Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2005, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 22.11.2005, Qupperneq 52
 22. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR28 Hönnuðirnir Ragna Fróða, Ásta Guðmundsdóttir og Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir efndu til glæsi- legrar tískusýningar á Hótel Borg síðasta sunnudag. Þangað mætti ógrynni af prúðbúnum konum sem gerðu sér glaðan dag yfir fallegri hönnun. Ásta Guðmundsdóttir byrjaði sýn- inguna og voru svartar og hvít- ar prjónaflíkur mest áberandi í ýmsum myndum. Síðar ævin- týralegar peysur, stuttir kjólar og prjónagammósíur sem girtar voru ofan í prjónastígvél. Næst sýndu dansarar skartgripi Guð- bjargar í Aurum. Þeir voru stór- ir og áberandi og nutu sín vel á svartklæddum dönsurunum sem liðuðust um sviðið í þokkafullum hreyfingum. Ragna Fróða endaði tískusýninguna en hún sýndi það nýjasta úr sinni smiðju. Kjólar voru áberandi ásamt vel sniðn- um skyrtum, síðum pilsum og buxum. Fyrirsæturnar vöktu athygli en hjá Rögnu sýndu ekki hefðbundnar fyrirsætur heldur venjulegar konur á öllum aldri. ...notalegt að heimsækja Súfistann á fimmtudagskvöldum og hlusta á höfunda jólabókaflóðsins lesa upp úr verkum sínum. Mikilvægt að mæta stundvíslega því færri komast yfirleitt að en vilja. ...að menn og konur ættu að taka aðventuna hátíðlega og njóta þess að vera til. Byrja snemma að skreyta hjá sér, baka, hlusta á jólalög og njóta þessa dásamlega tíma. Aðventan á nefnilega að vera dekurtími, ekki stress og leiðindi. ...að menn ættu að leggja við hlustir því í jólatörninni leynast fullt af áhugaverð- um geisladiskum. Diskur Brynhildar Guðjónsdóttur, Grr.., er skyldueign fyrir þá sem kunna að meta rumbutakt og rómantík. ...skemmtilegt að fara á útgáfutón- leika í Fríkirkjunni. Það er svo ógurlega hátíðlegt. Ellen Kristj- ánsdóttir og bróðir hennar KK verða með útgáfutónleika þann 8. desember. Þau munu spila lög af nýju jólaplötunni sinn, Jólin eru að koma. ...gott að bera á sig gloss til að vernda var- irnar gegn frosti. Svo er það svo voðalega fallegt. Fólkinu finnst... Hátíska í 101 FÖÐURLEGUR RITHÖFUNDUR Hallgrímur Helgason fylgdist spenntur með ásamt dóttur sinni Margréti Maríu. DOLFALLIN Dýrleif Ýr Örlygsdóttir stílisti fylgdist spennt með. ÁHUGASAMAR María Gréta Einarsdóttir mætti með tengdamóður sinni, Brynju Nordquist. FÖNGULEGUR HÓPUR ÞRJÁR GÓÐAR Það var klappað mikið fyrir þeim Ástu Guðmundsdóttur, Guðbjörgu Kr. Ingvarsdóttur og Rögnu Fróðadóttur í lok sýningarinnar. GEGNSÆTT OG FALLEGT Fyrirsætan klæðist fatnaði frá Ástu Guðmundsdóttur. KLIPPT OG SKORIÐ Nadía Banine úr Innlit útlit fylgist vel með tískunni en hún er sjálf mjög myndarleg í höndunum og býr til fallega hluti þegar hún gefur sér tíma. Úrslit Skrekks, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur og ÍTR, fara fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Í ár tóku 27 grunnskól- ar þátt í Skrekk og var liðunum skipt niður á þrjú keppniskvöld. Sex skólar standa eftir sem keppa í kvöld. Það eru Austur- bæjarskóli, Árbæjarskóli, Álfta- mýrarskóli, Hagaskóli, Hlíða- skóli og Réttarholtsskóli. „Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur í ár og þátttakendum fjölgar með hverju ári,“ segir Már Guðlaugs- son. „Krakkarnir eru að fóta sig á nýju sviði og fæstir þeirra hafa staðið áður á leiksviði en þau gera þetta hins vegar mjög vel. Þau eru búin að leggja gífurlega mikið í þetta og ekki bara þau sem standa á sviðinu heldur er mjög mikill undirbúningur á bak við. Þarna eru ungir krakkar að gera flotta hluti.“ Þetta er í fimmtánda sinn sem keppnin er haldin og hefur hún unnið sér fastan sess í skólastarfi í Reykjavík. Nemendur leggja mikla vinnu í atriðin, margir koma að undirbúningi þeirra og alls 945 krakkar taka þátt í Skrekk í ár, fyrir utan þau sem taka þátt í forkeppnum skólanna. Undanfarin ár hefur keppnin verið send út í sjónvarpi en í kvöld verður hún send út á slóð- inni www.siminn.is/skrekkur og hefjast herlegheitin klukkan átta. Unga fólkið fer á kostum HLÍÐASKÓLI Með skrautlega sýningu. ÁRBÆJARSKÓLI Sýndi tilþrifamikið atriði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.