlendu lögin eru misjafnari að gæðum, eins og kannski eðli- legt er, en nokkur þeirra eru þó likleg til vinsælda fremur en þau islenzku s.s. „Fagra litla diskó dis” „Djús i glas” og „La Kúba Libra”. Eitt lag hefur enn ekki verið minnzt á, en það er lagið „Laugardagskvöld” hið þekkta lag Lambert og Fröding við texta Magnúsar Asgeirssonar, I einkar athyglisverðri útsetn- ingu Lónli Blú Bojs. Að minum dómi er þetta bezta verk Lónli Blú til þessa. Lónli Blú Bojs héldu i hring- ferð um landið i sumar og er platan tileinkuð þessari ferð. I ferðinni sýndu þeir félagar það og sönnuðu, að fáir standa þeim á sporði i skemmtilegheitum, þótt menn deili um tónlistarleg gæði hljómsveitarinnar. Við vit- um eflaust öll, að Lónli Blú Bojs gætu gert miklu betur, en ef- laust myndi það koma niður á skemmtilegheitunum, — og min reynsla af Lónli Blú Bojs er sú, að þeir ætli sér fyrst og fremst að vera skemmtilegir og flytja skemmtílega tónlist. Það tekst þeim. Beztu lög: Laugardagskvöld Allir halda aðra vera sjálfa sig. G.S. Lónli Blú Bojs — A ferö Ýmir 003. ★ ★ ★ + MARGIR þeir, sem „pæla” i tónlist, eins og það er kallað, er gjarnt að lita á tónlist Lónli Blú Bojs, sem sölu- varning fyrst og fremst, og benda máli sinu til stuðnings á það, að þegar liðsmenn Lónli Blú gefa út sóló- plötur (það hafa þrir af þeim gert) þá kveði við allt annan og betri tón. Þá benda þeir jafn- framt á það, að þessir fjórir tónlistarmenn, Gunnar, Rúnar, Engil- bert og Björgvin, hafi áður skipað hljóm- sveit, Hljóma (1974) og tónlist þeirra hafi einn- ig verið önnur og betri en Lónli Blú Bojs nú. Þetta er allt saman rétt og satt, svo langt sem það nær, að minum dómi. Lónli Blú Bojs er hljómsveit, sem byggir sinar plötur á þvi grundvallarsjónar- miði, aö plöturnar eigi aö vera auðseljanlegar. Vinsæl erlend lög eru flutt með islenzkum Tommy Bolin — Private Eyes Columbia — PC 34329/FACO ★ ★ ★ ★ ÞAÐ munu liklega fáir kannast við nafnið Tommy Bolin, þótt svo að maður sá hafi verið i tveimur heimsfrægum hljómsveitum og getið sér þar gott orð sem gitarleikari. Bolin þessi hóf feril sinn sem gitarleikari I hljómsveit, sem hét Zephyr, en sú hljómsveit náði aldrei neinum vinsældum. Hann vakti fyrst athygli á sér, er hann lék á gitar á sólóplötu Billy Cobham, Spectrum. Það orð sem hann ávann sér þar varð m.a. til þess að hann tók sæti Joe Walsh i James Gang, er sú hljómsveit var endurreist árið 1972. Sem gitar- leikari James Gang hlaut hann almenna viðurkenningu, jafnt meðal aðdáenda og gagnrýn- enda, og þótti ekkert gefa Walsh eftir. Næsta skref hans upp á vib var talsvert stórt, þvi að nú fór hann til Bretlands og tók við þvi erfiða hlutverki, að fylla upp i skarð það sem Ritchie Black- more skildi eftir sig i Deep Purple. Fórst honum það mjög vel úr hendi, og i stað þess að herma eftir Blackmore fór hann sinar eigin leiöir, og þykir sið- asta plata Deep Purple, Come And Taste The Band, bera þess rækileg vitni. Viðskulum nú ekki hafa þenn- an formála um Tommy Bolin öllu lengri, heldur snúa okkur að þessari nýju plötu hans, Private Eyes, sem er önnur i rööinni af sóloplötum hans. A plötunni eru átta lög, þrjú eftir Bolin einan, en hin fimm hefur hann samið i félagi við aðra. Lögin, sem myndu flokkast undir þungt rokk, en önnur undir mildara rokk, eru ekki mjög gripandi við fyrstu á- heyrn, en vinna mjög á við frek- ari hlustun. - i Harrison í mála- ferlum GEORGE Harrison, fyrrum BltHI, stendur nú enn einu sinni I málaferlum, að þessu sinni viö hljómplötuútgáfufyr- irtækið A&M. Eins og kunnugt er, stofnaði Harrison fyrir nokkrum árum eigin hljóm- piötuútgáfufyrirtæki, Dark Horse, og komst á samníng hjá A&M um dreifingu á plöt- um fyrirtækisins, og jafn- framt, að Dark Horse, starfaði sem dótturfyrirtæki A&M. S.l. vetur undirritaði Harri- son samning við A&M um eig- in sóloplötu, scm gefa átti út á vegum Dark Horse s.l. vor. Sú plata er enn ekki komin út, og hefur því A&M krafið Harris- on um skaðabætur begna þessa, að upphæð rúman milljarð i fsl. krónum. Góður gítar- leikari með óða plötu Að sjálfsögðu ber mest á fág- uðum og góöum gitarleik Bolins sjálfs i lögunum, en það sem annars einkennir plötuna mjög, er geysiskemmtileg notkun saxafóns, og sums staðar sam- leikur saxafóns og gitars, sem gefur plötunni mjög skemmti- legan blæ. Um söng á plötunni sér Bolin sjálfur, og er ekki annað aö heyra en að honum farist það vel úr hendi eins og annað sem hann tekur sér fyrir hendur á plötunni. Ekki er hægt að segja annað, en að Bolin takist mjög vel upp á þessari plötu sinni, og ef fram- hald veröur á velgengni hans er aldrei aö vita nema hann verði mjög þekktur hér á landi innan nokkurra ára. Beztu lög: Sweet Burgundy Post Toastee Someday Will Bring Our Love Home. SþS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.