Tíminn - 24.10.1976, Qupperneq 33
Sunnudagur 24. október 1976
TÍMINN
33
„Segöu hinum mikla elskhuga, aö
kattarmaturinn hans sé tilbú-
inn.” „Nú veröur þú hissa þegar
þú sérö hvaö mamma er búin aö
tilreiöa handa þér.”
DENNI
DÆMALAUSI
þreytt, og hún fór að
hugsa um það, að i raun
og veru væri of mikið á
sig lagt að skoða þetta.
Árni fór þá að athuga
likkistuna og sá niðri i
henni einkennilega
steina, sem hann vildi
athuga nánar. Hann
klifraði þvi ofan i
kistuna og fór að skoða
þá. Berit fylgdist með
bróður sinum og gætti
einskis annars. Þau
gleymdu sér bæði við
þetta og veittu þvi enga
athygli, að Sýrlending-
urinn læddist hljóðlega
með ljósið út i inn-
ganginn. En allt i einu
varð koldimmt. Sýr-
lendingumn hafði slökkt
á ljóskerinu. Systkinin
héldu fyrst að hann
hefði slökkt óvart og
kölluðu til hans, að hann
skyldi flýta sér að
kveikja. Enginn
svaraði. Grafarþögn
rikti i kringum þau.
Þá urðu systkinin
dauðhrædd, sog þó eink-
um Árni. Hann hafði á
leiðinni inn veitt athygli
opum og göngum, sem
lágu i ýmsar áttir. Hann
hafði þá hugsað með
sjálfum sér, að næstum
ómögulegt væri fyrir
ókunnugan að rata
leiðina út, án leiðsögu-
manns.
Nú voru þau sjálf
komin i þennan vanda.
Árni sá það strax, að
hver sem ástæðan væri,
þá hefði Sýrlendingur-
inn yfirgefið þau
viljandi og slökkt ljósið,
og liklega ætlaði hann
ekki að bjarga þeim
fyrst um sinn.
Árni þreifaði i flýti i
vasa sinn. Jú, guði sé
lof. Hann var með eld-
spýtur á sér. Hann opn-
aði stokkinn og taldi.
Þær voru aðeins fimm.
Með þessum fimm eld-
spýtum gæti hann
kannski fundið sjálfan
útganginn úr þessu graf-
hýsi, en hvað tæki svo
við? Árni óttaðist mest
margs konar hliðar-
ganga, sem hann hafði
komið auga á á leiðinni
inn.
Hann settist niður á
kistugaflinn, og Berit
þrýsti sér að honum,
Hann fann, að hún skalf.
,,Ó Árni! Árni! Ég er
svo hrædd. Hvað eigum
viðað gera?” stundi hún
upp. Ámi reyndi að hug-
hreysta hana, en það
gekk illa. Hann var lika
dauðhræddur.
Þarna var þögn og
myrkur. Eintómt myrk-
ur og þögn. Þau vom lif-
andi grafin undir 5
milljónum tonna af
grjóti.
7.
Timinn þokaðist
áfram. Þau Árni og
Berit gátu varla gert sér
grein fyrir þvi, hve lengi
þau höfðu setið i kol-
svörtu myrkrinu, en það
hlaut að vera hræðilega
langur timi. Það var um
kl. 5 siðdegis, sem þau
höfðu lagt af stað inn i
pýramidann, og um
klukkutima seinna hafði
Sýrlendingurinn svikið
þau og slökkt ljósið.
Vom liðnir siðan sex
klukkutimar? Eða tiu?
Þau gátu alls ekki gert
sér grein fyrir þvi. Einu
sinni hafði Ámi fómað
einni af þessum fimm
dýrmætu eldspýtum og
litið á klukkuna. Þá var
hún niu. Siðan fannst
þeim báðum hafa liðið
hræðilega langur timi.
Hvað skyldi vera áliðið
næturinnar?
Hræðslan, sem fyrst
hafði gripið Árna i þessu
niðdimma grafhýsi,
hafði horfið smátt og
smátt. Nú voru hugsanir
hans skýrar og rólegar,
og hann sá, að bak við
þetta tiltæki Sýrlend-
ingsins gæti ekki legið
annað en að kúga út úr
þeim fé. Hann myndi
koma hér bráðlega
aftur, þegar hann héldi,
að þau væru orðin nógu
beygð, til að láta af
hendi allt, sem þau
hefðu meðferðis, til að
sleppa út úr þessari
myrkrastofu. Nú var um
að gera að vera rólegur
og ákveðinn. Árni hafði
nú kynnzt svo mikið
geðslagi þessara Afriku-
þjóða, að hann vissi það,
að hættulegast af öllu
var að sýna á sér nokkur
merki hræðslu eða ótta.
Ef til vill er það kjarkur
og geðró hvitra manna,
sem bezt hefur dugað
þeim til að ná valdi yfir
þessum fjölmennu þjóð-
um hitabeltislandanna.
Nú reið þeim systkinum
mest á að sýna kjark og
óttaleysi. Árni talaði um
þetta við Berit og sá hún
strax, að hann hafði á
réttu að standa. Hún
þurrkaði af sér tárin, og
i sameiningu gerðu þau
nokkurs konar hernað-
aráætlun.
Þeim kom saman um
það, að kæmi Sýrlend-
ingurinn aftur og talaði
til þeirra, þá skyldu þau
ekki svara honum fyrst